Jökull - 01.12.1967, Blaðsíða 78
The aerial photo is published here mainly
zuitlr tlie purpose of pointing out an area inte-
resting for a detailed study, before jökulhlaups
wash the moraines away.
Hinn 27. september 1963 fór ég, ásamt Magn-
úsi Jóhannssyni, í könnunarflug yfir vestur-
hluta Vatnajökuls. Var erindið að huga að
breytingum á GrímsvatnasvæÖinu, taka mynd
af mastrinu norðvestur af Pálsfjalli til að sjá,
hversu mikil nettóleysing hefði orðið þar, síðan
þar var mælt 3. júní s. ár, og í þriðja lagi skyldi
kannað, hversu sprunginn Síðujökull væri
kringum Pálsfjall, en Jrar var íarið að bera á
auknum sprungum sumarið 1962. í bakaleið
frá Grímsvötnum var flogið niður yfir Skeiðar-
árjökul og til Fagurhólsmýrar til Jtess að bæta
benzíni á Cessnuna. Klukkan nær 18 flugum
við yfir jaðar Skeiðarárjökuls austarlega.
Skyggni var ágætt og sól Jrað lágt á lofti, að
smádrættir í landslaginu Jrarna framan við jök-
ulinn teiknuðust óvenju skýrt. Eg tók þá á lit-
filmu J)á mynd, sem er kápumynd [jessa heftis
Jökuls.
Miðbik myndarinnar er um 4 km suðvestur
af aðalútfalli Skeiðarár. Astæðan fyrir [tví, að
ég tók þessa mynd, voru Jieir óvenjulega reglu-
lega röðuðu jökulgarðar, sem þarna voru frarn-
an við jökulinn á kafla. Eru þeir miðsvæðis á
myndinni. Þeir eru auðsæilega yngri en árfar-
vegurinn í neðra hægra horni myndarinnar, en
svo virðist, sem rekja rnegi austurbakka þess far-
vegs (austur er upp á myndinni) undir jökul-
görðunum alveg inn að jökulrönd og hefur Jrví
líklegast verið þarna farvegur vatns undir jökl-
inum, áður en hann hopaði af þessu svæði. Far-
vegurinn austan jökulgarðanna er aftur á móti
greinilega yngri en [reir. Framan við jökulgarð-
ana er urmull al’ jakakerjum og eru þau skýr-
ust í árfarveginum í neðra hægra horni. Hafa
jakarnir borizt fram á sandinn í jökulhlaupum.
Jökulgarðarnir eru 20 eða 21 að tölu, þar af
tveir næsta ógreinilegir. Breidd svæðisins frá
yzta garðinum að jökuljaðri er um 700 m.
Spurningin er nú: Hvernig hafa Jtessir litlu
garðar myndazt? Þeirri spurningu verður ekki
svarað með vissu nema með Jrví að kanna þá nán-
ar, en hin reglulega niðurröðun þeirra virðist
benda til þess, að þeir hafi myndazt einn ár
hvert. Lögun Jreirra bendir eindregið til Jress,
að þeir hafi myndazt meðfram framjaðri jökuls-
ins, og eru þeir þá annað hvort ýttir saman
af jöklinum, einn vetur hvern, eða — sem er
líklegra — myndaðir af vatnsósa jökulurð, sem
hefur þrýstst fram undan jökuljaðrinum. En
sé um árlega garða að ræða, hefur árleg nettó-
liopun þessa hluta jökuljaðarins næstu tvo ára-
tugina fyrir 1963 verið að meðaltali um 33 m,
en samkvæmt hinum árlegu mælingum á lengd-
arbreytingum Skeiðarárjiikuls hefur meðalhop-
un austurhluta jökulsins Jtessa áratugi verið um
24 m, en hopun framjaðars jökulsins í heild
um 40 m, og kemur þetta dável heim og sam-
an, en erfitt er að finna samræmi frá ári til
árs, enda er hin árlega hopun jökulsins sam-
kvæmt mælingum rnjög misjöfn á ýmsum hlut-
um jökuljaðarsins.
Það var sænski jarðfræðingurinn frægi, Ger-
ard De Geer, sem fyrstur reyndi að færa rök
að því með hvarfatali sínu, að jökulgarðar á
Bromma-svæðinu í nágrenni Stokkhólms, sem
eru um 10 000 ára gamlir, væru árlegir (annual),
myndaðir með Jteim hætti, að jökullinn hafi ýtt
einum slíkum garði saman vetur hvern. En
síðan hafa ýmsir borið brigður á, að garðarnir
séu myndaðir með þessum hætti. M. a. hefur
prófessor Gunnar Hoppe í Stokkhólmi sýnt
fram á, að í Norðurbotni í Svíþjóð sé bilið
milli slíkra garða 100—150 m, en samkvæmt
hvarfatali ætti bilið á milli þeirra, ef Jteir væru
árlegir, að vera a. m. k. helmingi meira. Væri
æskilegt að kanna jökulgarðana framan við
Skeiðarárjökul nánar, en vel getur svo farið, að
næsta eða næstu Skeiðarhlaup skoli Jteim burtu.
312 JÖKULL 17. ÁR