Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Blaðsíða 4
Vikublað 21.–23. október 20144 Fréttir Höskuldur Þórhallsson gæti fengið Steingrím J. sem mótframbjóðanda í Norðurlandaráði F ormlega er það Norðurlanda­ ráð sem ákveður hver á að vera forseti ráðsins. Við þurf­ um bara að ákvaða hvað við gerum; hvort við ákveðum að bjóða Steingrím líka fram,“ segir Høgni Hoydal, færeyskur stjórnmála­ maður úr Þjóðveldisflokknum og for­ maður hóps Vinstri sósíalískra græn­ ingja í Norðurlandaráði, aðspurður hvort hópurinn hyggist stinga upp á því á fundi Norðurlandaráðs í lok mánaðarins að Steingrímur J. Sig­ fússon, fyrrverandi formaður Vinstri grænna, verði í framboði til forseta Norðurlandaráðs. Í hópnum eiga sæti fulltrúar úr vinstrisinnuðum stjórn­ málaflokkum frá Norðurlöndunum. Steingrímur varð undir Líkt og greint hefur verið frá í fjölmiðlum ákvað Íslandsdeild Norður landaráðs að tilnefna Höskuld Þórhallsson, þingmann Framsóknarflokksins, sem næsta forseta auk þess sem gerð er tillaga um að Guðbjartur Hannesson verði varaformaður ráðsins. Á fundi Ís­ landsdeildarinnar var kosið á milli Höskuldar og Steingríms og varð Steingrímur undir í þeirri kosningu. Fulltrúi Samfylkingarinnar, Guð­ bjartur Hannesson, studdi Höskuld í kosningunni en hann er varaforseta­ efni Íslandsdeildarinnar samkvæmt tillögunni sem nú liggur fyrir. Fulltrúar í Íslandsdeild Norður­ landaráðs eru þingmennirnir Hös­ kuldur Þórhallsson, sem er formaður, Elín Hirst, Guðbjartur Hannesson, Jóhanna María Sigmundsdóttir, Ró­ bert Marshall, Steingrímur J. Sigfús­ son og Valgerður Gunnarsdóttir. Tilnefndir yfirleitt sjálfkjörnir Íslandsdeildin fær að tilnefna for­ setaefni til Norðurlandaráðs fyrir Ís­ lands hönd á fimm ára fresti en löndin sem eru aðilar að Norðurlandaráði skiptast á að tilnefna forsetaefni. Høgni segir að venjan sé sú að til­ nefningar einstakra landa í Norður­ landaráði standi og því séu þeir sem tilnefndir eru nánast sjálfkjörnir. Sam­ kvæmt þessu ætti Höskuldur nánast að vera sjálfvalinn í starfið. „Venju­ lega er þeirri niðurstöðu sem landið ákveður bara fylgt,“ segir Høgni. Hins vegar kann að vera að Stein­ grímur J. verði einnig boðinn fram sem forsetaefni þó að Íslandsdeildin hafi ekki valið hann sem frambjóð­ anda. „Ég hef bara sagt það að Stein­ grímur er búinn að vera svo lengi í íslenskum stjórnmálum og Norður­ landamálum í 20 ár. Hann yrði mjög fínn forseti. Þetta hefði bara verið svo upplagt. Ég hef hins vegar ekkert á móti Höskuldi – ég þekki hann líka,“ segir Høgni en eitt af því sem meðal annars er nefnt í samanburðinum á milli þeirra er að Höskuldur talar ekki eitt af Skandinavíumálunum og not­ ast því við túlk í störfum innan ráðsins á meðan Steingrímur notar dönsku. Siv í svipuðum sporum Høgni segir að fyrir fimm árum, í síðasta skipti sem Ísland fór með for­ setaembættið í Norðurlandaráði, hafi komið upp sú staða að Siv Friðleifs­ dóttir hafi viljað verða næsti forseti en Helgi Hjörvar, þingmaður Sam­ fylkingarinnar, var þá tilnefndur af Norður landaráði. „Fyrir fimm árum var staðan líka þannig að Siv Friðleifs­ dóttir var að hugsa um að bjóða sig fram líka. Þá var svipuð staða í sendi­ nefndinni. En hún gerði það svo ekki. Þannig að þetta er mögulegt,“ segir Høgni og var Helgi Hjörvar því einn í framboði til forseta. Kosið á milli þeirra Norðurlandaráðsþingið verður haldið í Stokkhólmi dagana 28. til 30. október næstkomandi. Kjörið á forsetanum fer fram fimmtudaginn 30. október. Høgni segir að hópur fulltrúa vinstriflokkanna muni lík­ lega taka ákvörðun um það í næstu viku hvort Steingrímur J. verði einnig í framboði til forseta Norðurlanda­ ráðs en þá verður kosið á milli þeirra Höskuldar og Steingríms. Ákvörðunina sem Høgni ræðir um þarf því að taka með því augna­ miði að líklegra sé að aðrir fulltrúar frá öðrum þjóðum í Norðurlanda­ ráði séu líklegri til að vilja Steingrím en Höskuld sem forseta þingsins. Ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. n „Venjulega er þeirri niðurstöðu sem landið ákveður bara fylgt. Höfnuðu Steingrími sem gæti samt farið fram Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Meirihlutinn vildi ekki Steingrím Íslandsdeild Norðurlandaráðs valdi frekar Höskuld Þórhallsson en Steingrím J. Sigfús- son sem frambjóðanda. Yfirleitt sjálfkjörið Höskuldur Þórhallsson verður að líkindum næsti forseti Norðurlandaráðs ef Steingrímur J. Sigfús- son fer ekki fram gegn honum á þingi ráðsins í lok mánaðarins. Bæði sýknuð í Panama-fléttunni Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir laus allra mála D ómur féll í máli embættis sér­ staks saksóknara gegn Sigur­ jóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi banakastjóra Landsbankans, og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrr­ verandi framkvæmdastjóra fyrir­ tækjasviðs Landsbankans, á mánu­ dagsmorgun. Voru þau bæði sýknuð og ríkissjóður dæmdur til að greiða allan málskostnað, þar á meðal 24 milljónir í málsvarnarkostnað. Sigurjón og Sigríður voru ákærð fyrir umboðssvik og sökuð um að hafa misnotað aðstöðu sína með því að fara út fyrir heimildir til veitingar ábyrgða á meðan þau sátu í lánanefnd Landsbankans. Umboðs­ svikin, sem þau voru ákærð fyrir, voru upp á tæplega fjórtán milljarða króna og snúa að aflandsfélögum í eigu Landsbankans. Féð sem fengið var að láni frá öðrum bönkum var vegna kaupréttarsamninga starfs­ manna Landsbankans. Bæði tvö neituðu sök. Málið hefur hingað til verið kallað Panama­fléttan og tengist undirritun Sigurjóns og Elínar á sjálfskuldar­ ábyrgðir Landsbankans á lánasamn­ ingum við tvö félög, annars vegar fé­ lagið Empennage Inc. og hins vegar félagið Zimham Corp en bæði félög­ in voru skráð á Panama. n birgir@dv.is Koníaksdólgur rústaði hótelbar Starfsmaður hótels í miðborg Reykjavíkur óskaði aðstoðar lög­ reglu laust fyrir miðnætti á sunnu­ dag eftir að óboðinn gestur hafði ruðst þar inn og farið að hrifsa til sín áfengisflöskur af barnum. Þegar maðurinn lét greipar sópa um barinn og náði taki á einni flösku rakst hann í aðrar flöskur í leiðinni þannig að þær féllu í gólfið og brotnuðu. Hafði maðurinn í hót­ unum við starfsmanninn og reyndi loks að kýla hann þegar reynt var að hefta för hans. Lögreglumenn höfðu upp á dólgnum á gangi með veigarnar úr barráninu og var það koníaks­ flaska af dýrari gerðinni sem hann hafði haft upp úr krafsinu. Var hann í annarlegu ástandi og færð­ ur í fangageymslu. Lögfræðingur dæmdur fyrir meiðyrði Árni Stefán Árnason dýraréttar­ lögfræðingur var í Héraðsdómi Reykjaness á mánudag dæmdur fyrir meiðyrði. Var honum gert að greiða Ástu Sigurðardóttur, eiganda hundaræktarinnar Dals­ mynnis, 200 þúsund krónur í miskabætur vegna ummæla sem hann lét falla í þættinum Mál­ ið á Skjá Einum og bloggskrifa. Alls krafðist Ásta að átta ummæli yrðu dæmd dauð og ómerk en tók dómurinn undir kröfu henn­ ar í þremur tilfellum. Þetta eru ummælin „Dýraníð að Dals­ mynni“, „Rekstraraðilinn Ásta Sigurðardóttir hefur augljóslega einnig gerst brotleg við dýra­ verndarlög með ýmsum hætti. Við brotum Ástu eins og þau blasa við mér getur refsing varð­ að allt að tveggja ára fangelsi.“ og „Það á ekki við um Ástu sem hef­ ur eitthvað að fela.“ Árni þarf ekki að greiða fyrir birtingu dómsins í fjölmiðlum en þarf að birta hann á bloggsíðu sinni og greiða 400 þúsund krónur í málskostnað. Í dómsal Sigurjón og Elín voru bæði sýknuð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.