Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Blaðsíða 16
Vikublað 21.–23. október 201416 Fréttir Erlent Herðir tökin á fjölmiðlum Lög sem takmarka rétt útlendinga til eignarhalds á prentmiðlum í Rússlandi voru samþykkt í síðustu viku og taka gildi 1. febrúar 2017. Eftir laga- setninguna er útlendingum ekki heimilt að eiga meira en 20 prósent í prentmiðlum í Rúss- landi. Áður höfðu tekið gildi lög þar í landi sem kveða á um að erlent eignarhald á útvarps- og sjónvarpsstöðvum skuli ekki vera meira en 50 prósent. Eftir lagasetninguna munu stór fjöl- miðlafyrirtæki eins og Conde Nast og Hearst Corporation þurfa að selja stóran hluta eignarhalds síns í rússneskum fjölmiðlum eða loka þeim áður en lögin taka gildi. „Stórveldi sýnt þessu svæði áhuga“ Rússneska varnarmálaráðu- neytið neitar fregnum þess efnis að kafbátur á vegum Rússa hafi lent í vandræðum nærri Stokk- hólmi í Svíþjóð. Sænski sjóherinn hefur leit- að í skerjagarðinum úti fyrir Stokkhólmi síðan á föstudag en einungis gefið þær upplýsingar að leitin væri vegna óeðlilegra aðgerða neðansjávar. Yfirmenn í sænska sjóhernum hafa stað- fastlega neitað því að leitað sé að kafbáti. Sænskir fjölmiðlar segja hins vegar sænsk yfirvöld hafa kom- ist yfir neyðarkall á rússnesku. Varaflotaforingi sænska sjó- hersins, Anders Grenstad, sagði aðgerð sænska sjóhersins ekki aðeins byggða á nýfengnum upp- lýsingum heldur einnig vegna at- vika sem hafa áður átt sér stað á þessum slóðum. „Stórveldi hafa sýnt þessu svæði áhuga,“ sagði Grenstad á blaða- mannafundi á sunnudag. Á níunda áratug síðustu ald- ar voru sænsk yfirvöld í við- bragðsstöðu vegna sovéska kafbátsins U-137 sem strand- aði við Karlskrona 27. október árið 1981 og er fjöldi annarra þekktra tilvika um kafbáta í lög- sögu Svíþjóðar. Hernaðaríhlutun Rússa vegna ástandsins í Úkraínu hef- ur leitt til þess að ríki í Vestur- Evrópu eru í viðbragðsstöðu en sænska dagblaðið Expressen sagði frá því í síðasta mánuði að tvær rússneskar herþotur hefðu rofið lofthelgi Svíþjóðar. Anders Grenstad „Ég skil dauðann varla sjálf“ Þurfa að fullorðnast hratt í miðjum ebólufaraldri É g veit ekki hvað ég á að segja við hann. Hvernig á ég að útskýra dauðann fyrir 4 ára gömlu barni þegar ég skil dauðann varla sjálf“ spyr Ramatou, 15 ára stúlka í austur- hluta Síerra Leóne. Hún er elst fimm systkina, en báðir foreldrar þeirra lét- ust úr ebólu fyrir rúmri viku og eru systkinin því munaðarlaus. Fleiri ættingjar þeirra hafa fallið í ebólufaraldrinum sem þar geisar. Það kemur því í hlut Ramatou að gæta systkina sinna og ala þau upp. Systk- inin dvelja á bráðaheilsugæslustöð fyrir ebólusjúklinga. Systkinin eru ekki hólpin og enn vita heilbrigðis- starfsmenn ekki hvort þau eru smit- uð af ebólu. Allt Kenema-hérað hefur verið sett í sóttkví til þess að reyna að komast hjá frekari útbreiðslu ebólu- veirunnar. UNICEF á Íslandi vekur athygli á því að rúmlega 600 börn hafi misst annað foreldrið eða bæði í ebólufar- aldrinum síðan fyrsta tilfellið var greint í Síerra Leóne. Líklega eru um 4.000 börn munaðarlaus í löndunum þrem- ur (Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne) sem hafa orðið verst úti vegna ebólu í Vestur-Afríku. Börnin mæta fordóm- um vegna veikindanna, sérstaklega þau sem hafa jafnað sig og lifað af. UNICEF á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun til að efla aðgerðir sam- takanna í baráttunni gegn ebólufar- aldrinum. Yfir 1.300 tonn af hjálp- argögnum hafa þegar verið send til Vestur-Afríku sem koma börnum eins og Ramatou til hjálpar. UNICEF veitir börnunum vernd og sálrænan stuðn- ing og sendir hjálpargögn til sjúkra- skýla og heilsugæslustöðva sem með- höndla ebólusmitað fólk. n astasigrun@dv.is Ramatou og systir hennar Elstu börnin í systkinahópum, eins og Ramatou, neyðast til að fullorðnast hratt þegar þau þurfa að taka ábyrgð á yngri systkinum. Samkomulag við Boko Haram kosningabragð n Dráp halda áfram þrátt fyrir „vopnahlé“ n Stúlkurnar segja sögu sína í fyrsta sinn Á föstudag bárust fréttir þess efnis að nígerísk stjórnvöld hefðu náð samkomulagi við hryðjuverkasamtökin Boko Haram um vopnahlé og að yfir tvö hundruð stúlkum sem liðs- menn samtakanna rændu í apríl yrði sleppt. Tilkynningin barst frá yfirmanni hersins í Nígeríu og er- indreka Nígeríuforseta. Enn hefur hins vegar ekkert heyrst frá Boko Haram varðandi samkomulagið. Þvert á móti hafa árásir samtak- anna haldið áfram en um liðna helgi réðust liðsmenn þeirra á tvö þorp, myrtu að minnsta kosti átta manns og rændu fleirum. Klókt kosningabragð Talsmaður öryggismála í Nígeríu, Mike Omeri, segir ekkert samkomulag í höfn. Þá segir yfir- liðsforingi í nígeríska hernum, sem vill ekki láta nafn síns getið, í sam- tali við AFP-fréttastofuna að her- inn hafi enn ekki fengið nein fyrir- mæli um vopnahléið. David Cook, sérfræðingur í málefnum herskárra íslamista, skrifaði um málið á vef CNN á mánudag. Þar dregur hann meðal annars í efa að samkomu- lag hafi raunverulega náðst og veltir því fyrir sér hvort um sé að ræða klókt kosningabragð forseta Nígeríu, Goodluck Jonathan, en hann sækist eftir endurkjöri í for- setakosningum í febrúar. Jákvæð- ar fréttir af baráttunni við Boko Haram og lausn gísla komi honum því afskaplega vel. Stúlkurnar segja sögu sína Ættingjar rúmlega tvö hundruð skólastúlkna, sem rænt var af heimavist sinni um miðjan apríl síðastliðinn, bíða því enn í von og óvon. Alls var 276 stúlkum rænt, en nokkrum tókst hins vegar að flýja. Þessar stúlkur sögðu sögu sína í fyrsta skipti á dögunum í viðtali við bandarísku blaðakonuna Söruh A. Topol. Klukkan var 23.45 og stúlk- urnar flestar farnar að sofa þegar fyrstu skothvellirnir heyrðust. Að- eins einn vörður var við hlið skól- ans og einn annar á heimavistinni. Skothvellirnir færðust sífellt nær og stúlkurnar söfnuðust saman í dimmu bænaherberginu. Sumar voru þegar farnar að gráta. „Eru þetta þeir?“ spurðu þær. „Eru þeir komnir?“ Stúlkurnar þekktu allar hryllingssögurnar af Boko Haram. Brenndu byggingarnar Tveir einkennisklæddir menn gengu inn á heimavistina. „Engar áhyggjur. Ekki hlaupa. Við erum með ykkur í liði,“ öskraði ann- ar þeirra. „Safnist saman! Safnist saman á einum stað!“ Stúlkurnar fundu fyrir létti og héldu að her- inn væri kominn til að vernda þær, en á einu augnabliki breyttist allt. Enn fleiri menn komu hlaupandi inn. „Allah Akbar!“ öskruðu þeir. „Allah Akbar!“ Fljótlega varð stúlk- unum ljóst að mennirnir voru ekki hermenn. Hópur manna greip tvær stúlkur og leiddi þær í matarbúrið. Hinum stúlkunum var skipað út. Mennirnir skiptu sér í þrjá hópa. Einn hópur hélt vörð um stúlkurn- ar, annar hlóð birgðum á bílana og sá þriðji kveikti í byggingunum. Á nokkrum mínútum hafði verið kveikt í öllum byggingum skólans. Stúlkunum var sagt að ganga af stað. Myrkrið var umlykjandi og tæplega þrjú hundruð stúlkur héldust í hendur er þær gengu eft- ir moldugum veginum. Þær höfðu gengið í rúman hálftíma þegar þeim var skipað að setjast niður. Fyrir neðan veginn voru þrír trukk- ar. „Allar sem vilja lifa, farið í trukk- inn,“ öskraði leiðtogi hópsins. „ Allar sem vilja deyja, komið hingað!“ sagði hann og skaut úr byssu sinni upp í loftið. Stelpurnar klifruðu upp í bílana og sátu þar í miklum þrengslum. Sumar stukku út þegar bílarnir héldu af stað, aðrar duttu. Sögðust þurfa að pissa Við sólarupprás bilaði einn trukk- urinn. Mennirnir skipuðu stúlkun- um að setjast niður við veginn og bíða á meðan þeir gerðu við bílinn. Þetta var í fyrsta sinn sem stúlkurn- ar sáu framan í mannræningja sína. Fáir menn stóðu vörð yfir stúlkun- um og sáu nokkrar sér leik á borði. Þær sögðust þurfa að pissa og fengu að fara örstutt afsíðis. Þær beygðu sig niður í rjóðrinu og ákváðu að flýja. Þær hlupu á brott og hlupu stanslaust þar til þær rákust á fólk sem kom þeim til bjargar. Boko Haram-samtökin hafa enn 219 stúlkur úr skólanum í haldi, þrátt fyrir alþjóðleg fyrirheit bæði frá Bretum og Bandaríkjamönnum um að koma þeim til bjargar. n Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is „Allar sem vilja deyja, komið hingað! Mótmælendur í Nígeríu Frá mótmælum í Nígeríu gegn Boko Haram síðastliðinn föstudag. MyNd ReuteRS Mögulegt kosningabragð Forseti Nígeríu, Goodluck Jonathan, þarf nauðsyn- lega á góðum fréttum að halda. MyNd ReuteRS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.