Jökull


Jökull - 01.12.1965, Blaðsíða 29

Jökull - 01.12.1965, Blaðsíða 29
SIGURJÓN RIST: Tungnárjökull Um tíundi hluti íslands er hulinn jöklum. Þeir eru frostlausir (0° C.) að sumrinu og ná nú hvergi alveg að sjó. Hin stutta og vatns- mikla á, Jökulsá á Breiðamerkursandi, þrífur með sér einstaka jaka tit úr lóninu við jökul- röndina og svo flytja Kötluhlaup og Skeiðarár- lilaup ísborgir og íshröngl allt til hafs. Að öðru leyti kemst jökulísinn hér á landi ekki til hafs í sínu fasta ástandi, og er það allólíkt því, sem gerist í ríkum mæli á Grænlandi og Svalbarða. Þegar þess er jafnframt gætt, að úrkoma er meiri á jöklum en auðu landi, þá er auðsætt að leysingavatn jöklanna, jökulvatnið, setur sterkt svipmót á rennslisháttu landsins. Enda er það svo, að allar stórár landsins fá vatn úr jöklum að einhverjum hluta. Af því leiðir, að rennslisskýrslur og þá áætlanir og spár, sem á þeim eru byggðar, verða ótryggar, ef lilutur jökulvatnsins er illa skilgreindur. Allt frá ár- inu 1930 hafa víðs vegar um land verið mældar lengdarbreytingar á jökultungum. I ljós hefur komið, svo ekki verður um villzt að jökuljaðr- arnir hafa hopað, þ. e. a. s. leysingin þar verið meiri en aðrennsli jökulíssins. Hinar raunveru- legu rúmmálsbreytingar jökulmassans vitum við liins vegar harla lítið um til þessa. Það var ekki fyrr en á allra síðustu árum, að hafnar voru mælingar þversniða, sem hnigu í þá átt að ákvarða mætti rúmmálsbreytingar. Verkefnið er hvergi nærri einfalt. Það skiptir þó meginmáli, hvers konar jökul er við að fást. A skarpt aðgreindum daljöklum er hægt að ganga beint til verks. Allt vatn jökulsins lendir í einni og sömu á, á dalsins, og það er aðeins hún, sem er háð breytingum jökulsins. Vatns- búskapur jökulsins alls og árinnar mynda eina heikl. Þetta á við um jöklana á Norðurlandi, jökla í Olpum, svo að dæmi séu nefnd. Þegar aftur á móti er glímt við st.óra jökulfláka, sem flæða um hóla og hæðir og eru sameign margra vatnsfalla, verður viðfangsefnið margbrotnara og allflókið. Vatnajökull, Hofsjökull, Langjökull og Mýr- dalsjökull skiptast allir milli margra vatna. Það er t. d. ekki nægilegt að reikna „tekjur og gjöld“ jökulspildunnar A, það verður jafnframt að segja til um, hvaða vatnsföllum hún greiði sinn skatt. Mörkin, þ. e. a. s. vatnaskilin, eru hvergi nærri auðfundin á flötum 600—800 m þvkkum hjarnbreiðum Vatnajökuls. Eigi er öruggt, að vatn streymi í sömu átt niður við jökulstæðið sem jökli hallar á yfirborði. Nákvæm kort sam- kvæmt þykktarmælingum eru veigamikil gögn, þegar ákvarða skal skilin. Einnig þarf skrið- stefna jökulíssins á hverjum stað að vera þekkt. Margt fleira kemur að góðu haldi við að ákvarða skilin. Hér skal aðeins tvennt nefnt sem eins konar sýnishorn. Elaustið 1955 (sjá Jökul 1955) og svo aftur veturinn 1964 kornu allmikil jökulhlaup í Skaftá, en samtímis mynd- aðist ketilsig norðvestur af Grímsvötnum. Ketil- sigið gefur ótvírætt til kynna, að Skaftá sækir vatn sitt þangað norður. Hitt atriðið, sem hér skal nefnt, er, að þegar Brúarjökull var hlaup- inn veturinn 1963/64, mátti rekja samfellt sprungusvæði vestur á bak við Kverkfjöll (að sunnan). Ætla má, að Jökulsá á Dal og Kreppa seilist eftir vatni svo langt vestur á jökulinn, sem sprungusvæðið sagði til urn. Að Jökulsá á Dal fái væna skák af jökli er í góðu samræmi við hið mikla sumarvatn hennar. Þannig mætti lengi telja. Öllum slíkum vís- bendingum ber að halda til haga, og er Jökull rétti vettvangurinn til að geyma þær og varð- veita. Hér var annars ætlunin að ræða sérstaklega um Tungnárjökul, því að einmitt þar hefur Jöklarannsóknafélagð í hyggju að taka upp það verkefni að finna og ákvarða með þeirri ná- kvæmni, sem tiltæk er, þá sneið úr Vatnajökli, sem sendir afrennslisvatn sitt til Tungnár og kallast Tungnárjökull. Verkefnið er: 1. Ákvarða vatnasvið Tungnár á jökli. 2. Vatnsbúskapur Tungnárjökuls. Hér skal skýrt frá byrjunarframkvæmdum: a) Sumarið 1959 var mælt snið, 3.3 km inn á jökulinn frá Nýjafelli, sjá Jökul 9. ár, bls. 19—21, skýrsla Steingríms Pálssonar. b) Sumarið 1959 var mælt snið milli Páls- fjalls og Kerlingar (hinnar syðri), sjá Jökul 1959, 9. ár. JÖKULL 135

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.