Jökull


Jökull - 01.12.1956, Side 28

Jökull - 01.12.1956, Side 28
Á Heiðinnamannadal. T. h. skarð yfir í Hafr- árdal. Tindurinn fyrir miðjum dalbotni mætti heita Heiðingi. — The small glacier in íhe Heathens’ Valley. 3. GLJÚFRÁRJÖKULL. Laugardaginn 29. júlí fór ég frá Urðum kl. 09. Fylgdi mér piltur þaðan að Ivóngsstöðum í Skíðadal. Komum þangað kl. 11. Oskar Júlíusson bóndi á Kóngsstöðum tók vel erindi mínu um fylgd fram að Gljúfrár- jökli, en hann blasir við því nær í hásuður frá Iíóngsstöðum nálægt botni. Skriðadals, og er sjónhendingarvegur þangað um 8 km. Gljúfrárdalur er stuttur afdalur úr Skíða- dal. Hann er hengidalur og mynni hans um 120 m yfir botn Skiðadals. Jökullinn liggur í djúpum hringmynduðum dalbotni og horfir beint í hánorður. Sporðurinn er í 560 m hæð á korti. Hájökullinn nær upp i 1200 m. Lengd jökulsins alls frá norðri til suðurs er um 3500 m og mesta breidd nálægt 2000 m. Flatarmál hér um bil 4 km2. Svipar honum allmjög til eystri sporðs Tungnahryggsjökuls. Neðan úr dal sést ydda á dökkleita nibbu yfir miðjum jökli. Heitir hún Blekkill og er á suðurbarmi jökulskálarinnar, 1262 m að hæð. Mælingamerki: Gi Varða á stóru Grettistaki. Go Varða 30 m nær jökli. Frá Go að jökli 68 m. Frá G2 eru um 10 m niður að ánni í gilbotni og jökulsporður í gili endar um 10 m ofan við merkið. Jökullinn hefur ekki alls fyrir löngu náð um 800 m lengra niður í dalinn. Vegalengdin er þó ágizkun. Sést þar glögg V-löguð byrjun á liliðaröldum. Hlíðar eru skriðu orpnar, en gróð- urteigingar meiri hátt í hlíðum en hið neðra. Virðist jökullinn hafa náð um eða yfir 100 m upp í hlíðarnar rétt neðan við núverandi sporð. Ur minni Gljúfrárdals sást vel inn í botn Vesturárdals. Norðarlega í eggina er lítið skarð og fallegur jökulbunki undir því. Handan (vest- an) skarðsins mun vera Ingjaldsskál í Kolbeins- dal. Botnar Skíðadals, Vesturárdals og Þverár- dals liggja hlið við ltlið, og eru í öllum tals- verðir jöklar, er horfa gegnt austri. 4. HEIÐINNAMANNADALUR. Að loknum athugunum í Gljúfrárdal, hélt ég norður úr dalnum og upp í mynni Heiðinna- mannadals, sem er austan Gljúfrárdals og nærri samhliða honum, en miklu hærri. Mynni hans er um 300 m yfir botni Skíðadals. Fylgdi Óskar mér upp í dalmynnið, en hvarf þá aftur. Ég ráðgerði að ganga af Heiðinnamannadal niður Hafrárdal til Hörgárdals. I botni Heiðinnamannadals er jökulbunki all- mikill, einkum að vestanverðu, undan skarð- inu yfir í Hafrárdal. Fyrir miðjum botni, norð- an skarðsins, er allmikilúðlegur tindur (1352 m), nafnlaus. Mætti kalla hann Heiðingja. Annað skarð er austan við tindinn yfir í Lambárdal, og er þar einnig jökull, en miklu minni en að vestan. Mikil og falleg jökulalda liggur í boga fram- an við jökulinn og urðarbotn innan við. Aldan er 10—15 m há og um 400 m löng. Merki: Hi varða á jökulöldu nálægt miðju. H2 varða á steini 180 m frá Hi. Frá H2 voru 30 m að vetrarsnjó. Þaðan áætlaðir um 40 m að jökulrönd eða 70 m alls frá H2 og 250 m frá Hi- Mér mældist hæðin 834 m við Hi og 845 m við jökulsporð. Jökullaust virðist vera í þeirri hæð austan til í botninum, og mun jökulsporður í eystra skarð- inu vera í h. u. b. 945 m hæð. Á miðjum jökul- sporði er talsverð grjótdreif og vottar fyrir mið- rönd í stefnu á fjallsnefið. Að verki loknu hélt ég sem hraðast niður Flafrárdal, og er það heldur leiður vegur og seinfarinn vegna þvergilja. Ivom að Barká t Hörgárdal kl. 20.15 eftir 4.15 stunda gang úr mynni Heiðinnamannadals. Þar frá má draga um 1.15 st. fyrir vörðuhleðslu. — Fyrir botni Hafrárdals virtust mér tveir greinilegir hjallar, hinn efri í 865 m hæð og hinn neðri 750 m. 26

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.