Skagfirðingabók - 01.01.1987, Blaðsíða 163
BRÚARMÁLIÐ OG BJARNASTAÐAHLÍÐ
á Daufá. Tvö síðustu árin, sem Olafur lifði, var hann á Daufá og
andaðist þar 1893. Hann var jarðaður í Goðdölum, og er
legsteinn á leiði hans.
Sveinn Guðmundsson og Þorbjörg Ólafsdóttir
Sveinn Guðmundsson og Þorbjörg Ólafsdóttir hófu búskap í
Fremri-Svartárdal 1868 og bjuggu þar til 1871. Þá fluttu þau að
Bjarnastaðahlíð og bjuggu þar til 1907. Þorbjörg andaðist í
Bjarnastaðahlíð 1906, en Sveinn í Litluhlíð 1914.
Búferlaflutningur Sveins var erfiður frá Svartárdal að Hlíð
1871, þó ekki sé leiðin löng. Um árferði segir í Annál 19. aldar,
að árið 1871 hafi gert norðan garð seint í apríl, og síðan segir:
„Gerði síðan eitt hið blíðasta vor, og voru víða hitar miklir í lok
maí og framan af júní, einkum norðanlands."
A fyrri tíð voru búferli í fardögum sex vikur af sumri og ær
þá bornar. Af veðurfarslýsingu er auðséð, að seinni hluta maí
og langt fram eftir júní hefur Jökulsá verið ófær með öllu. En
Sveinn lét ekki deigan síga, vildi komast þangað, sem rök orsaka
og afleiðinga höfðu ætlað honum stað. Hann rak fé sitt upp á
hálendið og yfir Jökulsá á snjóbrú, þar sem hún fellur eftir
Þröngagili, skammt fyrir norðan Skiptabakka. Þröngagil er
djúpt á þessum stað, en svo mjótt, að það er ekki nema 4 til 6
metrar á breidd. Það er löng leið að reka lambfé frá Svartárdal
upp undir Skiptabakka, en að austan er ekki langt ofan á
Hofsdal.
Arið 1887 var mikið fellisár. Hinn 17. maí gerði norðan
stórhríð síðdegis, og stóð hún í fjóra sólarhringa samfleytt, með
miklu frosti. Búið var að sleppa fé, því einhver gróður var
kominn og ávinnsla á túnum hafin. Hríðin skall á svo fljótt, að
sauðfé náðist ekki í hús nema sumt, enda búið að dreifa sér vítt
og breitt. Helgi Björnsson bóndi á Ánastöðum lét svo um mælt,
að eftir hríðina hefðu fullorðnir sauðir frá Sveinsstöðum legið
dauðir þar í kring á hryggnum og allavega.
161