Jökull


Jökull - 01.12.1956, Blaðsíða 36

Jökull - 01.12.1956, Blaðsíða 36
beggja megin við fellið, sem jökulfarið nú sýnir, og náði út í vatnið nokkuð fram fyrir fjallshlíðina. Var jökulþilið að framan geysi- hátt, margir tugir metra, sem sífellt brotnaði af borgarís á stærð við stærstu hafskip, er sigldu um vatnið fram og aftur allt sumarið. Mestur varð jökullinn á þessu svæði á árunum 1917— 1920. Ég kom í Karlsdrátt haustið 1918. Þá náði jökulþilið fram í vatnið, sem næst því að það lokaði útsýn úr miðjum Karlsdrætti til hálfs fram í Hvítárvatn. En haustið 1920, er ég kom þar síðast, lokaði jökullinn alveg fyrir útsýn fram á vatnið, þegar staðið var fyrir miðju tjarnarinnar í Karlsdrætti. Enda mun hann þá hafa náð hámarki, eftir því sem ég bezt veit. Hvenær hann fór svo að minnka fyrir alvöru, man ég ekki með vissu. Um vestari skriðjökulinn er sama að segja. Mér virðist þeir alltaf hafa fylgzt að með að vaxa og minnka, frá því að ég sá þá fyrst. Ég hef aldrei heyrt þess getið, að fært hafi verið neðan undir honum í Skriðufell. Og þó að nú sé hann ekki lengur svo stór, að hann nái út í vatnið á sama hátt og áður, þá hygg ég, að ekki sé gott að fara fyrir endan á honum ennþá. í fyrrahaust bað ég fjallmann þann, sem ég sendi í Jökulkrókinn, að athuga þetta, meðal annars til þess að vita, hvort kindur kynnu að geta farið það. Hann taldi það ekki fært, því að vatnið næði enn upp að jökulröndinni á talsverðum kafla, og hann kvaðst ekki vita, nema jökulhella væri undir aurnum þar við vatns- borðið sums staðar. Ég er alveg ófróður um jökulröndina frá Hvítárvatni vestur að Hagavatni og get því ekkert um hana sagt. Með beztu kveðju. Einar J. Helgason. I bréfi þessu eru mikilsverðar heimildir um jökla í Fögruhlíð og við Hvítárvatn fyrir og um 1920. Er ég höfundi þakklátur fyrir. J-Ey. MERKIFELL í FLÁA JÖKLI Fellið, sem nú blasir við í sporði Fláajökuls, fór ekki að sjást fyrr en 1907. Nú er það orðið allstórt og grasi vaxið að ofan. Veturinn 1953/54 gekk lamb úti í fellinu. Það er oftast kallað Jökulffell, en Sigurður Jónsson, fæddur og upp alinn í Flatey, segir það muni hafa heitið Merkifell. Er hugsanlegt að finna það í göml- um landamerkjaskrám Borgar og Einholts, því að þar er það í mörkum. Það er einnig landa- merki milli Bakkafjöru og Rauðabergsfjöru (ítak), en ekki er fellið orðað 1 landamerkjabréfi þar um, þinglesnu 1888. Ari Sigurðsson á Borg (f. 1890) telur jafnvel, að alltaf liafi sézt lítill díll eins og stór steinn upp úr, svo að landa- merki hafi ætíð sézt. Einar Þorvaldsson, fvrr- um bóndi á Brunnhól, rak sauði á jökli yfir Hólmsá haustið 1890 og kveðst þá ekki geta munað, að neitt sæist á umrætt fell. (Sauðina átti enskur fjárkaupmaður, og voru jieir reknir til Djúpavogs). Ur bréfum Hálfdánar Arasonar dags. 4/0 og i6/io 1955. ATH. Æskilegt væri að nafnið Merkifell fest- ist við fellið. Jökulfell eru þegar of mörg. /. Ey. REYÐARBUNGA Um 1930 fór að sjást á lága klettabrík upp úr jökulhryggnum milli Hrolleifsborgar og Hljóða- bungu. Norðan að séð minnti hún á dökkt hvalbak. Baldur Sveinsson blaðamaður, sem þá átti Þaralátursfjörð, kallaði hana Reyðarbungu, og hefur það nafn fengið festu. — Sumarið 1932 gekk Jón Eyþórsson yfir Drangajökul, og var Reyðarbunga þá varla meira en hnéhá að norðan. — Nú (1955) segir Guðfinnur Jakobs- son í Reykjarfirði, að Reyðarbunga sé orðin hár klettur, margar mannhæðir, ekki undir 50 m, að norðan. Fyrir 15 árum eða um 1940 fór að ydda á klett sunnanhallt í skriðjöklinum, norður af Hrolleifsborg, þar sem hann skríður fram af hjallabrún niður í dalbotninn. Er klettur þessi nú um 30 m upp úr jökli og fer stækkandi. Mun senn vera „landfastur“ að sunnan. Eftir Guðfinni Jakobssyni, Reykjarfirði, 1. des. 1955. „SKEIÐARÁRJÖKULL hefur lækkað talsvert í sumar, þó einkum jökul- sporðurinn. Yfir útfalli Skeiðarár hefur hann sigið mikið og er þar sprunginn. Morsárjökull hefur lækkað mikið. — Líklega hafa jöklarnir aldrei hörfað eins mikið, síðan ég fór að mæla þá, en það mun vera 12 ár.“ Skaftafelli, 28. nóv. 1955. Ragnar Stefánsson. 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.