Jökull


Jökull - 01.12.1965, Blaðsíða 41

Jökull - 01.12.1965, Blaðsíða 41
Sumarið 1964 hafði ég grun um, að þessi á væri orðin lítill eða engin, og í byrjun septemb. það ár kom ég að ánni, og var farvegurinn þá þurr langt inn með Jökulgrindum. Þar sem þetta var önnur meginupptakakvísl Tungnaár, notaði ég hvert tækifæri, sem gafst, til þess að komast að ánni við Fleygi sumarið 1965. Naut ég aðstoðar og velvildar ferðamanna, er fóru á bílum sínum um næsta nágrenni Jökul- heima. Varð brátt augljóst, að jressi kvísl var ærið duttlungasöm, Jrví að stundum byltist hún gegn- um klapparrennuna og fvilti farveginn, en stundum mátti ganga þarna yfir þurrum fótum. Samkvæmt dagbókum hef eg komið að Systra- kvísl við Flevgi á þessum tímum: SYSTRAKVÍSL VIÐ FLF.YGI SUMARIÐ 1965 13. júní kl. ? Áin er 26. júní - 14-15 — er ekki 11. julí - 16 — er 4. ágúst - 13 — er ekki 6. ágúst - 12-13 — er ekki 10. ágúst - 11 — er 20. ágúst - 16,15 — kemur fram í flóðbylgju 3. sept. - 17,10 — kemur fram við Félaga. Þann 20. ágúst kl. 16.00 var ég staddur á hálsinum norðan við Fóstrufell og horfði það- an yfir þurran farveg árinnar. Þá, allt í einu, kl. 16.15, kom Systrakvísl belj- andi fram í einurn vatnsvegg, og voru varla nema 3 metrar milli vatnstungunnar og fullrar vatnsdýptar. Þann 3. september var ég við ána á mælistað við Félaga, eins og getið er hér að framan. Af töflunni virðist það augljóst, að önnur upptakakvísl Tungnaár sé orðin að — dægra- kvísl. Hitt er enn ekki vitað, hver rennslistími hennar er. Einsetumanni í Jökulheimum í 90—104 daga verður ýmislegt til dundurs. í framanskráðum línum hef ég reynt að segja frá einum þætti þess, er mér þótti athyglisvert í því umhverfi. 5. maí 1966. SIGURÐUR ÞÓRARI NSSON: Skárar á jökli í grein, sem ég ritaði í annan árgang Jökuls, 1952, lýsti ég þeirn bjúgmynduðu bárum á skriðjöklum, sem bezt verður lýst með meðfylgj- andi mynd. í erlendum vísindaritum eru slíkar bárur ýmist nefndar frönskum nöfnum, chevron eða ogivc, enda óvíða fallegri en í einum frönsk- um jökli, Mer de Glace, sem gengur niður frá Mont Blanc. Chevron er V-laga borði utan á ermi liermannastakks, en ogive er sperra eða oddbogi. Þar sem mér var ekki kunnugt um neitt íslenzkt heiti á þessu fyrirbæri, staklc ég upp á nýyrðinu svigða, sem ég þó raunar hafði hugsað mér að nota — og hafði jafnvel notað — um þær kröppu bugður á ám, myndandi meir en hálfhring, sem nefnast meander á vís- indamáli. En nokkrum árum eftir að ég skrif- aði greinina í Jökul, lærði ég það austur í Svína- felli í Oræfum, að þar væri þessar bárur á jökl- um kallaðar skdrar og hefði krökkum stundum verið sagt, að Ormur Stórólfsson hefði skárað þetta á jöklana. Ég tel því rétt að halda orðinu skdri senr heiti á ogive, en nefna meander ný- yrðinu svigða. The author proposes that in Icelandic ogives on glaciers should be termed skári, plur. skár- ar, a local name of this phenomenon used by farmers in Örcefi. Skdri means literally a sweep of a scythe in motving. The term svigða, plur. svigður, previously proposecl by the author. shoulcl be used for rneanders in rivers. Morsárjökull 1937. Ljósm. Ingólfur ísólfsson. JÖKULL 147

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.