Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Blaðsíða 31
Vikublað 21.–23. október 2014 Sport 31 Sjálfstortíming Tottenham gegn toppliðunum þeim leikjum n Stórt tap gegn City um helgina átti ekki að koma á óvart 2 Einstaklingsmistök Af toppliði að vera þá virðist Tottenham gera óeðlilega mikið af einföldum mistök- um í stórleikjum sem liðinu er reglulega refsað fyrir. Gegn Chelsea á Stamford Bridge, í stöðunni 0–0 eftir 56 mínútur, hafði Tottenham fengið mörg marktækifæri. En þá ákvað títtnefndur Vertonghen að reyna að bera boltann upp og leika á Andre Schurrle. Hann rann á rassinn, Schurrle stakk boltanum inn fyrir á Samu- el Eto'o sem skoraði og fagnaði sem frægt er orðið eins og „gamall kall.“ Og dæmin eru fleiri. Þegar Emmanuel Adebayor lét reka sig af velli í grannaslagnum gegn Arsenal árið 2012 í stöðunni 1–0 fyrir Tottenham. Tottenham tapaði leiknum 2–5. Í síðasta mánuði, gegn Arsenal, klikkaði Erik Lamela og gaf Arsenal jöfnunarmark- ið á silfurfati með furðulegri tilraun til hreinsunar, 1–1. Í mars 2013 var Tottenham 2–1 yfir gegn Liverpool á Anfield þegar Kyle Walker átti sögulega hræðilega langa sendingu til baka, Hugo Lloris kom út úr markinu og reyndi að hreinsa en boltinn hrökk fyrir fætur Stuarts Downing, af öllum mönn- um, sem skoraði af yfirvegun. Liverpool vann leikinn 3–2. 3 Lélegir bakverðir Kyle Walker er næstum því frábær bakvörður að mati Liews. Hann er góður með boltann, fljótur og sókndjarfur. Hann er líka ágætur í að vinna boltann, fínn tæklari, góður í að koma sér fyrir fyrirgjafir og erfitt að komast fram hjá honum. En hann er algjörlega týndur þegar kemur að staðsetningum. Hann les leikinn illa og lætur allt of oft teyma sig út úr stöðu og er sjaldan á sömu bylgjulengd og restin af varnarlínunni. Á meðfylgjandi mynd lætur hann Didier Drogba draga sig niður með þeim afleiðingum að hann spilar Ramires réttstæðan í 5–1 tapi gegn Chelsea í undanúrslitum FA-bikarsins 2012. En Walker er ekki eini slóðinn, enda hefur hann verið meiddur síðan í mars. Fingraför hans eru samt á flestum þessara 24 leikja sem eru hér til umfjöllunar, þar sem hann hefur leikið þá flesta af varnar- mönnum liðsins. Danny Rose hefur sömuleiðis einstakt lag á að láta draga sig út úr stöðu. Eins og þetta fræga dæmi úr leiknum gegn Liver- pool fyrr á leiktíðinni. Rose skilinn eftir í ruglinu úti á kanti og skokkaði áhugalaus til baka meðan Liverpool skoraði eitt af þremur mörkum sínum. 4 Skóreimar Younes Kaboul Þessi mynd frá 24. nóvember 2013 segir meira en mörg orð. Stórleikur að hefjast á Etihad-vellinum og varnarlína Tottenham er að huga að sokkunum sínum. Younes Kaboul er að reima skóna sína! Þrettán sekúndum síðar hafði Jesus Navas skorað fyrsta af sex mörkum City þennan daginn. En þetta hlýtur að vera einstakt tilfelli, ekki satt? Rangt! Þú manst eftir mistökunum þar sem Vertonghen rann á rassinn, nokkrum sek- úndum áður en hann datt hafði Kaboul ákveðið huga aðeins að skóreimunum sínum og var gjörsamlega úti á túni þegar Eto'o slapp í gegn og skoraði. 5 Hver er lausnin? Hvað er til ráða fyrir Pochettino sem þrátt fyrir að hafa keypt Ben Davies og Federico Fazio hefur erft mörg vandamál fyrri stjóra? Vörn Tottenham er í topp 6 klassa, ekki topp 4 klassa að mati Liews. Leikmenn á borð við Christian Eriksen, Adebayor og Lamela henta illa fyrir hápressu þar sem krafan er að allir leggi hart að sér. Þar að auki hafa allir keppinautar Tottenham styrkt sig líka. Fyrir leikinn gegn City um helgina sagði Pochettino að hann væri að byrja með hreinan skjöld. Fyrri úrslit væru ekki að þvælast fyrir honum. Nú væri nýtt tímabil, ný hugmyndafræði, nýr leikur. Kannski var þetta hugmyndafræðin sem hann var að tala um, sem sést á meðfylgjandi mynd og mætti kalla „þríhyrning þrjóskunnar.“ Tottenham lá til baka gegn Arsenal á dögunum og beitti skyndisóknum. Þetta skjáskot er ekki úr seinni hálfleik þegar Tottenham var að reyna að hanga á 1–0 forystu, heldur frá byrjun leiksins. Allir 11 leikmenn Spurs fyrir aftan boltann og sáttir við að leyfa Arsenal að vera með hann. Tottenham var aðeins með boltann 31 prósent tímans sem er nýtt fyrir lið Pochettinos. Bakverðir fengu skipun um að halda aftur af sér og ekki láta grípa sig í landhelgi með glórulausum hlaupum fram völlinn. Varnarlínan var þétt og vel skipulögð. Ef ekki hefði verið fyrir mistök Lamelas hefði Tottenham getað stolið sigrinum. Það var allt annað að sjá liðið fram að því. Margir velta fyrir sér hvort Pochettino nái að leika eftir afrek sín með South- ampton og gera betur með Tottenham. Hann hljómaði þó ekki eins og stjóri stórliðs eftir Arsenal-leikinn. „Við mættum stóru liði eins og Arsenal vel. Þetta var gott stig fyrir okkur.“ Kaldhæðnin er því kannski sú að mati Liews að til að sigra loks eitt af stórliðun- um þarf Tottenham kannski að fara að hugsa eins og smálið. *Heimild: „Tottenham Hotspur keep getting thrashed by the big clubs - why does it happen?“ eftir Jonathan Liew. Telegraph. co.uk. 1 Varnarlína hátt uppi Í lok leiks gegn City í nóvember í fyrra var James Milner með boltann djúpt á eigin vallarhelmingi. Jesus Navas, kantmaður City, var að skokka við miðlínuna. Varnarlína Tottenham var allt of ofarlega, Milner sendi boltann langt fram og fjórum sekúndum síðar hafði Navas skorað eftir að hafa sloppið einn í gegn með Jan Vertonghen, sem hafði reynt að komast inn í sendinguna, á hælunum. En hin háa varnarlína sem slík er ekki vandamál. Svo lengi sem þú hefur leikmenn til að standa undir henni. Liew útskýrir að til að gera það þurfi fljóta varnarmenn. Þó að Vertonghen sé ekki hægur þá er Navas náungi sem hefur tekið 100 metrana á 10,8 sekúndum og bræddi einu sinni úr hlaupabretti með því að hlaupa of lengi á hæstu stillingu. Það þurfa allir leikmenn líka að pressa. Þannig náði Pochettino árangri hjá Sout- hampton. Það þarf að pressa um allan völl af áfergju því þú ert veikur fyrir löngum boltum inn fyrir aftan hina háu varnarlínu. André Villas-Boas komast að því að hann væri ekki með leikmenn í þessa taktík og Spurs spiluðu ekki alltaf svo hátt uppi. Enda er það tifandi tímasprengja gegn liðum með eldsnögga leikmenn, í lok leikja þar sem leikmenn þínir eru orðnir þreyttir. Of há varnarlína, þar sem menn eru ekki á sömu bylgjulengd, getur breytt 1–2 marka tapi í 5–6 marka tap. Þríhyrningur þrjóskunnar Eldsnöggur Navas Eldsnöggur Navas Vörnin ofarlega Sorgmæddur AVB Mistækur Vertonghen Allir aðrir Vönkuð varnarlína Ramires réttstæður Sturridge að sækja á vinstri bakvörð Spurs Vinstri bakvörður Spurs Að byrja fótboltaleik Þessir laga sokkana Kaboul reimar skóna Eto'o bíður átektar Já, Kaboul er að reima skóna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.