Jökull - 01.12.1956, Page 43
3. mynd. Grendill með
benzínbirgðirnar við
Hvannadalshnúk. —
One of the wiesels at
Hvannadalshnúkur.
Ljósm. A. Kjartansson.
bjart yfir Grimsvötn að líta. Þar höfðu þær
breytingar orðið á síðan í júní 1955. að flat-
neskjan mikla hafði greinilega hækkað nokkuð
og var alveg slétt yfir að líta, en í suðvestur-
horni kvosarinnar, þar sem gígur myndaðist
1934, hafði síðan sumarið 1955 myndazt djúpt,
hringlaga ketilsig, á að gizka 200 m i þvermál.
Var stundum svo að sjá sem einhverja gufu
legði þar upp, en ekki varð úr því skorið til
fulls. Hitinn í Hithól á Grímsfjalli var óbreytt-
ur frá árinu áður.
Niðaþoka skall á, meðan við vorum á Gríms-
fjalli. Við paufuðumst þó með hægð niður af
Svíalinúk eystri og slógum tjöldum kl. 1,40
nærri þar, sem aðalbækistöð okkar var 1955.
Með morgninum gekk í blindbyl, og hélzt hann
allan daginn og næstu nótt. Það skeði síðla
þennan dag, að þúfutittlingur settist á hægri
luktarhjálminn á snjóbílnum og horfði dökkum
augum inn um framrúðuna. Áður en við kom-
nmst út honunr til bjargar, hafði óveðrið svipt
honum burt. Síðar um kvöldið var byrjað á
gryfjugreftri, og sóttist það verk seint, því að
stöðugt fennti niður í gryfjuna, en næsta morg-
un var henni þó lokið. Var hún þá orðin 6.8 m
djúp, og snjólagið frá vetrinum reyndist um
5.8 m.
Hvannadalshnukur — Kverkfjöll.
Kl. 15,50 þann 31. maí var lagt af stað frá
Grínrsvötnum og stefna tekin á Ivverkfjöll, en
eftir að hafa heyrt síðdegisveðurfregnir, senr
spáðu norðanátt, var snúið við og stefnt á Öræfa-
jökul, í von um að þar nrundi birta til. Ný-
snævislagið var nú orðið 30 cm þykkt og færi
mjög þungt. Bílalestin silaðist áfranr í blindu
til kl. 11 um kvöldið. Þá tók að birta með norð-
anátt, og vorum við þá á réttri leið, skanrmt
norður af Hermannaskarði. Frostið var orðið
9 stig. Meðan snjóbíllinn beið eftir víslunum,
senr voru miklu hæggengari, nutum við þess að
sjá Öræfajökul svipta af sér þokulrnjúpnum.
Bratt er og langt úr Hermannaskarði suður
á 1922-nretra öxlina, og stóðst það á endum, að
við konrum þangað og morgunsólirr roðaði
Hvannadalshnúk, en hjarnbreiðurnar voru enn
blágráar allt í kring. Hafði ég eigi áður komið
svo nærri hæsta tindi landsins, og þótti mér
reisn hans nreiri en ég lrafði ætlað. Ekið var
yfir 2.041-metra bunguna, — sem nefna mætti
Hœstubungu, þar sem hún óurrrdeilanlega er
hæsta bunga landsins, — og námum staðar aust.-
an undir hamraþili Hvannadalshnúks kl. 6,30.
Með því að ganga upp að hamrinum, svo nærri
sem ég komst, og virða hann fyrir mér í sjón-
auka, sannfærði ég mig um, að hann er allur úr
liparíti gráu, og er það ljósleitara ofan til í
hamrinum.
Venja mun að ganga á lrnúkinn sunnan frá,
því að vrðar sprungur varna uppgöngu að norð-
41