Jökull


Jökull - 01.12.1956, Blaðsíða 43

Jökull - 01.12.1956, Blaðsíða 43
3. mynd. Grendill með benzínbirgðirnar við Hvannadalshnúk. — One of the wiesels at Hvannadalshnúkur. Ljósm. A. Kjartansson. bjart yfir Grimsvötn að líta. Þar höfðu þær breytingar orðið á síðan í júní 1955. að flat- neskjan mikla hafði greinilega hækkað nokkuð og var alveg slétt yfir að líta, en í suðvestur- horni kvosarinnar, þar sem gígur myndaðist 1934, hafði síðan sumarið 1955 myndazt djúpt, hringlaga ketilsig, á að gizka 200 m i þvermál. Var stundum svo að sjá sem einhverja gufu legði þar upp, en ekki varð úr því skorið til fulls. Hitinn í Hithól á Grímsfjalli var óbreytt- ur frá árinu áður. Niðaþoka skall á, meðan við vorum á Gríms- fjalli. Við paufuðumst þó með hægð niður af Svíalinúk eystri og slógum tjöldum kl. 1,40 nærri þar, sem aðalbækistöð okkar var 1955. Með morgninum gekk í blindbyl, og hélzt hann allan daginn og næstu nótt. Það skeði síðla þennan dag, að þúfutittlingur settist á hægri luktarhjálminn á snjóbílnum og horfði dökkum augum inn um framrúðuna. Áður en við kom- nmst út honunr til bjargar, hafði óveðrið svipt honum burt. Síðar um kvöldið var byrjað á gryfjugreftri, og sóttist það verk seint, því að stöðugt fennti niður í gryfjuna, en næsta morg- un var henni þó lokið. Var hún þá orðin 6.8 m djúp, og snjólagið frá vetrinum reyndist um 5.8 m. Hvannadalshnukur — Kverkfjöll. Kl. 15,50 þann 31. maí var lagt af stað frá Grínrsvötnum og stefna tekin á Ivverkfjöll, en eftir að hafa heyrt síðdegisveðurfregnir, senr spáðu norðanátt, var snúið við og stefnt á Öræfa- jökul, í von um að þar nrundi birta til. Ný- snævislagið var nú orðið 30 cm þykkt og færi mjög þungt. Bílalestin silaðist áfranr í blindu til kl. 11 um kvöldið. Þá tók að birta með norð- anátt, og vorum við þá á réttri leið, skanrmt norður af Hermannaskarði. Frostið var orðið 9 stig. Meðan snjóbíllinn beið eftir víslunum, senr voru miklu hæggengari, nutum við þess að sjá Öræfajökul svipta af sér þokulrnjúpnum. Bratt er og langt úr Hermannaskarði suður á 1922-nretra öxlina, og stóðst það á endum, að við konrum þangað og morgunsólirr roðaði Hvannadalshnúk, en hjarnbreiðurnar voru enn blágráar allt í kring. Hafði ég eigi áður komið svo nærri hæsta tindi landsins, og þótti mér reisn hans nreiri en ég lrafði ætlað. Ekið var yfir 2.041-metra bunguna, — sem nefna mætti Hœstubungu, þar sem hún óurrrdeilanlega er hæsta bunga landsins, — og námum staðar aust.- an undir hamraþili Hvannadalshnúks kl. 6,30. Með því að ganga upp að hamrinum, svo nærri sem ég komst, og virða hann fyrir mér í sjón- auka, sannfærði ég mig um, að hann er allur úr liparíti gráu, og er það ljósleitara ofan til í hamrinum. Venja mun að ganga á lrnúkinn sunnan frá, því að vrðar sprungur varna uppgöngu að norð- 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.