Jökull


Jökull - 01.12.1967, Blaðsíða 86

Jökull - 01.12.1967, Blaðsíða 86
þessara ferða var að ná sýnum af vetrarlaginu áður en veruleg bráðnun hófst, en í síðustu ferðinni, sem farin var gangandi 11.—14. ágúst, voru sýni tekin með borun. Raunvísindastofnunin fékk ennfremur vatns- sýni úr 3,16 m djúpu sniði frá Bægisárjökli, sem háskólanemarnir Helgi Björnsson og Jó- hann Sigurjónsson tóku, en þeir unnu þar við rannsóknir á jöklinum. I Bandaríkjunum hefur verið unnið nokkuð að tvívetnismælingum á tempruðum jöklum. Niðurstöður mælinganna hafa sýnt, að á vorin hafa verið tiiluverðar sveiflur í tvívetnisstyrk vatnsins í síðasta vetrarlagi, en þessar sveiflur minnka, er líður á sumar. Ennfremur eru sveiflurnar mjög litlar í eldri lögum. Þessi út- jöfnun hefur verið skýrð með því, að sumar- úrkoman frjósi að nokkru leyti í snjónum og hafi hún þau áhrif, að sveiflurnar í tvívetnis- styrknum minnki. Einnig hefur verið rætt, hvort bein ísótópaskipti milli vatns og íss gætu valdið þessari útjöfnun, en talið er, að þau skipti séu svo hæg, að þau geti á engan hátt valdið mikilli útjöfnun. Mælingar Raunvísindastofnunarinnar hafa hins vegar sýnt, að útjöfnunin verður vart skýrð með öðrum hætti en ísótópaskiptum milli regn- og leysingarvatns og íss á sumrin, og styðja bæði tvívetnis- og þrívetnismælingar þessa niðurstöðu. Til að kanna nánar ísótópaskipti milli vatns og íss við seitlun leysingarvatns gegnum snjó, var gerð tilraun í rannsóknarstofu, þar sem 60 cm langt glerrör (þvermál 3 cm) var fyllt með fínkornóttum snjó og einangrað vel að ofan. Neðri hluti rörsins var kældur með ís- vatni. Snjósúlan bráðnaði smátt og smátt ofan frá og liripaði leysingarvatnið gegnum súluna, og var safnað í glas því, sem lak niður úr rör- inu. Af útliti súlunnar mátti sjá, að snjórinn umkristallaðist og breyttist smám saman í gróf- an ís. Tvívetnisstyrkur vatnsins, sem draup nið- ur úr súlunni breyttist smám saman þannig, að í fyrstu var vatnið verulega tvívetnissnauð- ara en snjórinn í upphafi, en varð síðan æ ríkari af tvívetni. Þessi tilraun sýnir ljóst, að ör ísótópaskipti hljóta að vera milli leysingar- vatnsins og snjósúlunnar. Niðurstöður þessara mælinga hvetja mjög til frekari athugana, sem gæfu örugga vitneskju um ísótópaskipti milli vatns og íss í tempruð- um jöklum. Með auknum skilningi á hegðan vetnisísótópa i jökulís má vænta ýmissa að- ferða, sem gætu komið að góðum notum við rannsóknir á búskap jökla, hreyfingu íssins og tengslum jökla við grunnvatnsrennsli. Það mundi auðvelda mjög mælingar sem þessar, ef hægt væri að ná með einfaldari hætti snjó- og íssýnum, en nú er unnt, af nokkru dýpi. Því er nú verið að smíða sérstakan bor, bræðslubor, sem á að geta náð kjörnum af nokkurra tuga metra dýpi. Bræðsluborinn er um 120 cm langt rör, sem er 7 cm að utanmáli. Neðst á rörinu er lrringlaga rafhitari. Hann á að bræða sig niður í gegnum snjó og ís og gengur þá kjarni inn í rörið, sem er nærri 5 cm í þvermál. Neðst i rörinu liggja tvær tennur að kjarnanum, og slíta þær kjarnann sundur, þegar borinn er dreginn upp. Aætlað er að reyna þennan nýja bor á Lang- jökli í maí 1968, en síðan er ætlunin að fara með hann í leiðangur á Vatnajökul fyrri hluta júnímánaðar 1968. Verða þá væntanlega bor- aðar með honum tvær 50 metra djúpar holur og allmargar grynnri. Góðar vonir eru bundn- ar við þessar boranir. JÖKULL 17. ÁR 320
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.