Jökull - 01.12.1965, Blaðsíða 34
HANNES JÓNSSON, NÚPSSTAÐ:
Ymislegt um Skeiðarárjökul
Úr bréfi iil J.Ey. dags. 6. október 1965.
Nú, 3. október (fyrir tveimur dögum) var
mælt þar, sem vant er, og hefur jiikuflinn skrið-
ið fram 30 til 31 metra og er nú sem stendur
brattur og nokkuð hár við brún. Er sýrulegur
gangur í honum, og svo er í jökulbrúninni svo
langt austur eftir sem sést. — Máske fer hann
að ganga fram á sínar fyrri stöðvar. Ekki er
gott að taka fyrir slíkt.
Eg bið þig skila kveðju til vinar míns, Sigur-
jóns Rist, og segja honum, að ekki sé ég honum
að öllu sammála um það, er hann hélt fram í
útvarpserindi sínu í sumar, með útföllin á vötn-
unum undan Jökli.
Súlná kom aldrei undan jökli við Fjall, svo
menn liefðu spurnir af, fvrr en á árunum 1894/
1895, að hún tók upp á því að koma þar út
og rann um tíma eða rúmt ár inn með Eystra-
fjalli og inn undir Kleifnanef framan við Stað-
arhól, færði sig svo smám saman fram á aurana
og var nokkur ár við Loftsárnar með útfalli
rétt við Fjall — og færði sig lítið eitt framar í
hlaupum.
En fyrir þann tíma kom hún út fullum 4 km
fyrir framan Eystrafjall (eða jaínvel 5) og féll
þá beint vestur í kletta, er kallast Mígandifláar,
og þar lá hún 1860, er jökullinn átti aðeins
10 faðma vestur í Núpsvötn, sem lágu undir
klettunum. En frá því útfalli hafa sjálfsagt verið
6—7 km inn að fjalli. Þá fóru menn inn Skógar-
brýr eða Skollastíg til þess að komast inn í
Skóga og Eystrafjall til kolagerðar og smölunar.
Eg verð víst að liætta þessu. Eg sé ekki til að
fylgjast með línunum---------Langar mig þó til
að [skrifa meira] bæði um gang jökulsins og
hlaup. — -----
Eftir 1860 fór jökullinn að kippast til baka,
en skildi eftir öldur, sem héldust að nokkru til
1913, svo að ég sá, hve skammt jökullinn átti í
vötnin, en allt er [nú] horfið af framburði í
hlaupum og svo er sléttað úr múgunum. Það
er svo margt, sem mig langaöi að segja viðvíkj-
andi jöklinum og hlaupunum. — Það verður allt
að deyja út með mér.--------
10. okt.
Get ekki stillt mig um að bæta við þetta, og
lengi getur vont versnað.
Fyrsta Skeiðarárhlaupið, sem kom í mínu
minni, var árið 1887,*) og festist það helzt í
mér af umtali, er ég lilýddi á. Eg held maður-
inn hafi heitið Sveinbjörn, bróðir Sigurðar
Olafssonar sýslumanns á Kirkjubæjarklaustri,
síðar í Kaldaðarnesi. Ffann var á ferð út yfir
Skeiðarársand nokkru eftir þetta hlaup. — Asamt
sinu [eigin] útfalli sprengdi Súla jökulinn við
Blautukvísl, og það vakti einkum undrun
Sveinbjarnar, að flóðið hafði borið jökuljaka
upp í lægð uppi á næstvestustu Sandgígjunni
og var að mæla það út, hvað vatnið í farvegum
Núpsvatna hefði verið djúpt, er það flutti jak-
ann upp á Gígju.
Næsta Skeiðarárhlaup kemur 1892 [12. marz].
Það er sérstakt að því leyti, að það bar svo
mikla jökulleðju, að aldrei hefur þvílikt sézt
síðan, og það kom svo brátt og þvarr fljótt. A
pálmasunnudag sást einhver kolmórauð vætla
renna fram ísinn á ánni og eins á mánudag, en
á þriðjudag brýtur hún alla jökulbrúnina, svo
að menn höfðu aldrei séð þvílíkar hamfarir, þó
gamlir væru.
Ffér kom hlaupið fram á skírdagsmorgun. Við
stóðum úti og vorum að ráðgast um kirkjuferð.
Heyrðum þá allt í einu voðanið í Núpnum,
sem stórveður stæði i hann. En það leystist
brátt úr því. Það kom veltandi flóðbylgja fram
hjá Hlíðarhorninu, og stefndi hún fram á sand-
inn. Hlaupið fór yfir mýrina fyrir vestan bæ-
inn, þar sem vanalega eru engjarnar, og skildi
þar eftir hnédjúpa leðju, sem ekkert gras kom
upp úr í nokkur ár. En seinna varð þetta náma
bæði í lieytekju og leðjan brúkuð í staðinn
fyrir sement innan í eldavélar og entist ótrú-
lega vel.
En svo var annað við þetta hlaup, sem ég
átti erfitt með að trúa og það enn í dag, en
hef þó ekki góða ástæðu til að rengja.
Vestmannaeyingar voru á sjó, — að öllum lík-
indum hefur það verið á miðvikudag, — og þá
umhverfist sjórinn, svo að þeir flúðu af mið-
1) í ágústmánuði. Um þetta hlaup skortir
Þorvald Thoroddsen allar heimildir í Eldfjalla-
sögu. — Ritstj.
140 JÖKULL