Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Blaðsíða 9
Fréttir 9Vikublað 21.–23. október 2014 Svona voru byssukaupin fjármögnuð Staðfest er að fjármunir fyrir byssukaup- um ásamt öðrum tilfallandi kostnaði vegna vopnavæðingar falli undir liðinn „efling almennrar löggæslu“ í fjárlögum. Í fjárlögum fyrir árið 2013, sem voru seinustu fjárlög sem fyrri ríkisstjórn gerði, var sá liður 211,6 milljónir króna. Ári síðar hafði þessi liður snarhækkað og er fyrir núverandi ár 526,9 milljónir króna. Í núverandi frumvarpi til fjárlaga árið 2015 stendur þessi liður nokkuð í stað, er 520 milljónir króna. „Ég ákvað það, í samráði við fjármálaráðherra, að ráðstafa mínu fjármagni þannig að ég hefði 500 milljónir til viðbótar á næstu árum, það er að segja 500 milljónir á ári, viðvarandi viðbótarfjár- magn til lögreglunnar,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi dómsmálaráð- herra, í viðtali við Pressuna á Vísi.is þann 6. desember 2013, stuttu eftir að fjárlög voru samþykkt. Viðbótarfjármagni þessu átti að vera ráðstafað af þverpólitískri þingmannanefnd. Lögreglan verði að geta gripið til vopna Í þessu sama viðtali við Pressuna var Hanna Birna spurð hver staðan væri á auk- inni heimild lögreglunnar til vopnaburðar. „Sú vinna er í gangi. Við auðvitað þekkjum þessa umræðu og ég held að það sé mikil- vægt fyrir okkur í stjórnmálunum að leyfa lögreglunni að einhvern veginn að klára það, og leyfa lögreglunni að fara yfir það og meta þá þörf. Við erum auðvitað öll að vonast til að við getum áfram búið í samfé- lagi sem er tiltölulega laust við þessa hluti, þar sem þetta er ekki hluti af venjulegum veruleika venjulegs fólks. Það breytir engu um það að lögreglan verður að geta gripið til slíks við aðstæður sem þessi gerist þörf. Þannig að ég mun sjá þær niðurstöður og fara yfir þær. […] Þannig að ég held að við verðum að leyfa þeim að fara yfir það, heldur en að stjórnmálamenn fari að kveða upp um það hvað við teljum æskilegt og eðlilegast,“ var svar Hönnu Birnu. Talað undir rós Í tillögum fyrrnefndar þingmannanefndar um skiptingu viðbótarfjármagns til löggæslu árið 2014 kemur fram að gert sé ráð fyrir um 1,1 milljarði króna til að „bæta búnað lögreglu og þjálfun lögreglumanna“ á árunum 2014 til 2017, þar af 80 milljónir á núverandi ári. Ítrekað er vitnað í skýrslu um eflingu löggæslu frá árinu 2013 í tillögum þingmannanefndarinnar. Í svari við fyrirspurn DV vitnar Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislög- reglustjóra, í umrædda skýrslu. „Forgangs- atriði þrjú er að bæta búnað lögreglu og þjálfun lögreglumanna. Gert er ráð fyrir að verja um 1,1 millj. kr. til þess á árunum 2014 til 2017. Komið verði á fastri skipan varðandi síþjálfun og búnaðarendurnýjun lögreglunnar,“ segir í skýrslunni. Skýrslan grundvöllur kaupanna „Á grundvelli skýrslunnar var veitt sérstök fjárveiting 2014 til þess að fjölga lög- reglumönnum og bæta búnað og þjálfun þeirra. Varðandi búnað og þjálfun nemur sú upphæð 78 m.kr. Vegna þessa hefur ríkislögreglustjóri í samvinnu við Lögreglu- skóla ríkisins unnið að þjálfunarátaki fyrir lögreglumenn í valdbeitingu og sjálfsvörn þ.m.t. skotvopnaþjálfun, til viðbótar við þá skotvopnaþjálfun sem lögreglumenn fengu fyrir. Einnig er unnið að endurnýjun og viðbótarkaupum búnaðar svo sem ljós- og miðunarbúnaðar, hlífðarbúnaðar o.fl. Þeirri vinnu er ekki lokið og ekki liggur endanlega fyrir hvað verður keypt,“ segir í svari Jóns við fyrirspurn DV. Dregið úr orðalagi Enn fremur er ítrekað vitnað í skýrslu í tillögum þingmannanefndarinnar. Sam- kvæmt heimildum DV voru fyrstu drög af þessari skýrslu skýrari hvað varðar vopna- búnað lögreglu og var beinlínis hvatt til vopnavæðingar. Samkvæmt sömu heimild var dregið úr slíku orðalagi í skýrslunni og kann það að skýra hvers vegna vopna- kaupin voru á huldu. Almennt orðalag „Fram kemur í áðurnefndri skýrslu um eflingu lögreglunnar og einnig í svörum lögreglustjóranna að leggja þurfi mikla áherslu á þjálfun og búnað almennrar lögreglu. Auka þurfi almenna viðbragðs- getu og viðbúnað lögreglu til þess að stemma stigu við afbrotum og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna. Þannig þurfi að styrkja lögregluna til þess að takast á við erfið mál, skilgreina lágmarks aðgerðaþjálfun og bæta búnað,“ segir í tillögum þingmannanefndarinnar. Ekkert talað um byssukaup Arndís Soffía Sigurðardóttir, varaþingmað- ur Vinstrihreyfingarinnar - græns fram- boðs, sat í umræddri þingmannanefnd. Hún segir í samtali við DV að aðeins hafi verið rætt um aukinn búnað á fundum nefndarinnar og ekkert hafi verið minnst á byssukaup. Þrátt fyrir að hvergi sé vitnað í kaup á byssum né að fara norsku leiðina í hvorki skýrslunni né tillögunum þá eru það í raun milljónirnar 78, sem áttu að fara í „búnað“, sem fóru í vopnakaupin. „Verkefnið“ Þrátt fyrir orð Arndísar þá koma fram í tillögum nefndarinnar fyrirhugaðar vopna- æfingar lögreglumanna, sem fóru fram á dögunum. Að vísu er orðalag mjög óljóst. „Þegar litið er heildstætt til forgangsröðunar lögreglustjóranna og tillagna í skýrsl- unni um eflingu lögreglunnar er það mat þingmannanefndarinnar að brýnt sé að efla viðbragðsgetu liðanna og þjálfun og búnað almennrar lögreglu. Þingmannanefndin leggur því til að um 80 milljónum króna verði varið til tækja- og búnaðarkaupa sem og þjálfunar almennra lögreglumanna. Verði ríkislögreglustjóra falið að annast yfirumsjón með verkefninu í samvinnu við Lögregluskólann. Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur undanfarin ár annast þjálfun lögreglu- liðanna ásamt því að æfa með þeim. Vegna þessa verkefnis verði því ráðnir tveir menn til sérsveitarinnar,“ segir í tillögum. n LögregLan vopnast með Leynd n Lögregluyfirvöld keyptu 200 MP5-hríðskotabyssur n Allar lögreglubifreiðir búnar Glock 17 og MP5 n Báðu um rafbyssu en fengu vélbyssu n Skýrsla notuð til rökstuðnings kaupum Mjög skiptar skoðanir innan lögreglunnar Landssamband lögreglumanna hefur ekki myndað sér skoðun á málinu „Í gegnum tíðina hefur landssambandið fagnað allri aukinni þjálfun lögreglu- manna en varðandi vopnamálin og vopnaburð lögreglumanna þá eru mjög skiptar skoðanir um það í liðinu öllu,“ segir Frímann B. Baldursson, varaformaður Landssambands lögreglumanna. Hann segir málið ekki hafa verið kynnt almennilega fyrir lögreglumönnum en að þjálfunin hafi engu að síður farið fram. „Það hefur ekki verið kynnt hvernig framkvæmdin á að vera en norska leiðin er þannig að menn eru með vopnin í læst- um hirslum í bílunum. Þá er það yfirmaður sem gefur heimildina til þess að opna kistuna. Hvort sú framkvæmd verður hér eða ekki veit ég ekki um,“ segir Frímann sem er þeirrar skoðunar að lögreglan fái vægari úrræði á borð við rafbyssuna. „Það eru ekki allir lögreglumenn sem fagna því að hafa vopnið svona nálægt sér. Varðandi rafbyssurnar þá er það eitt af því sem landssambandið hefur kallað eftir. Okkur er kennt að grípa ávallt til væg- ustu úrræða og rafbyssan er sannarlega vægari úrræði en skotvopn,“ segir Frímann. Hann bendir á óháðar kannanir sem hann segir sýna að óheppilegum dauðs- föllum í átakamálum lögreglu hafi snarlega fækkað með tilkomu rafbyssunnar, þá sérstaklega í Banda- ríkjunum þar sem hver lögreglumaður ber bæði rafbyssu og skotvopn. „Lögreglumenn grípa þá frekar til raf- byssunnar en skotvopns- ins þó svo að þeir séu með hvort tveggja. Síðan er líka annað sem hefur komið fram en það er varðandi vinnuslys. Þegar lögreglu- menn eru að slasast í átökum við menn eða einstaklingar sem lenda í átökum við lögreglu, þessum slysum hefur fækkað gríðarlega með tilkomu rafbyssunnar. Varðandi vopnaburðinn þá höfum við ekki myndað okkur neina afgerandi skoðun á þessu enn sem komið er, en þetta mun koma til umræðu á næstu vikum.“ n Þrýstingur frá yfirmönnum Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra, kemur af fjöllum þegar blaðamaður ber undir hann vopnavæðingu lögreglu. Hann segist ávallt hafa lagst gegn slíkri þróun. „Mér er kunnugt um skýrslur og mér er kunnugt um umræðu um þessi mál, ekki bara á allra síðustu misserum og árum heldur áratugum,“ segir Ögmundur. Hann neitar því þó ekki að þessi leið hafi verið nefnd við hann af æðstu yfirmönnum lögreglunnar meðan hann gegndi embætti ráðherra. Hann telur ekki ólíklegt eftir að hann steig niður hafi æðstu menn löggæslunnar lagt þrýsting á nýjan ráðherra um taka upp þessa leið. Hann segir þó að þegar hann steig niður sem ráðherra hafi ekki staðið til að vopna- væða lögregluna. Spurður um norsku leiðina eða réttar sagt læsta byssukassa segist Ögmundur ávallt hafa lagst gegn slíkum hugmyndum. „Ég hef alltaf verið andvígur slíku og ef menn hafa talið þetta sérstaka vörn fyrir lögregluna þá tel ég að menn fari villur vegar. Vopn kalla á vopn.“ n Þingmannanefnd Hér má sjá kynningarmynd frá upphafi árs þegar nefndin afhenti innanríkisráðherra tillögur sínar um skiptingu 500 milljóna króna fjárveitingar til að efla löggæsluna í landinu. Formaður nefndarinnar var Vilhjálmur Árnason og aðrir nefndarmenn Jóhanna María Sigmundsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Svava Snæberg Hrafnkelsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson og Arndís Soffía Sigurðardóttir. Fyrrverandi innan­ ríkisráðherra Ögmundur segist ávallt hafa lagst gegn vopna- væðingu lögreglu. Fyrrverandi dómsmála­ ráðherra Ákvörðun um vopnavæðingu lögreglu var tekin meðan Hanna Birna var dómsmálaráðherra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók við þeim málaflokki í lok ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.