Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Blaðsíða 25
Vikublað 21.–23. október 2014 Neytendur 25 Falbjóða fimm stjörnu umfjöllun n Íslenskum fyrirtækjum boðið að kaupa góða umsögn á TripAdvisor n Rýrir trúverðugleika F jölmargar vefsíður bjóða fyrir tækjum sem skráð eru á stærstu ferðasíðu heims, TripAdvisor, að kaupa já- kvæða fimm stjörnu um- fjöllun. TripAdvisor er mjög öflugt verkfæri sem milljónir ferðaþjón- ustufyrirtækja, veitingastaða, hótela og gistiheimila um allan heim reiða sig á. Góð eða slæm umfjöllun á TripAdvisor getur skilið milli feigs og ófeigs í þessum bransa. Þess eru dæmi að íslensk ferðaþjónustufyrir- tæki hafi fengið send tilboð frá vef- síðum sem falbjóða jákvæða um- fjöllun á ferðasíðunni. Sú staðreynd að stórtækar umsagnarverksmiðjur séu starfræktar gefur ástæðu til að efast verulega um áreiðanleika síð- unnar. Hefur mikið vægi TripAdvisor fær 280 milljónir heim- sókna í hverjum mánuði og þar er að finna rúmlega 170 milljónir um- sagna, skoðana og einkunna fyrir meira en fjórar milljónir fyrirtækja. Síðan er starfrækt í 45 löndum og gerir almenningi kleift að skipu- leggja ferðir, fræðast um viðkomu- staði og skrifa umfjöllun um og gefa tilteknum fyrirtækjum einkunnir. Á það hefur hins vegar verið bent í gegnum tíðina að ekki sé alltaf mikið að marka þessar um- sagnir og einkunnir sem þó margir taka mjög bókstaflega og haga jafn- vel sínum ferðum og heimsókn- um samkvæmt. Ástæðan er sú að þú getur skrifað umsögn og gefið stöðum einkunnir í fullkominni nafnleynd. Þú getur búið til not- andanafn og gefið upp tölvupóst sem auðvelt er að falsa. Séu skil- málar TripAdvisor lesnir má auð- veldlega sjá að síðan reiðir sig mjög á eins konar heiðursmanna- samkomulag við notendur. Þar segir: „Sem skilyrði fyrir notkun þinni á þessari vefsíðu ábyrgist þú að þær upplýsingar sem þú veitir séu réttar, nákvæmar, nú- verandi og tæmandi.“ Notendur bera ábyrgð Það er til dæmis hvorki athugað hvort raunveruleg manneskja sé að baki notandanum né heldur hvort viðkomandi hafi í raun heimsótt staðinn sem um ræðir. Þá tekur síð- an enga ábyrgð á því efni sem kemur frá notendum. „TripAdvisor tekur enga ábyrgð á því efni sem birt er, geymt eða hlað- ið upp af þér eða þriðja aðila […] né tekur síðan lagalega ábyrgð á ærumeiðingum, meiðyrðum, níð- skrifum, ósannindum, ruddaskap, klúr- eða blótsyrðum sem þú kannt að verða fyrir eða rekast á.“ Síðan fríar sig í raun ábyrgð á öllu því sem þarna birtist í enn lengra máli. Tekið er fram að þó að TripAdvis- or beri engin skylda til að sía, lagfæra eða fylgjast með því efni sem notend- ur birta þá áskilur síðan sér þann rétt til að fjarlægja fyrirvaralaust efni sem brýtur í bága við notendaskilmála. Íslendingar fá tilboð Börkur Hrólfsson, eigandi Tour- Guide.is sem býður ferðamönn- um upp á leiðsögujeppaferðir um Ísland, fékk meðfylgjandi tölvupóst á dögunum frá yfirmanni sölu og markaðsmála hjá víetnömsku vef- síðunni BuyGoodTripAdvisorRe- views.com. Þar er spurt hvort Börk- ur sé skráður á TripAdvisor og hvort hann sé að leita sér að fimm stjörnu umsögn. Í póstinum segir: „Við getum skrifað jákvæðar um- sagnir sem munu ávallt fylgja þér á TripAdvisor. Við höfum yfir að ráða mörgum ferðamannaaðgöngum í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu.“ „Ég veit að ýmsir hafa fengið svona en hvort þeir hafi nýtt sér það veit ég ekki. En við fáum oft alls kyns tilboð erlendis frá um allt mögu- legt og það hefur komið fyrir að við höfum fengið svona tilboð,“ segir Börkur í samtali við DV. Hann segir að vissulega hafi um- sagnasíður eins og TripAdvisor ver- ið gagnrýndar fyrir að á þær sé hægt sé að setja umsögn um fyrirtæki og þjónustu þeirra óritskoðað og án þess að nokkuð sé á bak við það. „Fyrir erlendan ferðamann sem kemur til Íslands og les geysilega góða umsögn um bílaleigu sem leigir út 15 ára gamla bíla á vondum dekkjum og lendir í vandræðum og hann skilur ekkert í þessu enda hafi fyrirtækið fengið 5 stjörnu umsögn.“ Birtingarform gullgrafaraæðis Aðspurður hvort það sé ekki eitt birtingarform gullgrafaraæðisins í íslenskri ferðaþjónustu að dæmi séu um innistæðulausar umsagnir á síðum eins og TripAdvisor þar sem markmiðið er að hala inn erlenda ferðamenn sem vita ekki betur. „Alveg klárlega. Stundum er engin innistæða fyrir því sem verið er að selja og þetta er ein birtingar- myndin á þessu gullæði. Einhver gæti freistast til að kaupa þarna góða umsögn sem engin innistæða væri fyrir og það er bara hugsað um fjöld- ann en ekki gæðin og ég þekki ýmsar birtingarmyndir af því.“ Fyrirtæki eins og TripAdvisor byggir á því að ferðafólk geti farið þar inn og skipulagt ferðir, hvaða veitingahús og hótel og annað það sækir og gistir á eftir umsögnum sem þessir staðir fá á síðunni. Fyr- irtæki greiða fyrir að vera á lista hjá síðunni. Börkur kveðst hafa meðal annars bent TripAdvisor á að sök- um þess hversu lítill markaðurinn er hér á landi þá geti nokkrar jákvæðar umsagnir snúið við tölfræði jafnvel verstu slóða. Hann hafi einnig bent TripAdvisor á tölvupóstinn sem hann fékk en hefði ekki fengið við- brögð við honum. „Þetta virðist vera vel þekkt.“ Pakkatilboð á umsögnum Sé vefsíðan sem vísað er á skoðuð nánar má sjá að þar er boðið upp á ýmis pakkatilboð. Hægt er að kaupa 5 umsagnir á 99 dali, tæpar 12 þús- und krónur og allt upp í 30 umsagnir sem kosta 500 dali, eða tæpar 60 þúsund krónur. Er meira að segja boðið upp á að slæm umsögn sé fjarlægð fyrir 99 dali. Með einfaldri Google-leit má sjá að mikinn fjölda af sam- bærilegum síðum er að finna á netinu. Þar sem fyrirtæki geta keypt sér hinar mjög svo eftir- sóttu og dýrmætu jákvæðu um- sagnir á TripAdvisor. Í Spurt og svarað-hluta áður- nefndrar vefsíðu er spurt hvort TripAdvisor viti að síðan sé að bjóða upp á falsaðar umsagnir. Forsvarsmenn síðunnar neita því að þær séu falsaðar. „Þetta eru raunverulegar umsagnir sem byggja á rann- sóknum okkar á fyrirtæki þínu á TripAdvisor. Umsagnir koma frá reikningum víðs vegar að úr heiminum.“ „Skítsama um TripAdvisor“ Önnur spurning er; er þetta löglegt? Vefsíðan segist ekki brjóta nein lög. „Við erum varin með lögum þess lands þaðan sem við birtum um- sagnirnar. Allar umsagnirnar eru persónulegar skoðanir byggðar á skoðunum á þeim fyrirtækjum sem við birtum fyrir. Við brjótum ekki notendaskilmála TripAdvisor, okkur er skítsama um TripAdvisor og skil- mála þeirra.“ Svo mörg voru þau orð. Vefsíðan og fjölmargar aðrar sam- bærilegar eru því eins konar um- sagnaverksmiðjur. Þó að nokkuð ljóst sé að hægt sé að bjóða upp á þjón- ustu sem þessa þá verður seint hægt að mæla með því að fyrirtæki nýti sér þessar síður. Þær sem DV skoðaði litu kannski sæmilega út en þegar rýnt var í texta, málfar og annað á síðunni þá var það ekki beinlínis traustvekj- andi. Sérstaklega ef fyrirtæki eru að millifæra tugþúsundir yfir á ókunn- ugan aðila í Asíu. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is „Einhver gæti freistast til að kaupa þarna góða um- sögn sem engin inni- stæða væri fyrir og það er bara hugsað um fjöldann en ekki gæðin. Öflugt verkfæri TripAdvisor er mjög öflugt verkfæri og er mikið undir hjá fyrirtækjum í ferðaþjón- ustu að fá jákvæðar umsagnir frá notendum síðunnar. En er eitthvað að marka þær? MyNd ReuTeRS Hafa samband við Íslendinga Hér má sjá póstinn sem íslenskt ferðaþjónustufyrirtæki fékk sent frá vefsíðunni. Þar er boðin fimm stjörnu umsögn. Fimm stjörnur til sölu Hér má sjá pakkana sem vefsíða, sem selur jákvæða umfjöll- un á TripAdvis- or, býður upp á.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.