Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Blaðsíða 13
Vikublað 21.–23. október 2014 Fréttir 13 Ríkið greiddi hálfa milljón af flugvélaleigu n Hanna Birna Kristjánsdóttir veitti Hjördísi Svan styrki af ráðstöfunarfé ráðherra Styrkirnir í tíð fyrrverandi ríkis­ stjórnar, þegar Ögmundur Jónas­ son var innanríkisráðherra, námu rúmlega 964 þúsund krónum en hafa numið rúmlega 1.330 þúsund krónum það sem af er þessu kjör­ tímabili þegar Hanna Birna Krist­ jánsdóttir hefur verið innanríkis­ ráðherra. Í svarinu frá innanríkisráðu­ neytinu kemur fram að um sé að ræða greiðslu á ýmiss konar kostn­ aði eins og ferðakostnaði, lögfræði­ kostnaði, húsnæðiskostnaði, þýð­ ingakostnaði og ferðakostnaði. Þetta gerði ráðuneytið til að tryggja velferð barna hennar. „Innanríkis­ ráðuneytið hefur á ýmsan hátt stutt Hjördísi Svan Aðalheiðar­ dóttur til að tryggja velferð barna hennar meðan á langvarandi for­ sjárdeilu hennar og dansks barns­ föður hennar stóð. Hjördís þurfti að dvelja langdvölum í Danmörku ásamt börnum sínum en þar átti hún hvorki aðstandendur né fastan samastað,“ segir í svarinu frá ráðu­ neytinu. Hluti styrkjanna var svo notað­ ur í leiguna á flugvélinni sem not­ uð var til að flytja Hjördísi og dætur hennar til Íslands í fyrrahaust. Hugsanleg lending Eins og málið stendur núna gæti þetta erfiða forræðismál endað þannig að Hjördís Svan og dæt­ ur hennar verði aftur sameinað­ ar til frambúðar á Íslandi eftir að hún losnar af Vernd eftir einungis örfáar vikur. Raunar er það svo að Vernd er opið úrræði fyrir fanga sem eru að ljúka afplánun sinni og er gert ráð fyrir að þeir stundi vinnu á meðan þeir dvelja þar og þess vegna eru þeir ekki í fangelsinu sjálfu nema á kvöldin og yfir nóttina. Hjördís get­ ur því sannarlega átt í samskiptum við dætur sínar að einhverju leyti á meðan hún dvelur þar. Miðað við það sem Lára Júlíus­ dóttir segir, sem reyndar rímar við aðrar heimildir sem DV hefur, þá mun Kim Gram Laursen ekki hafa höfðað annað afhendingarmál eftir dóm Hæstaréttar Íslands fyrr á ár­ inu. Kannski hefur hann lagt árar í bát og ætlar sér ekki að gera frekari tilraunir til að ná dætrum sínum til sín, þrátt fyrir niðurstöður danskra dómstóla í forræðismálinu. Dyggur stuðningur; óheppilegt samhengi Ekki verður annað sagt en að stuðn­ ingur ráðuneytis Ögmundar Jónas­ sonar og Hönnu Birnu Kristjáns­ dóttur við Hjördísi Svan hafi verið mikill í málinu. Hluti styrkjanna frá ráðuneyti Hönnu Birnu var notað­ ur til að fjármagna leiguna á flug­ vélinni sem flutti mæðgurnar til Ís­ lands – þaðan sem stúlkurnar hafa ekki farið eftir það. Á sama tíma þarf auðvitað að benda á það að brottnám stúlkn­ anna var lögbrot að mati danskra dómstóla og hlaut Hjördís Svan dóm fyrir það. Ekki er sérstaklega heppilegt að fjármunirnir frá ráð­ herranum hafi verið nýttir í leigu á flugvél til að flytja dætur Hjördísar frá dönsku réttvísinni. Búið var að veita Kim Gram forræði yfir stúlk­ unum með dómi í Danmörku og svo var Hjördís Svan dæmd fyrir brottflutning stúlknanna. Af ráðstöfunarfé ráðherra Einnig þarf að vekja athygli á því að styrkirnir frá Hönnu Birnu til Hjör­ dísar Svan komu af ráðstöfunarfé ráðherra enda eru engir fjárlaga­ liðir sem gera ráð fyrir því að ráðu­ neyti greiði málskostnað Íslendinga erlendis. Í reglum um borgaraþjón­ ustu utanríkisráðuneytisins segir meira að segja skýrt að lögfræði­ kostnaður sé ekki greiddur fyr­ ir Íslendinga: „Borgara þjónustan greiðir ekki kostnað vegna þjón­ ustu lögfræðinga og túlka erlendis eða annan kostnað sem hlýst af málarekstri.“ Eftir því sem DV kemst næst hefur utanríkisráðuneytið ekkert stutt Hjördís Svan fjárhagslega á síðustu árum. Einungis er um að ræða styrki frá innanríkisráðu­ neytinu. Ákvörðunin um að veita þessa styrki liggur hjá innanríkis­ ráðherrunum, Ögmundi Jónassyni og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Dæturnar hafa ekki farið Ráðherrarnir geta styrkt þau verk­ efni sem þeir vilja og er hverjum ráðherra heimilt að ráðstafa 2,5 milljónum króna með þessum hætti. Í fyrstu grein reglna um ráð­ stöfunarfé ráðherra segir: „Af ráð­ stöfunarfé ráðherra er heimilt að styrkja málefni og verkefni sem stuðla að framgangi íslenskra hagsmuna og til almannaheilla. Um heimild á fjárlagaliðnum ráð­ stöfunarfé ráðherra 01­199 1.10 fer skv. fjárlögum hverju sinni, en á fjárlögum ársins 2012 eru um að ræða 2,5 m.kr.“ Umsækjendur um þessa styrki þurfa að sækja sérstak­ lega um þá til ráðherra. Samkvæmt einum fyrrverandi ráðherra sem DV ræddi við voru endalausar slíkar beiðnir um „að setja fé í málskostnað“ þegar hann var í embætti. Því eru margir sem vilja sækja slíkt fé í ríkissjóð en ekki er gert ráð fyrir því og þess vegna eru engir fjárlagaliðir sem gera ráð fyrir því. Ráðherrar geta hins vegar styrkt slík verkefni með ráðstöfunarfé sínu. Í tilfelli Hönnu Birnu hefur hún nú þegar varið drjúgum hluta af ráðstöfunarfé ráðherra til að styrkja Hjördísi Svan og hafa styrkirnir verið notaðir til greiða kostnað sem íslenska ríkið greið­ ir yfirleitt ekki fyrir Íslendinga er­ lendis. Þessi stuðningur kann hins vegar að hafa skipt umtalsverðu máli nú þegar flest bendir til að forræðismáli Hjördísar Svan Að­ alheiðadóttur sé við það að ljúka þegar hún verður frjáls ferða sinna á nýjan leik. Sannarlega hafa dæt­ urnar þrjár dvalið á Íslandi æ síð­ an ráðuneytið fjármagnaði – að því er virðist án eigin vitundar – hluta af leigukostnaðinum á flugvélinni sem flutti þær hingað til lands fyrir rúmu ári síðan. n Svör ráðuneytisins 2,3 milljónir í styrki „Innanríkisráðuneytið hefur á ýmsan hátt stutt Hjördísi Svan Aðalheiðardóttur til að tryggja velferð barna hennar meðan á langvarandi forsjárdeilu hennar og dansks barnsföður hennar stóð. Hjördís þurfti að dvelja langdvölum í Danmörku ásamt börnum sínum en þar átti hún hvorki aðstandendur né fastan sama- stað. Haustið 2013 gerði ráðuneytið athugasemdir við málsmeðferð tveggja sýslumannsembætta í brottnámsmáli barna Hjördísar Svan og taldi að skort hefði á að hagsmunir barnanna hefðu verið hafðir í fyrirrúmi sem skyldi. Í tíð fyrrverandi innanríkisráðherra voru veittir styrkir af liðnum ráðstöfunar- fé ráðherra til að aðstoða við húsnæð- iskostnað og framfærslu fjölskyldunnar. Innanríkisráðuneytið greiddi einnig ferð þáverandi aðstoðarmanns og forstöðu- manns Barnaverndarstofu til Kaup- mannahafnar í maí 2011 þar sem fundað var með dönskum félagsmálayfirvöldum og óskað eftir að velferð Hjördísar og barna hennar yrði tryggð. Ráðuneytið hlutaðist jafnframt til um að Hjördís fengi félagslegan stuðning og tók málið upp við dönsk stjórnvöld. Alls nemur þessi kostnaður 964.310 kr. Í tíð núverandi innanríkisráðherra hafa verið veittir styrkir af liðnum ráðstöfunarfé ráðherra vegna þýðinga á málsskjölum, húsnæðiskostnaðar og lögfræðikostnaðar. Ráðuneytið fékk í október og nóvember á síðasta ári utanaðkomandi lögfræðiráðgjöf vegna máls Hjördísar Svan og barna hennar. Alls nemur þessi kostnaður 1.330.379 kr.“ Skipulagði flugferðina Jón Kristinn Snæhólm skipulagði flugferðina með Hjördísi Svan og dætur hennar og greiddi meðal annars fyrir leiguna á flugvélinni. EKki lengur í Horsens Hjördís var í fangelsi í Horsens í Danmörku en kom til Íslands í júlí og dvaldi um hríð í kvenna- fangelsinu í Kópavogi áður en hún fór á Vernd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.