Jökull - 01.12.1956, Blaðsíða 26
A Hákambaleið 2e/r 1939. T. v. Heljardalur, t. h.
Deildardalur. Tindurinn stendur á dalamótum
og mætti heita Deilir. Á bak við hann er Af-
glapaskarð. — From Heljardalsheidi. The moun-
t.ain Deilir (1085) is on the waterdivide hei-
ween two valleys.
Deildardals. Á því miðju er einstakur, pýramída-
lagaður tindur (1085 m), sem vel mætti heita
Deilir. Hefur myndazt talsverð jökulkaka A
skarðinu vestan við Deili (Afglapaskarði) og nær
hún niður í Ivambaskál að sunnan, en norð-
an við Deili eru aðeins fannir. I NA-botni
Deildardals mun vera lítil jökulkinn, en ekki
sáust takmörk ltennar fyrir vetrarsnjó. (Á upp-
drætti stendur „Deildardalsjökull" sunnan og
austan undir Deili. Er það með öllu fráleitt,
því að það er Heljardals-megin við vatnaskilin).
Jökullinn sunnan undir Deili er um 2 km á
lengd og 1,5 km á breidd. Merki:
Di á innstu öldu, 40 m frá jökli. Hæð um
850 m.
D2 á yztu öldu, um 160 m frá Di. Þar vottar
fyrir gróðri, mosa og skófum. Puntgrös eru á
stangli. — Utar eru tvær öldur á 100—150
m breiðu belti, lítt grónar. Virðist þannig
líkt og í Hnjótakverk um 300 m breitt öldu-
belti nærri gróðurlaust. Utan við öldurnar
er eldri og settari gróður, þótt lítill sé.
Að þessu loknu hélt ég suður af heiðinni,
niður Bröttubrekku. Þar, í Kambagiljum, beið
min Kolbeinti Kristinsson á Skriðulandi í Ivol-
beinsdal með hesta. Riðum við niður Heljardal
í svartaþoku, sem lá í dalbotnunum vestra allan
daginn.
Vegurinn niður Heljardal er grýttur og sein-
farinn. Austur yfir Heljará er farið neðan til
í dalnum og síðan niður Heljarbrekkur að ár-
mótum Heljardalsár og Kolbeinsdalsár (Ivolku).
24
Heljará er tær sem bergvatn, enda síast vatnib
frá jöklunum um langan veg gegnum jökulurðir
og kemur mest fram sem dýjavætlur á hjalla-
brúnum. — Heljardalur er „hengidalur" eins og
aðrir afdalir Kolbeinsdals, svo sem Skíðadalur
nokkru innar og Ingjaldsskál.
Gisti um nóttina í góðu yfirlæti á Skriðulandi.
2. TUNGNAHRYGGSJÖKULL.
Fimmtudagurinn 27. júlí. Fór um 11-leytið aí'
stað fram Kolbeinsdal með Kolbeini bónda.
Þoka var í dalnum, og sá ekki til fjalla. Vegur-
inn er stirður, og vorum við ekki komnir fram
að jökulsporði í Austurdal fyrr en kl. 16.30.
Inni í dalbotni rofaði þokuna fyrir hægum
andvara af jöklinum, en utar í dalnum hélzt
hún upp á fjallabrúnir.
Jökullinn kemur í fögrum, hvelfdum bunka
niður í dalbotninn og stefnir þar í hánorður.
Er sporðurinn brattur mjög fyrstu 100 metrana.
en verður þá aflíðandi.
Áin kemur undan miðjum jökli. Er þar all-
djúpt gil að lienni og heldur óhægt að koma
fyrir mælingamerkjum. Þessi voru sett:
Ti Grettistak, slétt að ofan og fast. Lítil varða
ofan á.
T2 90 m ofar allstór varða, hlaðin á föstu
bergi.
Tg 30 m ofar var hlaðin varða, og getur
grafið undan henni. Flún er 5 m frá jökli,
svo að alls voru 125 m frá Ti að jökul-
sporði.
Vestan árinnar er að koma dálítill klettakoll-
ur undan jökli. Sér þar í rautt berg í árbakk-
anum andspænis T2. Ber jökulsporðinn 10 m
ofan við línu frá T2 að efri takmörkum rauða
bergsins. Er jökultáin því 25 m neðar en mæl-
ingastaðurinn í merkjastefnuna.
Hæð jökulsporðs er á korti 658 m (1930).
Mér mældist þetta með loftvog 650 m. Jökuil-
inn virtist hafa hörfað um 100 m á fáum árum
undanfarið. Áður hefur Tungnahryggsjökull í
Austurdal náð 800—1000 m lengra niður i dal-
inn, og mun ekki ýkja langt síðan. Sjást greini-
legar hliðaröldur skáhallt upp hlíðarnar. Gróð-
ur er þar sorfinn úr hlíðum neðra, en ofar sjást
samfelldar gras og lyngflesjur upp eftir hlíð-
unum. Rétt neðan við núverandi sporð hefur
jökull þá verið 90—100 m upp í hlíðarnar frá
ánni og ekki eins brattur og nú. Jökullinn hef-
ur þynnzt 40—50 m, þar sem nú er jökulsporður,
en 20—30 m á lijallabrún, þar sem brattinn er