Jökull


Jökull - 01.12.1967, Blaðsíða 13

Jökull - 01.12.1967, Blaðsíða 13
jökuls (öðru nafni Kötlujökull) og náði há- marki í Múlakvísl við brúna fyrir kl. 21.00 og sópaði henni burt. Hún var 54 m löng, steinsteypt og allrammger. Vatnsborðshækkun- in var þar 6,65 metrar og flutti vatnið all- mikið af jökum (sjá Mynd 1). Athuga ber, að brúin á Múlakvísl var þá austan Höfða- brekkuheiðar og norðan Selfjalls. Eftir hlaup- ið var hún endurbyggð, þar sem hún er nú, 8 km sunnar, þ. e. við SA-liorn Höfðabrekku. Hjá gömlu brúnni og neðan hennar er klettagil að Múlakvísl, farvegur allreglulegur og raunar hagstæður til útreiknings á vatns- rennslinu. Breidd farvegs 60 m og vatnsdýpi 4,8 m við hámark hlaupsins. A 246 m vega- lengd var fallið 1,80 m. Með hrjúfleikastuðl- inum M = 40 í Manningreglu gefa þessir stað- hættir rennslið 2500 m3/s ± 25%. Hlaupskvetta kom úr jöklinum nokkru aust- ar eða austur undir miðjum jökli og féll það vatn til Skálmar. Vatnið kom ekki undan jökuljaðrinum, heldur út úr honum í um 100 m hæð frá rótum hans. Þetta vatn var í senn minna að rennsli og magni heldur en vestra hlaupvatnið, eins og bezt verður séð af Mynd 2. Þegar vestra hlaupvatnið (sem féll til Múla- kvíslar) var í hámarki, kom það einnig að nokkru út úr jöklinum í 100 til 200 m hæð, en aðalmagnið kom út um útfallið við jökul- jaðar. Eystri hlaupskvettan, þ. e. sú, sem féll til Skálmar, féll frá jökiinum vítt og breitt um slétta aura og virtist því úr flugvélum séð, meðan hl'aupið var að brjótast fram, mikið vatn og geigvænlegt fyrir byggðina í Alftaveri. Nokkru ofan brúarinnar safnaðist vatnið sam- an á ný í reglulegan og beinan farveg, að vísu fremur grunnan með hraunhellubotni. Þar var hentugt að koma við mælingum á magni þess. Brúna tók af, og var hún endurbyggð á sama stað. STÆRÐ KETILSIGANNA Leiðangurinn, sem var á jöklinum við þykkt- armælinguna, gat ekki sökum þoku og dimm- viðris kannað þær breytingar, sem orðið liöfðu á jöklinum samtímis jökulhlaupinu. Hinn 4. júlí lögðum við þrír gangandi inn á jökulinn til að mæla sigdældir, sem myndazt höfðu samtímis hlaupinu. Þær liöfðu sézt úr flugvélum, en staðsetning var ekki nákværn. Félagar mínir voru Ragnar Þorsteinsson, f-Iöfða- brekku, og Sigurjón Böðvarsson, Bólstað. Sigdældirnar voru tvær (sjá Mynd 3). Okkur tókst að klöngrast niður í þær og mæla með „tachymeter“. Sú stærri var 1050 m víð efst og 80 m djúp. í botni hennar var mjög regluleg, hringlaga tjörn um 150 m í þvermál. Þar flutu myndarlegir jakar, og glufur voru til allra átta. Þarna niður við grunnvatnsborð Kötlugjár var grafarkyrrð og ró. (Sjá Mynd 3 og einnig mynd- ir í Jökli 1955 og 1957). Eins og Mynd 2 sýnir var rúmmál stærri sigdældarinnar 25 G1 ± 15% (1 G1 = 10° m3). Hin minni norðvestan við var 700 m í þvermál, um 15 m djúp og um 2 G1 að rúmmáli. Norðvestan Ytri-Ivötlukolls og víðar um Kötlukvosina mynduðust sprung- ur og smábrestir, sem gáfu til kynna nokkra hreyfingu jökulsins og sig hans. Sé þetta niður- sig hans áætlað um 1 Gl, er heildarrúmmálið 28 G1 ± 15%. Sumarið 1960 mótaði enn sæmilega fyrir stærri sigdældinni, en skömmu síðar var hún algjörlega horfin. STAÐSETNING KÖTLUGJÁR Strax er fréttist um ketilsig á Mýrdalsjökli, var spurt: „Er sjálf Kötlugjá hlaupin?" Eg svara þessu hiklaust játandi. Sé hins vegar stað- setning ketilsiganna á Mynd 1 í fyrri grein bls. 239 borin saman við Kötlu, eins og hún er sýncl á uppdrætti íslancls, blaði nr. 68, kemur í ljós, að hér er allmikill munur á. Islandsuppdráttur- inn sýnir hana nokkrum km SA og neðar. En engu að síður má telja fullvíst, að gosið 1918 hafi einmitt verið þar, sem ketilsigin mynd- uðust 1955. Skulu færð rök að þessu. 1) Miðin frá Vík á gosmökkinn 1918 falla inn á stel’nu að ketilsigunum. Mér voru sýnd miðin í júlí 1955 og mældi ég þau inn við föst merki. 2) Til er skýrsla, sem Jón Ólafsson kennari í Vík skrifaði eftir för fjórmenninga að Kötlugjá 23. júní 1919 (Gísli Sveinsson 1919). Ef vel er að gáð, kemur staðsetning Kötlu þar einkar vel heim við stað kctil- siganna. Helzt lítur út fyrir, að korta- gerðamenn að Islandsuppdrættinum hafi ekki haft skýrsluna undir höndurn eða misskilið liana, þ. e. ekki gert greinarmun JÖKULL 17. ÁR 247
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.