Jökull - 01.12.1956, Blaðsíða 33
skarð. Gekk drjúgan undan brekunni, en tveir
stjórnuðu sleðanum, og höfðu eitt band hvoru-
rnegin að framan. Síðan var keyrt á fullri ferð
niður irrekkuna, en hún var löng og mátulega
brött. Er komið var niður á lægðina fyrir ofan
Skeiðarárjökul, varð færið verra, aðallega ójafnt
og mishæðótt. Veðrið var með afbrigðum gott,
eins og það hafði verið alla leiðina, ef til vill
fullmikið af sólskini. Við urðum að ganga með
hlífar fyrir andlitinu, til þess að verjast sól-
bruna. Um kl. 11 var sólbráð orðin svo mikil,
að við tjölduðum. Þarna sváfum við til kvölds
og lögðum aftur af stað rétt eftir miðnætti 2.
júlí í fimmta áfanga.
Nú var ætlunin að komast í Hermannaskarð.
Þegar við héldum af stað, var allhvasst norðan
eða norðvestan. Við gerðum tilraun með að setja
upp segl á sleðann, til þess að létta dráttinn,
en þar sem vindur var of mikið á hlið og færi
afar óslétt, gekk það ei eins og við höfðum von-
að, en léttir var þó að. En þegar vindstaðan
breyttist, var ekki um annað að ræða en að
halda áfram að draga eins og áður. Okkur mið-
aði sæmilega og komum í Hermannaskarð kl.
9.30. Var nú eldað háfjallasúkkulaði og síðan
lagzt til svefns. Þá var veðri brugðið, þoka sigin
á fjöll og suddaði úr þokunni.
Hófst nú sjötti áfangi, og var upp Oræfa-
jökul að sækja. Lagt var af stað um miðnætti
i niðaþoku, og mundum við vart hafa haldið
áfram, ef eigi hefði notið við skriðbílabrautar
þeirra Guðmundar Jónassonar, sem hann hafði
sagt að lægi að Hvannadalshnúk. Oft þótti okk-
ur ekki valin stytzta leiðin, en þokan hélt okkur
við hana. Þarna var sums staðar mjög bratt,
færið blautt og drátturinn því mjög þungur. A
leiðinni upp rofaði einu sinni aðeins til í aust-
urátt, og sáum við þá Þuríðartind blasa við.
Annars sáum við aldrei neitt alla leiðina og
vorum orðnir dauðuppgefnir, er við loksins
tjölduðum utan til í Tjaldskarði — enn í niða-
þoku. Leit ekki vel út um draurn okkar, að fá
heiðskírt á hæsta tindinn. En vonin lífs er
verndarengill!
Daginn eftir var veðrið eins. Haldið var af
stað kl. 13 og enn fylgt sporum Guðmundar
fónassonar. Er við höfðum gengið í tvo tíma,
rofaði allt í einu til, og framundan á hægri
hönd blasti Hvannadalshnúkur við í allri sinni
dýrð. En brátt hvarf hann aftur í þokuna. Var
nú haldin ráðstefna og sú ákvörðun tekin, að
halda áfram. Var tjaldað skammt frá Knapp kl.
7 þ. 4. júlí og ætlunin að biða þar eins lengi
og tími leyfði og snúa við og halda á tindinn, ef
upp birti. Þegar við fórum að sofa um 10-leytið,
var farið að rigna, svo að ekki var nú útlitið
gott! Þegar við vöknuðum kl. 18.30, var sæmi-
lega bjart, sól á lofti. Var nú tekið óspart á
dugnaðinum, snúið til baka, lausir við áhyggjur
og sleðadrátt, og kl. 22.30 vorum við komnir á
tindinn. Var útsýnið ógleymanlegt, þó ekki sæ-
ist til byggða, því að þokan lá í ullarbólstrum
yfir öllu, aðeins hæstu tindar stóðu upp úr
laugaðir skini kvöldsólarinnar. Félagi okkar,
Ijósmyndarinn, festi þessa dýrð á mynd, eins
vel og fjölvísum manni úr þeirri stétt er fram-
ast unnt, en allir óskuðum við hver öðrum til
hamingju með giftusama ferð, sem hér með var
staðreynd. Var svo hraðað för til baka, farangur
upp tekinn og lagt af stað um nóttina kl. 3.30
þ. 5. júlí. Gekk ferðin mjög að óskum niður
jökulinn, milli Knapps og Rótarfjallshnúks, þó
að leita yrði fyrir sér um leiðir og krækja fyrir
sprungur. Kl. 6.30 lauk ferð á jökli, og hófst.
nú erfiðasti kafli ferðarinnar, að bera allt silt
hafurtask um urð og grjót, þó að niður í rnóti
væri. Samt tók það enda eins og annað í heimi
hér, og niður að Knappavöllum komum við
um morguninn kl. 11.30 og höfðum þá verið á
ferðinni í 15]/2 klukkustund. Á Knappavöllum
skiptum við okkur á bæina og fengum góðar
viðtökur. Þaðan fórum við með bíl til Fagur-
hólsmýrar og daginn eftir með flugvél til Reykja-
víkur. Var það þægilegur og skemmtilegur endir
á velheppnaðri ferð.
Að lokum vildum við benda þeim á, sem
kynnu að fara svipað ferðalag, að ætla sér ekki
of nauman tíma, því að mikið er fyrir svona
ferð haft og illt að geta ekki dokað við einn
eða fleiri daga til jress að draumurinn rætist.
Ekki mátti miklu muna hjá okkur vegna tíma-
leysis. Svo tökum við undir orð Guðmundar
frá Miðdal: Gangið á Hvannadalshnúk, allir
þér, sem eigið þess nokkurn kost, og ykkur mun
aldrei iðra þess. Björguin Ólafsson.
ABSTRACT. Five young men travelled from
the hut Jökulheimar to Grimsvötn and from
there to Orœfajökull, where they ascended
Hvannadalshnúkur in fine loeather. From tír-
œfajökull they xoent to Fagurhólsmýri on the
South Coast tuhere they took an air plane lo
Reykjavik. The whole trip from Reykjavik and
back took nine days.
31