Skagfirðingabók - 01.01.1987, Blaðsíða 92
SKAGFIRÐINGABÓK
eftir það allt mál var af honum dregið, uppgaf hann mikið
hægt sinn anda, og skilaði sinni dýrkeyptu sálu sínum
frelsara, hvörn hann eftir áður sögðu hafði svo oftlega
ákallað. Þetta skeði um dagsetur tiltekinn þriðjudag, sem
var sá 26. Septembr(is).
Hvað þessa sáluga manns lífsframgöngu viðvíkur, þá
eru bæði nálægir sem fjarlægir ljósust vitni um hans
ypparlegar náttúrugáfur og lærdóm, er hann prýddi með
hógværð, siðprýði og hófsemi, eirnig sérdeilis röggsemd,
þá hönum þókti þess með þurfa, og vandsýn sýndist þar
til vera. Stöðuglyndi, framsýni og útbrotalausri, en þó
sérdeilis viðfelldinni umgengni við hvörn mann, svo hann
með þessum og öðrum fleiri mannkostum, samt mann-
dómslegri atgjörvi og hógværð, tempruðum myndug-
leika, er hönum fylgdi utan kirkju sem innan, útvegaði sér
ekki einungis akt og virðing, heldur og ávann elsku og
hylli, bæði hjá hærri og lægri stéttar mönnum. Hvar fyrir
og, að minning hans nafns blífur nú í blessan, og ávextir
hans réttlætis fölna ekki. Friðarins guð veri lofaður, sem
hefur nú leyst hann héðan í friði, og innleitt í friðarins
tjaldbúðir. Hann sem er dómari ekknanna og föðurlausra
faðir, virðist að hugga þá eftirþreyjandi náunga, og varð-
veita þeirra hjörtu, hugskot og skilningarvit, allt um eilíft
líf. AMEN.
Dánarbú Halldórs Jónssonar
Dagana 7. —14. október 1769 var dánarbú Halldórs prófasts
skrifað upp, og er það plagg enn til.* 1 I því er mikill fróðleikur
sögn Jakobs Benediktssonar er þetta ekki sérstaklega góð latína, sem er
kannski skiljanlegt miðað við aöstæður. I Skorpinskinnu Gísla Konráðsson-
ar (Lbs. 1292 4to) er gefin þýðingin: „Jesús, helzti græðari!" en Gísli mun
lítið hafa kunnað í latínu.
1 Sýsluskjöl, Skag. XV 1, í Þjóðskjalasafni.
90