Jökull


Jökull - 01.12.1967, Blaðsíða 83

Jökull - 01.12.1967, Blaðsíða 83
Vatnajökulsleiðangur 1967 Vorið 1967 gerði Jöklarannsóknafélagið út leiðangur til Tungnaárjökuls og Grímsvatna. Verkefni þessa leiðangurs var tvíþætt. Athuga skyldi, að venju, breytingar á Grímsvatnasvæð- inu og mæla vetrarákomu þar og á öðrum stöð- unr eftir því, sem ástæður leyfðu. Einnig skyldi gera þyngdar- og landmælingar á Tungnaár- jökli. Landmælingamenn voru Sigmundur Frey- steinsson, Steingrímur Pálsson, Ari Trausti Guð- mundsson og Vilhjálmur Þór Kjartansson. Þyngdarmælingamaður var Sven Þ. Sigurðsson og ökumaður Carl J. Eiríksson. í Grímsvatna- ferð fóru Halldór Gislason, Gunnar Guðmunds- son og Hörður Hafliðason. Með í för til Jökul- heima var einnig Pétur Sumarliðason til að annast veðurathuganir þar. Fer hér á eftir tit- dráttur úr dagbókum Halldórs, Sigmundar og Svens. Leiðangurinn lagði af stað til Jökulheima kl. 8,15 að morgni hins 10. júní og voru þrír bílar í förinni inn að Tungnaá. Þar var einn (R 2417) eftir skilinn, en lraldið áfram á Mósa Guðmundar Jónassonar og Rauð Jöklarann- sóknafélagsins. Snjólítið var og færð góð. Kom- ið var í Jökulheima kl. 21,15 og þegar tekið til við undirbúning jökulferðar. Gert var við belti á Jökii I, vatnskassi settur í Jökul II og fleira lagfært. Suðaustan slagveður skall á aðfaranótt 11. júní og var haldið kyrru fyrir þann dag, enda var Tungnaá talin ófær. Bílarnir voru undir- búnir til jökulferðar og loftnet sett upp fyrir Pétur. Hinn 12. júní var farið á fætur um 6-leytið og hafizt handa um að koma farangrinum og báðum snjóbílununr inn á jökul. Grímsvatna- farar skildu við Tungnaárjökulsmenn kl. 13,15 og héldu af stað í Kugg með stefnu á Svía- hnúk vestri. Þegar þeir komu á línuna Páls- fjall—Kerlingar grófu þeir gryfju (Gryfja I). A/ar þykkt vetrarlagsins 310 crn og vatnsgildi urn 1850 mm. Kl. 17,00 var lagt af stað frá gryfju í frost- leysu og allgóðu færi og kornið á Grímsfjall kl. 23.40. Var þar haldin veizla góð. Hinn 13. júní var létt þoka yfir Grímsfjalli til hádegis. Þá birti á fjallinu, en Grimsvatna- lægðin var full af þoku, svo ekki voru tök á að fara þangað til mælinga. Dyttað var að Kugg, snjó mokað frá skálanuin og hann bikað- ur. Segja má, að skálinn sé í mjög sæmilegu ástandi. Þó er hann nokkuð saggaður að innan og mygla og grá í bitum við loft. Texið gúlp- ar inn allvíða. Hiti undir gólfi mældist 5 °C, en þar var nokkur trekkur. Hinn 14. júní lá þoka yfir allan daginn. Hiti um frostmark. Lítið aðhafzt. Hinn 15. júní kl. 05,30 var þess freistað að fara niður i Vötn. Var þá sunnan kaldi og frost 3° C. Þegar komið var niður af fyrsta hjalla huldist allt þoku og var því snúið aftur til skála. Veðurhæð jókst og tók að snjóa. Aðfaranótt 16. júní skall hann á með norð- an strekking og jók frost. Um hádegið var snjór hreinsaður úr Kugg og honum komið í gang. Siðar um daginn lægði nokkuð og hitinn fór upp í frostmark, en skafrenningur hélzt þó áfram. Kl. 16,40 birti upp og var þá þegar liald- ið niður í Grímsvötn. Snið var mælt að venju frá Gríðarhorni yfir Grímsvatnasléttuna að Stóra-Mósa. Hæðarmunur kollsins á Stóra-Mósa og kvosarinnar fyrir neðan hann, mældur með augnspegli, reyndist vera 53,5 m, en var 78 m 1. júní 1966 og hækkun yfirborðs siðan hefur því orðið 24,5 m, en þess er að gæta, að mæl- ingin 1966 var aðeins gerð með flugvélarhæðar- mæli. Miðsvæði Grímsvatnasléttunnar var um 24 m hærra en yfirborð kvosarinnar við Stóra- Mósa. Við Stóra-Mósa slitnaði belti í Kugg og var gert við það þar. A miðri línunni Gríðarhorn— Stóri-Mósi var borað niður úr vetrarlaginu og reyndist þykkt þess vera 405 cm, en vatnsgildi urn 2380 mm. Er komið var á Grímsfjall um miðnætti grúfði þar þoka yfir og var ákveðið að fresta heimför frameftir nóttu í von um að birti. Kl. 06 þjóðhátíðardaginn var lagt af stað lieimleiðis. Sá þá vart út úr augunum fyrir þoku og sóttist ferðin því hægt vestur fyrir JÖKULL 17. ÁR 317
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.