Jökull - 01.12.1956, Blaðsíða 45
Haldið til Grendils.
Vegna ófærðar liafði gengið meir á benzín-
birgðir okkar en áætlað hafði verið, og var auð-
sætt, að ekki mætti mikið út af bregða til þess
að við yrðum tæpir með bensín, ef haldið væri
til Grendils. Við afréðum þó að halda þangað,
þar eð mikið verk mundi að koma þangað mæl-
ingamerki úr byggð, og vonuðumst til að hafa
benzín til baka að Grímsfjalli, en þar átti Guð-
mundur benzínbirgðir frá árinu áður, er nægja
mundu til Jökulheima. Við héldum frá Ivverk-
fjöllum kl. 19,40, og fór sem fyrr i okkar ferð,
að þoka lagðist brátt yfir og byrgði alla sýn.
Erfitt er að halda réttri stefnu í slíku veðri,
einkum þar sem beltabílar sækja venjulega út
á aðra hvora hliðina. Við héldum þó áfram í
austurátt þar til kl. 5 um nóttina, var þá farið
að halla mjög undan, og þóttumst við vita, að
við værum komin á hjarnsvæði Hoffellsjökuls.
Slógum við því tjöldum og lögðumst til svefns,
og þegar rofaði ögn til um nónbil jrennan dag,
5 júní, reyndumst við vera um 7 km NV af
Nýju-Núpum. Skafrenningur var og frost -í- 7°
C. Enn var haldið af stað, keyrt í blindu, en
með hjálp áttavita og hæðarmælis, sem er ekki
síður nauðsynlegur, þegar rata skal um jökul-
inn í blindu, tókst okkur að komast laust fyrir
miðnættið austur í kvosina NV af Goðahnúk.
Var frostið þá -f- 9° C og dimmviðrið glóru-
laust. Rifjuðust upp fyrir mér dagar á þeim
sömu slóðum fyrir 20 árum, er Sænsk-íslenzki
leiðangurinn lá þar veðurtepptur í hálfan mán-
uð. Um 10-leytið þann 6. júní gerðum við til-
raun til þess að komast að Grendli á öðrum
víslinum, en aldrei rofaði til, og varð sú ferð
árangurslaus. Um kvöldið var tekið til við
gryfjugröft, og var Magnús Eyjólfsson að vanda
einna ötulastur við það verk. Varð gryfja sú að
lokum rúmlega 7 m djúp og haustlagið mjög
greinilegt á 6.3 m dýpi. Kl. 6 urn morguninn
glaðnaði til og var þá brugðið við í skyndi og
keyrt austur að Grendli, þvert yfir hrygginn
austur af tjaldstaðnum. Austan við þann lirygg
rísa margir tindar upp úr jöklinum, og er það
hið ákjósanlegasta skíðaland. Hæstur þessara
tinda er Grendill, 1570 m, sem liggur á mörk-
um Austur-Skaftafellssýslu og Suður-Múlasýslu.
Hann er keilulaga, og bergið, það sem til sést
á toppi hans, veðrað blágrýti. Þarna var sett
upp merki, sams konar og á Þórðarhyrnu og
Hvannadalshnúk, og fyllt grjóti. Útsýn er hin
fegursta af Grendli, til suðurs yfir Hornafjarð-
5. mynd. Brúðhjónin við Hvannadalshnúk. —
At Hvannadalshnúkur, the highest point of Ice-
land (-119 m). Ljósm. I. Árnadóttir.
ar- og Lónsfjöll, til suðausturs yfir hjarnhvel
Þrándarjökuls, en i norðri gnæfir Snæféll öllu
ofar, og til liægri við það sést alla leið til Smjör-
fjalla, en í norðvestri rís hamraveggur Kverk-
fjalla eystri.
Merkið var komið upp kl. 12. Við rætur
Grendils beið nafni hans, og var hann nú skírð-
ur með tilhlýðilegri viðhöfn. Lá nú ekki annað
fyrir en að komast sem fyrst í Jökulheima, og
vonuðumst við til að verða þar innan sólar-
hrings.
Haldið heimleiðis.
Er í tjaldstað kom eftir förina á Grendil, var
rokið í að taka niður tjöld og koma farangri
á bílana, og kl. 15 var haldið af stað. En enn
fór sem fyrr með veðrið. Niðaþoka lagðist yfir.
Færi var þungt og gekk mjög á benzínið. Kl. 1
um nóttina slógum við tjöldum um 30 km ANA
af Grímsvötnum, en einum víslinum var ekið
áfram til að sækja benzín frá Grímsfjalli. Ekki
er hann þó kominn langt, er bylur skall á, svo
að hann varð að snúa við. Er það skemmst af
að segja, að þarna urðum við að dúsa í hríðar-
byl í fjóra sólarhringa. Menn styttu sér stundir
með bridge-spili og lestri vondra reyfara, en
43