Jökull - 01.12.1956, Blaðsíða 42
2. mynd. Merki sett upp á Þórðarhyrnu. —
— A mark for triangulation is erected on Thórd-
arhyrna.
Ljósm. A. Kjartansson.
um og drukkið þeirra skál, var haldið að Sel-
fossi og kvöldverður snæddur. Þaðan var ekið
í syngjandi rigningu sem leið liggur að Hófs-
vaði á Tungnaá og komið þangað kl. 5,30.
Hafði ferðin gengið að óskum. Þó voru erfið
klakahlaup í veginum norður af Merkihvoli,
en snjór var hvergi til trafala. Er að Tungnaá
kom, tók að stytta upp. Ain var lítil, og kl.
7,30 var allt komið yfir hana, og til Jökul-
heima komum við í bjartviðri kl. 11,05 á tríni-
tatis. Hefðum við þó ekki mátt vera mörgum
dögum fyrr á ferð án þess að lenda í torfær-
um vegna snjóa. Brátt var gengið til náða. Með
kvöldinu upphófst brullaupsfagnaður að nýju,
en úti var skollinn á vestangarri og skafrenn-
ingur, og þótti mönnurn betra en ekki að eiga
athvarf í hlýjum skála.
Lagt á jökulinn.
Næsta morgun, 28. maí, var farið að búa
jöklaleiðangurinn af stað, og var lagt á jökul-
inn í sæmilega björtu veðri kl. 18,45 og stefnt
á Pálsfjall. Fór snjóbíll Guðmundar fyrir og
liafði venjulega 6—8 manns innanborðs, en
stundum alla þrettán í einu, þá er snætt var,
og á þaki tjöld, svefnpoka og bakpoka. Eftir
fóru víslarnir, og var aftan í Jökli I álmsleði
með masóníthúsi því, er verið hafði vinnuklefi
Jean Martins vorið áður, en var nú notað sem
eldhús. Auk þess bar hann allmikið af benzíni.
A sleðanum aftan í Grendli var aðallega
benzín. Er það mesti þyngslaflutningurinn í
leiðangri sem þessum, og var lagt á jökulinn
með samanlagt 1800 lítra. Færi var fremur þungt.
Brátt tók fyrir allt skyggni, en kl. 2 um nóttina
komum við að Pálsfjalli og slógurn þar tjöldum.
Var þá tekið að rofa í loft og hiti kominn niður
í -r- 4.5° C. Sami hiti var kl. 9 að morgni þess
30. Var Pálsfjall allt kuldalegra en þegar við
gistum þar 11. júní árið áður. Tjörnin austan
undir. hamrinum var ísi lögð, en ekki reyndist
hann mannheldur.
Af stað var haldið kl. 10,45, og skall brátt á
hvassviðri af vestri með miklum skafrenningi,
og Jróttumst við góðir að ramba rétt á Þórðar-
hyrnu, en þangað var snjóbíll Guðmundar kom-
inn kl. 11,20 og beið þar víslanna. Ekki var
viðlit að vinna á hátindinum vegna hvassviðris,
en við byggðum snjóborg (ígló) mikla, á meðan
við biðum þess, að rokinu slotaði.
Þau merki, sem sett voru upp á jöklinum
sumarið 1955, voru af danskri gerð, úr léttum
viði, en hin mestu hrófatildur (Sbr. mynd í
Jökli 1955, bls. 25.), enda reyndust þau of
ótraust gegn Vatnajökulsveðráttu. Ising braut
þau niður, og stormar gjöguðu þau sundur. Þótti
ekki hættandi á að nota þau að nýju, og tóku
þeir Agúst Böðvarsson og Guðmundur Jónasson
því það ráð, að láta skera járnplötur 1x4 m
að flatarmáli. Var auðvelt að sveigja þær og
gera úr þeim hólk, og með því að skrúfa tvo
slíka hólka utan um þar til gerða einfalda járn-
grind, fékkst sívalningur um 1.3 m í þvermál
og nær 2 m hár, og gengu teinar úr honum um
1 m niður í snjóinn, en þegar búið var að koma
sívalningnum upp, skyldi hann fylltur saman-
þjöppuðum snjó og síðan málaður utan gulum
röndum. Með því að vefja þessar járnþynnur
þétt, var auðvelt að bera þær ofan á bakpoka.
Kl. 16,00 hafði veður lægt svo, að hægt var að
setja upp merkið á Þórðarhyrnu. Tók það tvo
tíma, og kl. 20,00 var lagt af stað til Gríms-
vatna.
Er við konium á Grímsfjall kl. um 23,00 var
40