Jökull


Jökull - 01.12.1956, Blaðsíða 26

Jökull - 01.12.1956, Blaðsíða 26
A Hákambaleið 2e/r 1939. T. v. Heljardalur, t. h. Deildardalur. Tindurinn stendur á dalamótum og mætti heita Deilir. Á bak við hann er Af- glapaskarð. — From Heljardalsheidi. The moun- t.ain Deilir (1085) is on the waterdivide hei- ween two valleys. Deildardals. Á því miðju er einstakur, pýramída- lagaður tindur (1085 m), sem vel mætti heita Deilir. Hefur myndazt talsverð jökulkaka A skarðinu vestan við Deili (Afglapaskarði) og nær hún niður í Ivambaskál að sunnan, en norð- an við Deili eru aðeins fannir. I NA-botni Deildardals mun vera lítil jökulkinn, en ekki sáust takmörk ltennar fyrir vetrarsnjó. (Á upp- drætti stendur „Deildardalsjökull" sunnan og austan undir Deili. Er það með öllu fráleitt, því að það er Heljardals-megin við vatnaskilin). Jökullinn sunnan undir Deili er um 2 km á lengd og 1,5 km á breidd. Merki: Di á innstu öldu, 40 m frá jökli. Hæð um 850 m. D2 á yztu öldu, um 160 m frá Di. Þar vottar fyrir gróðri, mosa og skófum. Puntgrös eru á stangli. — Utar eru tvær öldur á 100—150 m breiðu belti, lítt grónar. Virðist þannig líkt og í Hnjótakverk um 300 m breitt öldu- belti nærri gróðurlaust. Utan við öldurnar er eldri og settari gróður, þótt lítill sé. Að þessu loknu hélt ég suður af heiðinni, niður Bröttubrekku. Þar, í Kambagiljum, beið min Kolbeinti Kristinsson á Skriðulandi í Ivol- beinsdal með hesta. Riðum við niður Heljardal í svartaþoku, sem lá í dalbotnunum vestra allan daginn. Vegurinn niður Heljardal er grýttur og sein- farinn. Austur yfir Heljará er farið neðan til í dalnum og síðan niður Heljarbrekkur að ár- mótum Heljardalsár og Kolbeinsdalsár (Ivolku). 24 Heljará er tær sem bergvatn, enda síast vatnib frá jöklunum um langan veg gegnum jökulurðir og kemur mest fram sem dýjavætlur á hjalla- brúnum. — Heljardalur er „hengidalur" eins og aðrir afdalir Kolbeinsdals, svo sem Skíðadalur nokkru innar og Ingjaldsskál. Gisti um nóttina í góðu yfirlæti á Skriðulandi. 2. TUNGNAHRYGGSJÖKULL. Fimmtudagurinn 27. júlí. Fór um 11-leytið aí' stað fram Kolbeinsdal með Kolbeini bónda. Þoka var í dalnum, og sá ekki til fjalla. Vegur- inn er stirður, og vorum við ekki komnir fram að jökulsporði í Austurdal fyrr en kl. 16.30. Inni í dalbotni rofaði þokuna fyrir hægum andvara af jöklinum, en utar í dalnum hélzt hún upp á fjallabrúnir. Jökullinn kemur í fögrum, hvelfdum bunka niður í dalbotninn og stefnir þar í hánorður. Er sporðurinn brattur mjög fyrstu 100 metrana. en verður þá aflíðandi. Áin kemur undan miðjum jökli. Er þar all- djúpt gil að lienni og heldur óhægt að koma fyrir mælingamerkjum. Þessi voru sett: Ti Grettistak, slétt að ofan og fast. Lítil varða ofan á. T2 90 m ofar allstór varða, hlaðin á föstu bergi. Tg 30 m ofar var hlaðin varða, og getur grafið undan henni. Flún er 5 m frá jökli, svo að alls voru 125 m frá Ti að jökul- sporði. Vestan árinnar er að koma dálítill klettakoll- ur undan jökli. Sér þar í rautt berg í árbakk- anum andspænis T2. Ber jökulsporðinn 10 m ofan við línu frá T2 að efri takmörkum rauða bergsins. Er jökultáin því 25 m neðar en mæl- ingastaðurinn í merkjastefnuna. Hæð jökulsporðs er á korti 658 m (1930). Mér mældist þetta með loftvog 650 m. Jökuil- inn virtist hafa hörfað um 100 m á fáum árum undanfarið. Áður hefur Tungnahryggsjökull í Austurdal náð 800—1000 m lengra niður i dal- inn, og mun ekki ýkja langt síðan. Sjást greini- legar hliðaröldur skáhallt upp hlíðarnar. Gróð- ur er þar sorfinn úr hlíðum neðra, en ofar sjást samfelldar gras og lyngflesjur upp eftir hlíð- unum. Rétt neðan við núverandi sporð hefur jökull þá verið 90—100 m upp í hlíðarnar frá ánni og ekki eins brattur og nú. Jökullinn hef- ur þynnzt 40—50 m, þar sem nú er jökulsporður, en 20—30 m á lijallabrún, þar sem brattinn er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.