Jökull


Jökull - 01.12.1965, Page 40

Jökull - 01.12.1965, Page 40
 TAFLA IV. Septembermánuður. a K> t ® C3 a c ••rt c > C > S £ bc 44 'C3 05 6 -° -g1 o J > ’tt so aj S B O 44 o 7. 10.20 125 0.7 0.6 -t-2.0 0.7 16.20 135 1.0 1.8 — 8. 10.20 125 -f- -0.2 -r-2.6 -~4.0 — 16.10 129 0.7 1.0 — 9. 10.20 123 h- -0.1 ^-2.4 h-3.0 — 16.10 129 0.9 1.6 — Um leið og ég steig í ána, varð ég þess var, að það dúaði eða lét undan i'æti fyrstu skrefin, iíkt og ég gengi á mosa, en er lengra kom út í ána, var flughált á grjóti. Snéri ég þá við og óð aðeins til baka, rétti hendi um 50 cm að botni, og var þar sveilað á grjóti. Nær landi náði ég svolitlu klakastykki frá botni. Ofan á því sat um 2—3 cm. ísfinnungur, og var það mýktin, sem ég liafði fundið undir fæti, Var engu líkara en þessi ísfinnungur, grunnstingull, væri vaxinn frá botni. Þegar kvarðinn var settur niður þ. 7. jtiní, lá áin í einum streng um eins m djúpum og um 40 metra breiðum fram hjá mælistað, en vætlaði upp á bakkann í smásytru. Vatnsfallið allt vár ekki meira og virtist heldur smátt, þegar litið var yfir ármelana í gígbotninum af Heimari-Félaga. Eins og töflurnar bera með sér, var vatns- borðshækkunin slík, að flaut yfir allt á milli gígveggja. Með júlímánuði fer verulega að vaxa í ánni, og 15. júlí skrifa ég í dagbókina: „Mjög mikið flug í ánni, liggur öli við mælistaðinn. Stórir jakaklumpar byltast í straumnum. Sér mikla leysingu í jökuljaðrinum." Þann 13. ágúst fór áin með mælitækin, og eftir það skrifaði ég aðeins „líklega vatnshæð“, en 26. ágúst hef ég gert þá athugasemd, að „fjarar verulega í ánni“, og eftir það má segja að lágmarkið fari stöðugt lækkandi til 11. sept- eniber, er mælingum lauk. Það er mjög einkennandi við langdvöl í Jökulheimum, hversu árhljóðið er mest, þegar áin er minnkandi. Til clæmis bergmálaði um- hverfið af urginu í ánni mest á tímanum milli kl. 18 og 22.30, og virtist það ekki háð veður- breytingum. Grunnstingull Sé litið á septembertöfiuna sést, að dagana 8. og 9. sept. er hitastig vatnsins aðeins undir frostmarki. Þann 8. september kom ég að ánni kl. 10.20. Var hún þá ekki meiri en svo, að ég ákvað að reyna að vaða yfir liana. Sú hafði reyndar verið ætlun mín lengi, en aldrei litizt hún væð fyrr. Hinn 3. september kom ég að ánni við mæli- stað kl. 16.10. A vesturbakkanum átti ég geymd stígvél mín, er ég notaði til þess að vaða yfir smákvísl, svo að ég kæmist að mælistað. Meðan ég var að búa mig, sá ég að vatn hækkaði stöðugt og mynduðust smálænur. Oð ég síðan yfir kvíslina, en þegar ég kom til baka, sást greinilega, að fjarað hafði aftur í ánni. Var líkast sem snögg toppbylgja hefði f’arið fram hjá. Tel ég sennilegt, að þetta hafi verið Systra- kvísl, og hafi hún verið að koma fram. Frá Jökulheimum inn að fossinum Fleygi eru um 5 km. INNRI-TUNGNAÁRBOTNAR. Á landabréfi og í mæltu máli er Tungnaá talin hafa tvenn meginupptök undan jökli. Onnur upptökin eru í Fremri-Tungnaárbotn- um,1) en þar nærri standa Jökulheimar. Þar er og einnig svonefnd Botnaverskvísl, sem er öll ofanbráðnun og fellur um Botnaver og í Tungnaá milli Rata og Gnapa. Hin upptökin eru norðar, og kallast þar Innri-Tungnaárbotnar. Á kortinu eru þau upp- tök sýnd undir Iverlingum í Vatnajökli, en Kerlingar kalla ég „Jöklasystur“ og ána Systra- kvisl,2) en á kortinu er þessi kvísl nafnlaus. (Á gömlu partakorti er hún kölluð Ulfaldakvísl!) Nú rennur þessi kvísl á berghafti fyrir end- ann á Jökulgrindum, fellur þar í fossi niður á jökuleyrar og sameinast Jökulkrókskvíslinni. Fossinn nefnist Fleygir. 1) Nú orðið eru þessi upjttök inni í Jökul- krók, sunnan Jökulgrinda, og verða að teljast í Innribotnum. — Rilstj. 2) Aðrir nefna hana Jökulgrindakvísl eða Grindakvísl aðeins. — Ritstj. 146 JÖKULL

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.