Frjáls Palestína - 01.11.2015, Blaðsíða 15
FRJÁLS PALESTÍNA 15
hafi komið að því. Staða sérfræðingsins
var styrkt af utanríkisráðuneytinu í
gegn um UNICEF.
Tölur sýna að mæðra- og ung barna-
dauði hefur minnkað og skrifstofustjóri
heilbrigðiráðuneytisins sagði að þá
þróun mætti ekki síst rekja til þessa
starfs. UNICEF er sammála því.“
Ísland styðurstyðja UNICEF í Pal-
est ínu með fjárframlögum og með
því að kosta stöður sérfræðinga á
vettvangi.
Ramallah
„Daginn eftir fórum við til Ramallah
og gistum þar. Það er alltaf gaman
að koma til Ramallah. Við Einar átt-
um fund, pólitískt samráð við vara-
utanríkisráðherra Palestínu o.fl.
starfs fólki utanríksráðuneytisins. Þar
var farið yfir ástandið í Palestínu. Við
vor um upplýst um stöðu mála, hvernig
hlutirnir gengju fyrir sig. Þá var nýlokið
ráðstefnu í Kairó þar sem fjölmargar
þjóðir hétu miklum fjárhæðum til upp-
byggingar á Gaza og það skipti íbúana
miklu máli.
Það er mikil uppbygging í Ram-
allah, mikið af nýbyggingum og nokk -
ur gróska. En þrátt fyrir það er mik il
þörf fyrir þróunarsamvinnu og mann-
úðaraðstoð í borginni og ná grenni
henn ar.“
Betlehem
Næsti áfangastaður Maríu Erlu og
Einars og starfsmanna utanríkis-
ráðu neytis Palestínu var Betlehem.
„Það sem þar er áhrifaríkast að sjá
eru landtökubyggðirnar,“ segir hún.
„Þær færast nær og nær Betlehem og
þrengja sífellt meira að íbúum borg-
arinnar.
Við hittum borgarstjóra Betlehem,
Veru Baboun. Hún er mjög áhrifamikil
kona og hefur góða útgeislun. Segir
vel frá. Hún er kristin og palestínsk.
Betlehem er lítil borg og Vera sagði
okkur að ekki væri hægt að byggja
meira innan borgarmarkanna vegna
þrengsla, ekki einu sinni leikvöll.
Og plássið verður sífellt minna með
fjölgun landtökubyggða.
Þótt við sæjum kannski ekki mikið
í Betlehem þá urðum við vitni að
nokkrum átökum milli Palestínumanna
og Ísraela. Þarna voru ekki notaðar
byssur heldur köstuðu menn grjóti;
þetta hefðbundna sem maður sér í
fjölmiðlum.
Síðan fórum við og heimsóttum
flóttamannabúðir hjá UNRWA. Við
styðjum UNRWA með fjárframlögum
og með því að kosta stöður íslenskra
sérfræðinga, en það höfum við gert í
mörg ár. Tveir íslenskir sér fræð ing ar
starfa hjá UNRWA, annar í Jerúsalem
og hinn í Jórdaníu.
Verkefni á sviði
viðlagastjórnunar
Daginn eftir fórum við aftur til Ram-
allah og heimsóttum annað verkefni
sem við erum að styðja í gegnum
UNDP, en um er að ræða verkefni á
sviði viðlagastjórnunar. Innan al þjóða-
stofnana hefur orðið vakning varð-
andi mikilvægi viðlagastjórnunar til að
takmarka það tjón sem hlýst af nátt-
úruhamförum. Við Íslendingar búum
yfir talsverðri þekkingu á þessu sviði.
Við funduðum með almannavörnum
þeirra og einnig með skrifstofu for seta
Palestínu sem einnig kemur að þessu
verkefni.
Hluti af Palestínu er á jarðskjálfta-
svæði og búist er við stórum skjálftum
á svæðinu í fram tíðinni. Stjórnvöld í
Palestínu taka þetta mjög alvarlega
og vilja vera viðbúin ef það gerist.
Húsa kosturinn þarna er eins og
hann er og mannfall gæti orðið mik-
ið. Þess vegna er reynt að koma
góðu skipulagi á viðbrögðin. Það er
svo mikið af hindrunum, ekki síst á
Vesturbakkanum. Þar eru svæði sem
ekki má fara inn á og mikið af varð-
stöðvum. Eins og Palestínumenn
sögðu við okkur er óljóst hvort þeir
mundu fá að fara frjálst um landið
til þess að sinna hjálparstarfi ef það
yrði jarðskjálfti. Það veit enginn. Þess
vegna verði að miða viðbúnaðinn við
landið eins og það er í dag; svæðið
er hernumið með þeirri skiptingu sem
þar er. Við hér heima erum með okkar
Landsbjörgu og fullt af sjálfboðaliðum
út um land allt með skipulögð teymi.
Þarna er fólk á afmörkuðu, lokuðu
svæði. Þetta er algert frumkvöðlastarf;
það kom beiðni árið 2012 frá UNDP
og palestínskum yfirvöldum, um að
stoð við uppbyggingu svona kerfis.
Ís lenskur sérfræðingur sem við kost-
uðum, Sólveig Þorvaldsdóttir, fór út til
að meta þörfina.
Sólveig gerði greiningu á ástandinu
og í fram haldinu var ákveðið að gerð
Ljósmynd úr safni