Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Blaðsíða 8
8 Fréttir Vikublað 21.–23. október 2014 LögregLan vopnast með Leynd n Lögregluyfirvöld keyptu 200 MP5-hríðskotabyssur n Allar lögreglubifreiðir búnar Glock 17 og MP5 n Báðu um rafbyssu en fengu vélbyssu n Skýrsla notuð til rökstuðnings kaupum N ú fer fram mesta breyting á vopnabúnaði íslenska lög- regluliðsins síðan sérsveit ríkislögreglustjóra var stofn- uð 1982. Allar lögreglubifreiðar á landinu verða búnar MP5-hríðskotabyssu og Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu. Þetta hefur DV eftir þremur lögreglu- mönnum sem segja viðbúnaðinn vegna skotárása sem kollegar þeirra á Norðurlöndunum hafa þurft að tak- ast á við á undanförnum árum og þá einnig skotárás í Hnífsdal þegar ölv- aður maður skaut úr haglabyssu að eiginkonu sinni árið 2007. Heimildir DV hermdu einnig að lögreglubif- reiðir á Vestfjörðum væru nú þegar búnar þessum vopnum. Sýslumað- urinn á Vestfjörðum, Úlfar Lúðvíks- son, treysti sér ekki til þess að ræða um málið þegar DV leitaði eftir því í gær og benti á ríkislögreglustjóra. Samkvæmt þessum öruggu heim- ildum DV er búið að kaupa 200 MP5-hríðskotabyssur en þó eitthvað minna af Glock þar sem lögreglu- embættin eiga nú þegar til eitthvað af þeim. Þessar byssur munu verða aðgengilegar almennum lögreglu- mönnum í sérstökum vopnakassa sem verður að finna í öllum lög- reglubifreiðum á landinu. Það er síð- an ákvörðun hvers embættis fyrir sig hvenær opna þarf kassann og grípa til vopna. DV sendi fyrirspurn til Jóns F. Bjartmarz, yfirlögregluþjóns hjá embætti ríkislögreglustjóra, vegna málsins. Nánar er fjallað um svar hans hér til hliðar en hann gaf hvorki upp kostnað við kaupin, fjölda byssa, hver tók ákvörðunina, né hvenær þær komu til landsins. Báðu um rafbyssur en fengu hríðskotabyssur „Þetta fór í gang eftir það sem gerð- ist á Norðurlöndunum og þarna er í raun verið að undirbúa menn fyrir svipaðar aðstæður og komu upp í Noregi með Breivik,“ sagði lögreglu- maðurinn sem ekki vildi koma fram undir nafni. Hann sagði það skjóta skökku við að þegar lögreglumenn hafi beðið um rafbyssur þá hafi samfélagið farið á hvolf en þess í stað hafi þeim verið réttar hríðskotabyssur og hálfsjálf- virkar skammbyssur. „Þetta verður í læstri kistu í öllum lögreglubifreiðum og þarna er verið að tryggja að menn hafi eitthvað í höndunum til að takast á við erfiðar aðstæður. Við erum þjálfaðir í að fara í útköll sem við erum bara ekki í stakk búnir að takast á við vegna þess að við höfum ekki verkfærin til þess,“ segir lögreglumaðurinn og bætir við að almenn ánægja sé meðal lög- reglumanna vegna vígbúnaðarins. Varnarúðinn dugar skammt „Ef einhver myndi byrja að skjóta af byssu niðri í bæ, segjum að það komi upp þó svo að það sé ólíklegt, þá erum við ekki að fara að meisa hann.“ Með þessu vilja lögregluyfirvöld minnka viðbragðstíma vopnaðra lög- reglumanna þar sem það getur tekið sérsveitina allt upp í tvo klukkutíma að mæta á vettvang. Til að útskýra nánar hvað lög- reglan á við með þessu þá er hægt að líta til ársins 2007. Þá skaut karlmað- ur í Hnífsdal úr haglabyssu að eigin- konu sinni á heimili þeirra. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út um leið en björgunarþyrlan Líf flaug með lögreglumennina og lenti á bryggjunni við Hnífsdal. Þyrlan lagði af stað frá Reykjavíkur- flugvelli klukkan 23.41 og lenti 00.43. Tæpum 10 mínútum síðar var sér- sveitin komin að heimili mannsins. Tilkynning til Neyðarlínunnar barst klukkan 23.20 og tók það því sér- sveitina rúman einn og hálfan tíma að mæta á staðinn eftir að fyrsta sím- talið barst. Lögregluyfirvöld vilja meina að á þeim tíma hefði maðurinn get- að myrt heimilisfólk og nágranna án þess að nokkur einasti lögreglu- maður á svæðinu gæti komið í veg fyrir það. Með MP5-hríðskotabyssu og Glock-hálfsjálfvirkri skammbyssu gætu almennir lögreglumenn ráðið betur við aðstæður. Vopnaðir á Vestfjörðum Eftir skotárásina í Hnífsdal þá mun sýslumaðurinn á Ísafirði, sem er starfandi lögreglustjóri á Vest- fjörðum til áramóta, hafa fengið umrædd vopn og vopnakassa í bifreiðir embættisins. Emb- ættið nær yfir Ísafjörð, Pat- reksfjörð, Bolungarvík og Hólmavík. „Ég treysti mér ekki til þess að fara út í þessa umræðu,“ sagði Úlfar Lúð- víksson, sýslumaðurinn á Ísa- firði, spurður um umrædda vopna- kassa. Spurður hversu margar byssur væru í umferð hjá lögreglunni á Vestfjörðum þá ítrekaði Úlfar að hann vildi ekki fara út í þessa um- ræðu núna en sagði aftur á móti að „þessi öryggismál væru í ágætu standi.“ Aðspurður hvenær embætti undir honum hafi fengið umrædd vopn þá sagði hann þetta ekki nýtil- komið. Spurður hvort það hafi verið í fyrra eða jafnvel árið 2012 þá ítrekaði hann að þetta væri ekki nýtilkomið en vildi ekki nefna neinar dagsetningar. Skotprófið „barnaleikur“ Þjálfun lögreglumanna stendur nú yfir en samkvæmt heimildum DV hafa um 200 lögreglumenn sótt sér- stakt helgarnámskeið þar sem farið var yfir notkun á þessum vopnum. Fyrir hádegi var farið í handtökuæf- ingar og eftir hádegi fræðslu og þjálf- un í notkun MP5. Daginn eftir var enn og aftur farið í handtökuæfingar fyrir hádegi og eftir hádegi fræðslu og þjálfun á Glock, þessa sígildu hálfsjálf- virku skammbyssu sem flest lögregluyfirvöld í hinum vest- ræna heimi notast við. Samkvæmt heimildum DV þurfa lögreglumenn að standast sérstakt skotpróf til þess að fá að nota hríðskotabyssuna og skamm- byssuna. Lögreglumaður sem DV ræddi við sagði skotprófið „barna- leik“ og að nánast hver sem er gæti staðist slíkt próf eftir að hafa aðeins skotið tvisvar sinnum úr byssu und- ir handleiðslu kennara: „Blindur maður gæti grísað sig í gegnum þetta próf. Ég er ekki einu sinni að ýkja þetta,“ sagði lögreglumaðurinn. „Þér er kennt að taka öryggið af og skjóta á blað.“ Aldurstakmark í lögregluna er 20 ár og því gætu mjög ungir lög- reglumenn þurft að taka upp vopn við erfiðar aðstæður. n „… mikilvægt fyrir okkur í stjórn- málunum að leyfa lögreglunni að einhvern veginn að klára það „Ef einhver myndi byrja að skjóta af byssu niður í bæ, segjum að það komi upp þó svo að það sé ólíklegt, þá erum við ekki að fara að meisa hann. Atli Már Gylfason Hjálmar Friðriksson atli@dv.is / hjalmar@dv.is Þýsk vélbyssa: MP5 er framleidd af fyrirtækinu Heckler & Koch og var hönnuð á sjötta áratugnum. Til eru um 30 tegundir af MP5- vélbyssum. Yfir 40 lönd nota MP5 í sérsveitum sínum en vélbyssan skýtur rúmlega 800 skotum á mínútu. Austurrísk skambyssa: Glock-hálf- sjálfvirka skammbyssan er framleidd af austurrísku skotvopnafyrirtæki sem heitir Glock GmbH en fyrirtækið var stofnað árið 1963. Skammbyssurnar eru heimsfrægar og eru víða notaðar í bæði hernaði og af sérsveitum en til eru um 35 gerðir af Glock.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.