Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Page 2
Helgarblað 31. október–3. nóvember 20142 Fréttir „er kvalin og líður illa“ n Fjölfötluð ung kona veit ekki hvenær hún fær að fara í tannaðgerð Þ að er auðvitað gríðar- lega alvarlegt að vera með tannpínu og kval- ir og ekkert hægt að gera,“ segir Kolfinna Magnús- dóttir, móðir Öldu Karenar, fjöl- fatlaðrar ungrar konu sem þarf bráðnauðsynlega að komast í tann- aðgerð vegna skemmda í tönnum. Sökum fötlunar sinnar dugar henni ekki að fá staðdeyfingu heldur þarf hún að fá svæfingu. Verkfall lækna gerir biðina því enn lengri en ella. „Ég fékk þau svör hjá tannlæknin- um að þetta yrði ekki gert á næst- unni og jafnvel ekki fyrr en á næsta ári. Á meðan fær hún bara verkjalyf nokkrum sinnum á sólarhring,“ seg- ir Kolfinna. Hún segir augljóst að fólk myndi líta þetta alvarlegri aug- um ef ófatlað fólk þyrfti að vera með tannpínu í margar vikur og jafnvel mánuði. „Það væri talið óásættan- legt og engan veginn eðlilegt í okkar velferðarkerfi,“ segir hún. Engin neyðarþjónusta í boði Alda Karen er 25 ára og henn- ar fötlun er margþætt. Hún not- ar ekki hjólastól en er með Downs- heilkenni, einhverfu, flogaveiki og Alzheimershrörnun. „Sökum fötl- unar hennar þarf hún á svæfingu að halda ef þarf að gera við tennur. Undir „venjulegum“ kringumstæð- um eru alltaf einhverjir biðlistar í svona tannaðgerðir þar sem þarf að svæfa. Þá er misjafnt hvort það séu tvær eða þrjár vikur en nú skilst mér að út af þessu verkfalli þá gæti þessi biðtími lengst um fleiri, fleiri vikur. Það getur enginn sagt okkur hvað biðin muni verða löng. Ástandið var slæmt fyrir, en verkfallið gerir þetta enn verra,“ segir Kolfinna. Tanntaka og tannþroski er oft af- brigðilegur hjá einstaklingum með Downs-heilkenni og tannheilsa oft slök. „Eins og hjá dóttur minni þá er hún með fullt af barnatönnum og glerungurinn er lélegur. Hún þyrfti þess vegna mun betri þjónustu en ella, ef eitthvað er. Við fórum til sér- fræðings núna í haust og sendi hann beiðni á annan tannlækni í kjölfar- ið. Í millitíðinni versnaði Öldu mjög og hún fór að fá verki daglega. Hún getur ekki tjáð sig með orðum en maður sér að hún er kvalin og líður illa. Þannig að ég ýtti á það hjá tann- lækninum að það yrði gripið inn í mjög fljótlega. Þá var hins vegar orðið ljóst að það stefndi í verkfall lækna.“ Kolfinna segir þetta bitran veruleika fatlaðs fólks á Íslandi í dag. „Það er til dæmis ekki boðið upp á neina neyðarþjónustu fyrir hana því hún þarf að fara í svæfingu. Tann- læknirinn vill allt fyrir okkur gera en hann getur ekkert gert því hann þarf á sérstakri aðstöðu að halda, ásamt svæfingalækni og hjúkrunar- fræðingi, til þess að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru vegna svæf- ingarinnar.“ Alltaf að berjast DV hefur áður fjallað um Öldu Karen og baráttu hennar við kerfið. Í nóv- ember 2012 fjallaði DV til dæmis um það þegar Alda var dregin gegn vilja sínum, og í öllum fötunum, í bað. Þá var Öldu fyrr á þessu ári synjað um viðbótarakstursþjónustu af félags- þjónustunni í Garði, heimabæ sín- um. „Við erum alltaf í einhverri bar- áttu,“ segir Kolfinna. „Þetta er bara einn hluti af svo mörgum sem við höfum rekið okkur á í gegnum tíð- ina. Þetta er minnihlutahópur sem er traðkað á daglega,“ segir hún að lokum. n Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is „Hún getur ekki tjáð sig með orðum en maður sér að hún er kvalin Alltaf að berjast Kolfinna Magn- úsdóttir ásamt dóttur sinni, Öldu Karen Tómasdóttur. Mynd Sigtryggur Ari Tíu sagt upp hjá 365 Tíu starfsmönnum 365 var sagt upp á fimmtudag en stjórnend- ur boðuðu til starfsmannafund- ar hjá fjölmiðlafyrirtækinu þar sem þetta var tilkynnt. Samkvæmt heimildum DV var þremur konum úr fréttadeild fyrirtækisins sagt upp. Þetta vekur athygli þar sem forstjóri fyrirtækisins, Sævar Freyr Þráinsson, hafði lýst því yfir í sum- ar að hann vildi auka hlut kvenna í fréttaskrifum. Fleiri stjórnend- ur virðast hafa verið sama sinnis, í það minnsta í orði, eins og heim- ildarmaður DV innan úr 365 orð- aði það eftir tíðindin. „Ritstjórinn, sem lofaði að efla hlut kvenna, rak þrjár kon- ur í morgun,“ segir starfsmaður- inn sem vísar þar til ummæla sem Kristín Þorsteinsdóttur, núver- andi aðalritstjóri 365, hafði einnig látið falla. Mikið hefur verið um skipulagsbreytingar innan 365 undanfarin misseri þar sem mikil ólga hefur ríkt um nokkra hríð. S kúlagarður hf., eignarhalds- félag í meirihlutaeigu Fram- sóknarflokksins, skilaði hagn- aði upp á rúma milljón í fyrra. Félagið á höfuðstöðvar Framsóknar- flokksins við Hverfisgötu. Þetta kem- ur fram í ársreikningi Skúlagarðs fyrir árið í fyrra sem gengið var frá í byrjun mánaðarins. Athygli vekur að Halldór Ásgríms- son, fyrrverandi formaður flokksins, er þriðji stærsti eigandi félagsins á eftir Framsóknarflokknum sjálfum og Skúlagarði hf., félaginu sjálfu. Hlutur Halldórs er ekki stór, 0,7 prósent, en hann var einn af forsvarsmönnum flokksins sem skrifaði undir skjöl fyrir hönd Fram- sóknarflokksins þegar hann eignað- ist húsið í árslok 2002. Eignarhalds- félagið Ker hf., sem meðal annars var í eigu Ólafs Ólafssonar í Samskipum, afsalaði sér húsinu þá til flokksins. Í næsta mánuði á eftir var Ólafur einn af kaupendum Búnaðarbankans. Í raun hefur aldrei fengist neinn botn í þau viðskipti. Í samtali við DV í fyrra sagði Guðni Ágústsson, varformaður flokksins, sem einnig skrifaði undir: „Ég veit ekkert um þetta.“ Bókfært eigið fé Skúlagarðs hf. er í dag rúmlega 52 milljónir króna en skuldir félagsins nema einungis 13 milljónum króna. Félagið siglir því lygnan sjó. n ingi@dv.is Halldór á lítinn hlut í höfuðstöðunum Fasteignafélag Framsóknarflokksins siglir lygnan sjó Skrifaði undir Halldór Ásgrímsson skrifaði undir skjöl vegna yfirtök- unnar á höfuðstöðvum flokksins á Hverfisgötu árið 2002 en húsið hafði verið í eigu Kers hf., félags sem var að hluta í eigu Ólafs Ólafssonar. Úrsagnir sökum brottflutninga Hlutfall landsmanna í þjóðkirkj- unni hefur lækkað um fjórtán pró- sentustig frá aldamótum en biskup Íslands segir brottflutning úr landi og aðflutning fólks af erlendum uppruna skýra að einhverju leyti úrsagnir úr þjóðkirkjunni. Þetta hefur RÚV eftir Agn- esi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, sem ræddi úrsagnir í ávarpi sínu á kirkjuþingi síðast- liðinn laugardag en hún sagði að fólk skráist sjálfkrafa úr þjóðkirkj- unni þegar það flytur úr landi. „Þannig að á bak við tölurnar sem birtar eru frá þjóðskránni þá eru skýringar sem ekki eru gefnar upp nema bara tölurnar, þannig að ein skýringin er sú að fólk er að flytja úr landi,“ hefur RÚV eftir biskup. Þá sagði hún aðra skýringu vera væntanlega þá að einhverjir vilja ekki tilheyra þessu samfélagi leng- ur og segja sig því úr þjóðkirkjunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.