Jökull


Jökull - 01.12.1965, Blaðsíða 32

Jökull - 01.12.1965, Blaðsíða 32
4. mynd. Snjómastur nr. 3 á Tungnárjökli 12. júní 1965. Ljósm. S. Rist. LEYSINGARSTEN GUR J NÝjAFELLSLÍNU Borað var fyrir stöngunum með heitu vat.ni. Kósangasbrennari var notaður og vatnshitunar- tæki frá Vatnamælingum. Heita vatnið var leitt frá hitaranum í grannri gúmslöngu. Grannt koparrör var í enda vatnsslögunnar. Rennsli heita vatnsins var temprað þar. Utan um vatns- slönguna fremst var y2 m langt járnrör til að fá þyngd og stýringu. Það var einangrað með gúmbandi að utan. Utan um þessa grönnu vatnsslöngu var önnur gúmslanga víðari og voru samskeyti þeirra alveg vatnsþétt. Hitatap út um leiðsluna var mjög lítið, þótt holurnar stæðu ætíð fullar af vatni. Aðferðin gafst mjög vel, en ég hef þó hug á að endurbæta útbúnaðinn. Bræðslan tók 13—15 mín. pr. metra. Merkiplata með númeri (húsa- plata) var sett á stangarendann, sem stóð upp úr jökli. Leysingarstöng nr. 1. Merki 1. Er um 1000 m frá jökuljaðri, á Nýja- fellslínunni. 8. júní 1965: í holunni eru, talið að neðan og upp: 2 metra stöng, þá 2 metra stöng, 4,65 m oregonpine stöng og loks 1 m stöng. Stangir alls 9,65 m. Yfirborð jökuls var við 9,53, j^. e. a. s. stangirnar stóðu 12 cm upp úr ísnum. Leysingarstöng nr. 2. Merki '2 er um 2000 metra frá jökuljaðri. Hinn 8. júní 5 stangir í holunni, allar 2 metra langar, neðsta stöngin þyngd járn- búti. 55 cm stóðu upp úr holunni (8. júní 1965). Leysingarslöng nr. 3. Merlú 3. Við enda 4 km línunnar frá Nýja- felli. 8. júní 1965: 5 stengur í holunni, allar 2 metra langar, neðsta stöngin þyngd með járnbúti. 50 cm stóðu upp úr snjó. Þarna var 28 cm snjór frá síðasta vetri, en þar undir jökulís. Eðlisþyngd snævar var 0,55. SNJÓMÖSTUR Reist voru þrjú snjómöstur. Þau fengu núm- erin 1, 2 og 3. Snjómæling var gerð hjá þeim. Snjómastrið, sem reist var nálægt Pálsfjalli haustið 1960, fékk nú númerið 4 (2. mynd). Signrjón Rist. 138 JÖKULL

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.