Jökull


Jökull - 01.12.1956, Blaðsíða 28

Jökull - 01.12.1956, Blaðsíða 28
Á Heiðinnamannadal. T. h. skarð yfir í Hafr- árdal. Tindurinn fyrir miðjum dalbotni mætti heita Heiðingi. — The small glacier in íhe Heathens’ Valley. 3. GLJÚFRÁRJÖKULL. Laugardaginn 29. júlí fór ég frá Urðum kl. 09. Fylgdi mér piltur þaðan að Ivóngsstöðum í Skíðadal. Komum þangað kl. 11. Oskar Júlíusson bóndi á Kóngsstöðum tók vel erindi mínu um fylgd fram að Gljúfrár- jökli, en hann blasir við því nær í hásuður frá Iíóngsstöðum nálægt botni. Skriðadals, og er sjónhendingarvegur þangað um 8 km. Gljúfrárdalur er stuttur afdalur úr Skíða- dal. Hann er hengidalur og mynni hans um 120 m yfir botn Skiðadals. Jökullinn liggur í djúpum hringmynduðum dalbotni og horfir beint í hánorður. Sporðurinn er í 560 m hæð á korti. Hájökullinn nær upp i 1200 m. Lengd jökulsins alls frá norðri til suðurs er um 3500 m og mesta breidd nálægt 2000 m. Flatarmál hér um bil 4 km2. Svipar honum allmjög til eystri sporðs Tungnahryggsjökuls. Neðan úr dal sést ydda á dökkleita nibbu yfir miðjum jökli. Heitir hún Blekkill og er á suðurbarmi jökulskálarinnar, 1262 m að hæð. Mælingamerki: Gi Varða á stóru Grettistaki. Go Varða 30 m nær jökli. Frá Go að jökli 68 m. Frá G2 eru um 10 m niður að ánni í gilbotni og jökulsporður í gili endar um 10 m ofan við merkið. Jökullinn hefur ekki alls fyrir löngu náð um 800 m lengra niður í dalinn. Vegalengdin er þó ágizkun. Sést þar glögg V-löguð byrjun á liliðaröldum. Hlíðar eru skriðu orpnar, en gróð- urteigingar meiri hátt í hlíðum en hið neðra. Virðist jökullinn hafa náð um eða yfir 100 m upp í hlíðarnar rétt neðan við núverandi sporð. Ur minni Gljúfrárdals sást vel inn í botn Vesturárdals. Norðarlega í eggina er lítið skarð og fallegur jökulbunki undir því. Handan (vest- an) skarðsins mun vera Ingjaldsskál í Kolbeins- dal. Botnar Skíðadals, Vesturárdals og Þverár- dals liggja hlið við ltlið, og eru í öllum tals- verðir jöklar, er horfa gegnt austri. 4. HEIÐINNAMANNADALUR. Að loknum athugunum í Gljúfrárdal, hélt ég norður úr dalnum og upp í mynni Heiðinna- mannadals, sem er austan Gljúfrárdals og nærri samhliða honum, en miklu hærri. Mynni hans er um 300 m yfir botni Skíðadals. Fylgdi Óskar mér upp í dalmynnið, en hvarf þá aftur. Ég ráðgerði að ganga af Heiðinnamannadal niður Hafrárdal til Hörgárdals. I botni Heiðinnamannadals er jökulbunki all- mikill, einkum að vestanverðu, undan skarð- inu yfir í Hafrárdal. Fyrir miðjum botni, norð- an skarðsins, er allmikilúðlegur tindur (1352 m), nafnlaus. Mætti kalla hann Heiðingja. Annað skarð er austan við tindinn yfir í Lambárdal, og er þar einnig jökull, en miklu minni en að vestan. Mikil og falleg jökulalda liggur í boga fram- an við jökulinn og urðarbotn innan við. Aldan er 10—15 m há og um 400 m löng. Merki: Hi varða á jökulöldu nálægt miðju. H2 varða á steini 180 m frá Hi. Frá H2 voru 30 m að vetrarsnjó. Þaðan áætlaðir um 40 m að jökulrönd eða 70 m alls frá H2 og 250 m frá Hi- Mér mældist hæðin 834 m við Hi og 845 m við jökulsporð. Jökullaust virðist vera í þeirri hæð austan til í botninum, og mun jökulsporður í eystra skarð- inu vera í h. u. b. 945 m hæð. Á miðjum jökul- sporði er talsverð grjótdreif og vottar fyrir mið- rönd í stefnu á fjallsnefið. Að verki loknu hélt ég sem hraðast niður Flafrárdal, og er það heldur leiður vegur og seinfarinn vegna þvergilja. Ivom að Barká t Hörgárdal kl. 20.15 eftir 4.15 stunda gang úr mynni Heiðinnamannadals. Þar frá má draga um 1.15 st. fyrir vörðuhleðslu. — Fyrir botni Hafrárdals virtust mér tveir greinilegir hjallar, hinn efri í 865 m hæð og hinn neðri 750 m. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.