Jökull - 01.12.1965, Blaðsíða 38
PÉTUR SUMARLIÐASÖN:
Vatnshæðarmæling í Tungnaá við Félaga sumarið 1965
Oscillations of River Tungnaá at Jökulheimar in Summer 1965
Jökulheimar, hús JÖRFI (Jöklarannsóknafélags
íslands), stendur á hraunnefi, og sér þaðan vel
yfir næstum marflata ármelana. Þegar Tungnaá
byltist fram í óteljandi kvíslum, virðist stund-
um eins og ljósgráir risakaðlar liggi eftir eyr-
unum.
Breytileiki vatnsmagnsins fer ekki fram hjá
neinum, sem dvelst til lengdar í Jökulheimum.
Ég hafði dvalið á þessum stað ágústmánuð
1963 og þá oft veitt þessu athygli, en verkefni
mitt var þá veðurathuganir á þessum stað fvrir
Veðurstofu íslands.
Síðan hef ég dvalið þarna í tvö sumur, 1964
frá 1. júní til 1. september og sumarið 1965
frá 1. júní til 12. september.
Sumarið 1964 gekk ég oft að ánni og fylgdist
með breytileik hennar. Varð það til þess, að
sumarið 1965 fékk ég Sigurjón Rist til þess
að setja niður vatnshæðarkvarða í ána. Var
kvarðanum valinn staður við Heimari-Félaga,
en þar fellur áin í gegnum gamlan gíg og ligg-
ur í kreppu milli gígveggjanna.
Aðstaðan á mælistað var þannig, að áin féll
í eins metra djtípum farvegi upp að rauðagjalls-
nefi, en í vari undan straurn var kvarðinn
settur.
Fyrsti álestur á kvarðann var kl. 10.00, þann
S. júní, og var vatnshæðin þá 114 cm.
Fjarlægð frá mælistað að meginupptökum
Tungnaár í Jökulkrók við Jökulgrindur er um
5 km. Á þessari leið rennur áin um hallalitla
jökulsanda. Um þá kvíslina, er kemur úr Innri-
Tungnaárbotnum, ræðir síðar.
Fjarlægð frá Jökúlheimum að mælistað er um
2 km.
Fyrstu vikuna fór ég eins oft að mælistað
og tími og aðstæður leyfðu til þess að revna
að finna, hvenær væri hámark og lágmark í
ánni.
Virtust sterkar líkur fyrir því, að lágmarkið
væri kl. 8—10, en hámarkið um kl. 16—17.
Hins vegar vantar að vita, hversu snöggt áin
vex, Eru þó til nokkrir samfelldir álestrar með
stuttu millibili, er sýna vel, hversu ört hún
hefur vaxið.
Auðvitað er öll hegðun árinnar háð veðrinu
og fyrst og fremst hitastiginu.
Eftir að vitneskja hafði fengizt um tíma lág-
marks og hámarks, reyndi ég að ná sem flest-
um aflestrum á þeim tímum, en því miður eru
stórar eyður í þessa álestra, bæði vegna þess
að þeir voru algert aukaverk og einnig vegna
annarra atvika, er síðar verður um getið.
Sumarið 1965 náðust um 200 álestrar, er
skiptast þannig á mánuðina: júní 71, júlí 79,
ágúst 29 og september 23.
Lægstu og hæstu álestrar yfir tímabilið eru
Jrannig:
Lágmark:
108 cm 23. júní kl. 8.00.
115 cm 3. júlí kl. 8.00.
193 cm. 10. ágúst kl. 8.30.
120 cm 10. sept. kl. 10.20.
Séð niður eftir ánni. Dökku Jrústirnar báðum
megin ár eru rauðagjallshólarnir, sem hér eru
kallaðir „Félagar".
144 JÖKULL