Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Blaðsíða 28
Vikublað 21.–23. október 201428 Lífsstíll
Bættu kynhvötina
nFimm náttúrulegar leiðir til að koma þér í stuð
Þ
að er fullkomnlega eðilegt
að vera ekki alltaf í stuði
fyrir kynlíf enda geta ótal
hlutir haft neikvæð áhrif á
kynhvötina. Hins vegar, ef
þú vilt bæta náttúru þína, getur þú
skoðað eftirfarandi lista. Kannski er
auðveldara að koma þér af stað aft-
ur en þú heldur – og það án lyfja.
Hér eru fimm náttúrulegar leiðir
til að auka áhuga á bólleikfiminni
en listinn birtist fyrst í tímaritinu
Healthy Women.
1 Frygðar-aukandi
fæða
Það eru fáar vís-
indalegar rann-
sóknir sem virð-
ast sanna að matur
sem talinn er hafa frygðaraukandi
áhrif virki. Þú tapar samt engu á að
prófa. Kannski hafa ostrur, fíkjur,
súkkulaði og paprika engin líffræði-
leg áhrif en það er aldrei að vita
um þau sálfræðilegu. Fyrir utan
að þessar fæðutegundir eru flestar
hollar og góðar.
2 Mynd af makanum-Helen Fisher, mannfræðingur
við Rutgers-háskólann í
Bandaríkjunum, gerði
rannsókn þar sem
hún lét þátttakend-
ur horfa á ljósmynd
af elskhuga sínum
í hálfa mínútu. Í ljós
kom að heili þeirra fór að
framleiða dópamín, hormón
sem hefur jákvæð áhrif á kynhvöt-
ina. Gríptu uppáhaldsmyndina af
kærastanum og eyddu hálfri mín-
útu á dag við að horfa á hana.
3 Hreyfðu þig Erfið-
ar æfingar, eins
og hlaup, hjól-
reiðar og sund,
bæta blóðflæð-
ið til kynfæranna.
Hreyfing eykur
einnig framleiðslu endórfín-horm-
óna sem bæta almenna líðan. Eftir
góða æfingu eykst einnig testó-
sterónmagn í blóði og þér finnst þú
kynþokkafyllri en ella.
4 Drekktu rauðvín Það er ekkert leyndarmál að
áfengi hefur áhrif á hömlur okkar
og getur breytt fúlasta einstaklingi
í daðrara. Rauð-
vín er betri kostur
en bjór og hvítvín
bæði vegna rauða
litarins og vegna
þess að örlítið
rauðvín bætir blóð-
rásina. Samkvæmt einni
rannsókn laðast bæði kynin meira
að fólki sem klæðist rauðum lit en
öðrum litum.
5 Knúsaðu þig í stuð Rannsóknir hafa sýnt að 20
sekúndna knús getur aukið magn
oxýtósín, hormóns sem hjálpar
okkur að bindast öðru fólki. Knús-
aðu, faðmaðu og snertu makann
oftar. Það gæti kveikt á einhverju
skemmtilegu. n
Knús Getur kveikt lostann, en það getur hreyfing einnig gert.
Nóg að sjá
maka Gríptu upp-
áhaldsmyndina
af kærastanum
og eyddu hálfri
mínútu á dag í að
horfa á hana.
Gerðu rúmið
betra
Til að fá góðan nætursvefn er
nauðsynlegt að sofa í notalegu
rúmi. Dýnan leikur þar stórt
hlutverk, en það getur verið
vandasamt að velja þá réttu.
Sumum hentar að sofa á dýnu
sem lagar sig að líkamanum á
meðan aðrir geta það ekki. Slíkar
dýnur henta til dæmis illa þeim
sem eru mjög heitfengir, enda
anda þær oft minna.
Efnið í rúmfötunum skiptir
líka máli. Þrátt fyrir að rúmföt úr
bómullar- og pólýesterblöndu
krumpist minna þá anda þau
ekki eins vel og hrein bómull.
Gættu þess líka að skipta reglu-
lega um rúmföt svo ryk fari ekki
að angra þig.
Þá er einnig gott að skipta
koddanum reglulega út. Hann
á hvort tveggja til að safna alls
konar óþverra í sig, þrátt fyrir
að vera þrifinn reglulega, og
að koðna niður með tímanum.
Þannig veitir hann ekki nógu
góðan stuðning við hálsinn.
Karlmanns-
flensa er til
Konur hafa í gegnum tíðina oft
hlegið að karlmönnum þegar
þeir leggjast í rúmið með smá
kvef og emja og væla yfir veik-
indum sínum. Þessi smávægi-
legu veikindi eru oft kölluð
„man flu“ eða karlmannsflensa.
En konur ættu kannski að hætta
að hlæja af þessum greyjum
því vísindamenn við Harvard-
háskóla hafi komist að því að
ónæmiskerfi karla er í raun
veikara en kvenna. Þeir eru því
kannski veikari en kvenfólk-
ið kann að halda þó að þeir líti
bara út fyrir að vera með kvef.
Ef marka má niðurstöðurnar
er það vegna skorts á kven-
hormóninu estrógeni. Það ger-
ir karlmenn móttækilegri fyrir
lugnabólgu og öðrum öndunar-
færasjúkdómum.
ht.is
HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ S: 414 1740 • EYRARVEGI 21 SELFOSSI S: 480 3700 • GARÐARSBRAUT 18A HÚSAVÍK S: 464 1600 • GLERÁRGÖTU 30 AKUREYRI S: 460 3380 • KAUPVANGI 6 EGILSSTÖÐUM S: 414 1735 • ÞJÓÐBRAUT 1 AKRANESI S: 431-3333 • SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK S: 569 1500
með Android
Næsta bylgja sjónvarpa er komin
Philips Ambilight sjónvarp
með Android stýrirkerfinu
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT