Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Blaðsíða 20
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Hallgrímur Thorsteinsson • Fréttastjóri: Jóhann Hauksson
Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir • Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson
Sölu- og markaðsstjóri: Helgi Þorsteinsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéttaSkot
512 70 70FR jál S t, ó Háð Dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
aðalnÚmeR
RitStjóRn
áSkRiFtaRSími
aUglýSingaR
Sandkorn
20 Umræða Vikublað 21.–23. október 2014
Ég er bara mjög róleg Ég hef áhyggjur Ég er fordómafullur
Leynilöggur
Berglind Guðmundsdóttir hræddist ekki dauðann. – DV Dorrit Moussaieff vill banna sykur. – FréttablaðiðBrynjar Níelsson langar ekki í jóga. – DV
Í fótspor Ardvis
Eitt einkennilegasta fjölmiðla-
og dómsmál síðustu ára á Íslandi
er hið svokallaða Ardvis-mál.
Hópur manna,
með Bjarna Þór
Júlíusson í farar-
broddi, tók sig til
og seldi á annað
hundrað manns
hlutafé í loðnu
viðskiptatækifæri
á netinu sem kallaðist Corpus
Vitalis, einhvers konar netrænu
markaðstorgi þar sem allir áttu
að græða.
Ardvis-menn eru hins vegar
ekki hættir og halda enn í við-
skiptahugmyndina sína. Sögu-
skýringin nú er sú að hugmyndin
að markaðstorginu á netinu hafi
verið góð en kannski ekki rétt
framkvæmd og að umfjöllun
fjölmiðla og ákæruvaldsins hafi
byggt á misskilningi.
Raunar er hugmyndin sögð
hafa verið svo góð að Mark Zucker-
berg, stofnandi Facebook, hafi
í reynd stolið hugmyndinni og
byggt samskiptavef sinn á henni.
Lax, kaka og
bekkpressa
Fáir íslenskir stjórnmálamenn
hafa fengið eins jákvæða PR-um-
fjöllun og Bjarni Benediktsson í
fjölmiðlum á síðustu mánuðum.
Ekki er þar átt við starf Bjarna sem
þingmanns heldur líf hans utan
Alþingis.
Þannig byrj-
aði Bjarni á því á
vor að veiða ný-
genginn lax við
opnun Norður-
ár – þrátt fyrir að
hafa rétt aðeins
dýft flugunni í ána
hluta úr vakt. Svo birti Smartland
Morgunblaðsins af honum mynd
í september þar sem hann skreytti
fallega köku fyrir afmælisveisu
dóttur sinnar. Loks fjölluðu fjöl-
miðlar um það í vikunni að Bjarni
hefði greint frá því á Facebook að
hann tæki hundrað kíló í bekk-
pressu og ætlaði að taka þessa
þyngd tíu sinnum.
Eiginlega má segja að þetta
súmmeri upp stjórnarsamstarf
Sjálfstæðisflokksins – að undan-
skilinni Hönnu Birnu auðvitað – við
Framsókn. Sigmundur Davíð og
Framsókn gera og segja umdeilda
hluti og fá nánast eingöngu nei-
kvæða athygli en Bjarni og Sjálf-
stæðisflokkurinn sigla lygnan sjó.
Hví Kalman?
Rithöfundurinn Steinar Bragi hef-
ur vakið athygli fyrir nýjustu skáld-
sögu sína Kötu. Ekki er það bara
söguþráður bókarinnar sem vakið
hefur athygli held-
ur einnig það að
Steinar Bragi not-
ast við raunveru-
legar og þekktar
persónur í bókinni
í bland.
Til að mynda
dúkkar nafn rithöfundarins Jóns
Kalmans Stefánssonar upp í bók-
inni en aðalsögupersónan hefur
miklar mætur á verkum hans. Á
meðan hún bíður fregna af týndri
dóttur sinni les hún Jón Kalman
og notar bækur hans að því er
virðist sem eins konar haldreipi.
Steinar Bragi hefur hins vegar
ekki svarað því af hverju hann
lætur Kötu hafa Jón Kalman í svo
miklum hávegum. Líklega mun
notkunin á Jóni Kalmani í bók
Steinars Braga geta af sér einhverj-
ar getgátur í framtíðinni, sennilega
þó einna helst ef höfundur Kötu
úttalar sig ekki um málið.
I
nnanríkisráðherra, íslensk lög-
regluyfirvöld og sérstök þing-
mannanefnd hafa tekið
ákvarðanir sem gjörbreyta eðli ís-
lenskrar löggæslu. Líklegt má telja að
ákvörðunin, sem er tekin með leynd
án nokkurs samráðs á opinberum
vettvangi og án raunverulegrar um-
ræðu, stríði gegn viðhorfum mikils
meirihluta þjóðarinnar.
Ákvörðunartakan er af þessum
sökum forkastanleg.
Samkvæmt því sem kemur fram í
ítarlegri umfjöllun DV í dag er í ráði
að setja í lögreglubíla almennu lög-
reglunnar í landinu skammbyssur
og hríðskotabyssur sem lögreglu-
menn eiga að geta gripið til við sér-
stakar aðstæður. Byssurnar verða í
sérstökum læstum vopnakössum í
bílunum, sem aðeins verða opnaðir
samkvæmt skipunum úr stjórnstöð.
Hliðstæð skipan mála er hjá norsku
lögreglunni.
Þó svo að byssurnar verði þannig
ekki hluti af daglegum búnaði lög-
reglunnar þá verður þessi byssu-
væðing samt sem áður að teljast
ekki bara stigsmunur heldur eðlis-
munur á notkun skotvopna innan
íslenska lögregluliðsins. Hingað til
hefur skotvopnanotkun lögreglu á
Íslandi svo til eingöngu verið bund-
in við sérsveit ríkislögreglustjóra,
svokallaða Víkingasveit, sem stofn-
uð var 1982.
Það er reyndar til marks um yfir-
drifnar áherslur íslenskra lögreglu-
yfirvalda að íslenska sérsveitin skuli
vera hátt í það jafn fjölmenn og sú
finnska. Samkvæmt Wikipedia tel-
ur íslenska sérsveitin nú 42 sér-
sveitarmenn og 52 þegar hún
verður fullmönnuð en finnska sér-
sveitin, Karhuryhmä, hefur um 70
sérsveitar menn á sínum snærum.
Burtséð frá því hvert mat yfir-
valda er á þörfinni fyrir slíkri eðlis-
breytingu og eins burtséð frá þeim
lagaheimildum sem þegar eru til
staðar um vopnaburð lögreglu, þá
er fullkomlega ljóst að málið er þess
eðlis að innanríkisráðherra bar sið-
ferðileg skylda til þess bera all-
ar hliðar þess undir löggjafann og
þjóðina í umræðum.
Þess í stað virðist stjórnsýslan hafa
sett af stað einhvers konar skollaleik
við það að koma málinu í gegnum
fjárveitingarvaldið þar sem hvergi er
látið uppi um þær breytingar sem nú
eru að ganga í gegn.
Eins og rakið er í umfjöllun DV
í dag var Hanna Birna Kristjáns-
dóttir, þáverandi dómsmálaráð-
herra, spurð um auknar heimildir
til vopnaburðar lögreglunnar í des-
ember 2013, stuttu eftir að fjárlög
voru samþykkt. Þar sagði hún mik-
ilvægt að stjórnmálamenn létu lög-
reglunni eftir að klára málið, að leyfa
lögreglunni að fara yfir það og meta
þörfina. Hún sagði að þó við vild-
um búa í samfélagi sem væri laust
við slíka hluti þá breytti það engu
um að lögreglan yrði að „geta gripið
til slíks“ við aðstæður þar sem þess
gerðist þörf.
Í könnun MMR fyrir þremur árum
sögðust 70 prósent landsmanna and-
víg því að almenna lögreglan bæri
skotvopn. Þrátt fyrir að hin norska
leið í vopnavæðingu lögregluliðsins
gangi ekki þá leið til fulls, þá er
breytingin sem nú er unnið að allt of
stórt skref.
Ákvörðun sem þessi getur ekki
verið sett í hendur lögreglunnar ein-
göngu. Íslenskir stjórnmálamenn
verða að taka þessa umræðu undan-
bragðalaust með opnum hætti. Og
það er óboðlegt að ráðherra geti
ákveðið með leynd að vopna al-
mennt lögreglulið í landinu, geti
ákveðið algera eðlisbreytingu á bún-
aði lögreglunnar framhjá Alþingi og
almenningi í landinu. n
Leikir í stöðunni
N
ýlega var haft eftir poppgoð-
inu Bono að viðskipti væru
vogarstöngin sem lyft gæti
þjóðum úr fátækt. Og kann
að hljóma ankannalega í
eyrum Vesturlandabúa þar sem við-
skipti hafa nýverið leitt heilu þjóðirn-
ar út í fátæktar fen þar sem þær spóla
og sökkva æ dýpra. Að vísu er um að
ræða þann hluta viðskipta sem heyrir
undir fjármálastarfsemi, en um hana
hafði Franklin D. Roosevelt Banda-
ríkjaforseti þau frægu orð: „að það er
alveg jafn hættulegt að vera stjórn-
að af skipulagðri fjármálastarfsemi
og skipulegri glæpastarfsemi.“ Það
var árið 1936 í miðri ríkjandi kreppu,
en á ekki síður við á okkar dög-
um þegar heilu þjóðirnar hafa ver-
ið hlunnfarnar af tiltölulega litlum
hópi fjárplógsmanna. Og sitja uppi
með himinháar skuldir og vaxtabyrði
sem varpar skugga yfir allt mannlíf
og veldur þyrkingi í vexti hinna upp-
rennandi. Það er nánast sama hvert
litið er í Evrópu, hagvöxtur slórar við
núllið, atvinnuleysi er víðast komið í
tveggja stafa tölu og skuldir þjóðanna
í þriggja stafa tölu; námu fyrir hrun að
meðal tali um 40% af þjóðartekjum en
hafa stokkið í hundrað prósentin og
þar yfir. Almenningi landanna bjóð-
ast einkum tvær lausnir eftir því hvort
fjármagns- eða félagshyggjuöfl eru
við völd: niðurskurð á opinberri þjón-
ustu (sem þó var komin inn að beini)
eða hækkun skatta á hátekjufólk (sem
er með allt sitt á þurru í skattaskjólum
og/eða lágskattalöndum).
Ráðaleysi leiðir til öngþveitis
Það þarf því ekki að vera ýkja spá-
mannlega vaxinn til að sjá öngstrætið
fram undan. Að ráðaleysið eigi eftir að
leiða til öngþveitis og úr öngþveitinu
eigi eftir að rísa skipan sem við höfum
varla ímyndunarafl til að gera okkur í
hugarlund. Eða hvað er líklegt að fólk
láti lengi bjóða sér lágmarkslíf (iðu-
lega í boði sjálfra hrunvaldanna) þar
sem „skafið er innan úr“ öllum þeim
stofnunum sem varða velferð þess:
heilbrigði, menntun, upplýsingu
og sköpun? Og þá er jafnan sveiflað
Damóklesar sverði vaxtabyrðarinn-
ar voðalegu sem hrunvaldarnir hafa
sjálfir kallað yfir þjóðirnar (85 millj-
arðar árvisst í dæmi Íslands). „Aldrei
hafa jafn fáir velt jafn háum skuldum
yfir á jafn marga“, svo snúið sé út úr
frægum orðum W. Churchills.
Í miklukreppu fjórða áratugar síð-
ustu aldar var enginn skortur á lausn-
um: kommúnismi, fasismi, ríkis-
styrktur kapítalismi – hver öðrum
girnilegri. Því er ekki að heilsa nú, öll
hafa þessi kerfi gengið sér til húðar,
nú síðast kapítalisminn í búningi
einkavæðingar, en á rústum hans
stöndum við um þessar mundir. Og
einmitt af því engin tilbúin lausn er
í sjónmáli er hætt við að uppgjör-
ið verði ofsafengnara, nánast eins og
þegar skákmaður veltir um taflborði
í vonlausri stöðu. Hvað til dæmis ef
nafnið á frægu leikriti Darios Fo: „Við
borgum ekki!“ tæki að hljóma sem
herhvöt og einkunnarorð komandi
tíðar?
Þurfti til heimsstyrjöld
Það þurfti heimsstyrjöld til að höggva
á hnút kreppunnar á fjórða tug síð-
ustu aldar, þ.e. eyðingu á gígantísk-
um skala sem aftur leiddi til upp-
byggingar. Staðan nú er þeim mun
þrengri að mannkyn er komið að
mörkum sjálfs leikrýmisins. Sú jörð
sem mun rísa úr ægi verður veru-
lega takmarkaðri en sú sem er í
þann mund að sökkva í sæ og lífs-
baráttan á eftir að taka mið af því,
líkt og knattspyrnuleikur sem færð-
ist af keppnisvelli yfir á fótboltaspil
í félagsmiðstöð. Breytast úr ati í lát-
bragðsleik.
Því er spáð að innan tuttugu ára
verði helmingur allrar framleiðslu
þróaðra ríkja alfarið vélrænn. Sem
væntanlega mun þýða 50% atvinnu-
leysi fast – eða öllu heldur að vinn-
an verði ekki lengur gjaldgeng aðferð
til að miðla lífsmeðulum þegnanna.
Þá munu blasa við tvær sviðsmynd-
ir: annars vegar örbirgð fjöldans eða
auðnustundir taki við af vinnuknúnu
lífi. Til að koma því heim og saman
verður áreiðanlega ekki síðri þraut en
samhæfing afstæðiskenningar Ein-
steins og skammtakenningar Níelsar
Bohr.
Sem breytir ekki því að heimurinn
er til og hann snýst. n
Pétur Gunnarsson
rithöfundur
Kjallari
„Við borgum
ekki!
„ Í könnun MMR
fyrir þremur árum
sögðust 70 prósent
landsmanna andvíg því
að almenna lögreglan
bæri skotvopn.
Leiðari
Hallgrímur Thorsteinsson
hallgrimur@dv.is