Jökull


Jökull - 01.12.1965, Blaðsíða 33

Jökull - 01.12.1965, Blaðsíða 33
FJALLAMENN Hannes á Núpsstað um áttrcett. Hannes Jónsson á Núpsstað Hann er fæddur að Núpsstað 13. janúar 1880 og er því 86 ára, þegar þetta er ritað. Móðir lians, Margrét, var dóttir Eyjólfs bónda Stefáns- sonar, sem W. L. Watts gisti lijá og minnist lofsamlega í ferðasögum sínum (Norður yfir Vatnajökul, Rvík 1962). Hafa ættmenn Hannes- ar senn búið í 200 ár á hefðarbýlinu Núpsstað í Fljótshverfi. — Faðir Hannesar, Jón Jónsson, var fæddur að Hólmi í Landbroti, en bjó lang- an búskap á Núpsstað og var um skeið póstur milli Prestbakka og Bjarnaness, gildur maður á velli og fríður sýnum. Hannes er kvæntur Þórönnu Þórárinsdóttur, ættaðri úr Meðallandi. Hafa þau eignazt 10 börn, sem upp komust. Hannes á Núpsstað var einn póstur milli Prestbakka og Bjarnaness í 18 ár (1917—1935), en síðan í allmörg ár á móti Öðrum á póstleið- inni Prestbakka að Fagurhólsmýri. Meðan Flannes fór póstferðir að Bjarnanesil lá leið hans bæði yfir Skeiðarársand og Breiða- merkursand 15 sinnum á ári — fram og aftur. Má nærri geta, að Hannes hefur komizt í marga raun á ferðum þessum, og eru nokkur slík dæmi tilgreind í Söguþáttum landpóstanna. II, 149— 162. Öll sýna þau dæmi áræði Hannesar, hygg- indi og frábæra skýldurækni, — að skila póstin- um í tæka tíð. Frægasta póstferð Hannesar er án efa sú, er hann fór 31. marz 1934, yfir Skeiðarárjökul milli Jökulfells og Súlutinda. Þá var eldgos í Gríms- t'ötnum, stórhlaup í Skeiðará og Sandurinn ófær með öllu. Tveir bændur frá Skaftafelli, Oddur Magnús- son og Jón Stefánsson, fylgdu Hannesi nokkuð vestur á jökulinn. Talsverðar sprungur urðu á leiðinni, og urðu þeir að klifra ofan i gjárnar og upp úr þeim og yfir þunna kamba á milli. Póstinn og föggur sínar hafði Flannes í eftir- dragi á litlum skíðasleða. Snjór var í botni gjánna og brotasnjór utan í kömbunum, annars hefðu þeir varla komizt þetta. Niðri í gjánum, undir fótum sér, urðu þeir varir ókyrrðar og undirgangs, „þar sem skessan skreið fram undir jöklinum með óvæntu urri og leiðum ropum“. Þá er einna mest gekk á, sagði Hannes við Odd: „Hvers konar hljóð var þetta?“ Oddur svaraði: „Ætli lienni (þ. e. Skeiðará) þyki ekki óþarfi, að við séum að traðka ofan á lífinu á henni.“ Hannes komst heilu og höldnu að Núpsstað kl. 2 um nóttina — og í tæka tíð með póstinn að Kirkjubæjarklaustri á páskadag. Á öðrum stað í þessu liefti eru kaflar úr tveim bréfum frá Hannesi, þar sem hann rek- ur minningar sínar um hlaup á Skeiðarársandi bæði úr Grímsvötnum og Grænalóni. Þótt hönd- in sé tekin að lýjast og sjónin að daprast, þegar yngra bréfið er skrifað, ber það Ijósan vott um traust minni og næma athugunargáfu. Hafi hann góðu heilli gert. Frá því að ég kynntist Hannesi á Núpsstað fyrst, árið 1932, er hann fylgdi mér yfir Skeið- arársand, liefur mér alltaf fundizt hann sér- stakur öðlingsmaður og liöfðingi að upplagi, en hið sama eða svipað gæti ég að vísu sagt um fleiri sýslunga lrans. Hann liefur mælt breyt- ingar á vestanverðum Skeiðarárjökli í 35 ár og frætt bæði mig og aðra um margt náttúruundur á Jieim slóðum. Jón Eyþórsson. JÖKULL 139

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.