Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Síða 14
Helgarblað 31. október–3. nóvember 201414 Fréttir Tryggingar og kjör ebóluteymis óljós U ndirbúningur vegna hugs- anlegrar komu ebólusmit- aðs sjúklings til lands- ins stendur nú sem hæst innan heilbrigðiskerfis- ins. Á dögunum tilkynnti velferð- arráðuneyti að áætlaður kostnað- ur vegna nauðsynlegs búnaðar væri um 100 milljónir króna. 63 milljónir falla undir embætti sóttvarnalækn- is og um 37 milljónir til Landspít- ala. Nú stendur yfir þjálfun á starfs- fólki sem verður hluti af ebóluteymi og annast ebólusjúkling, kæmi slík- ur til landsins. Samkvæmt heimild- um DV stendur til að greiða fólkinu í teyminu sérstaka þóknun komi til umönnunar á sjúklingi með ebólu. Ekki hefur enn verið ákveðið hve há þóknunin eða líf- og sjúkdóma- tryggingin verða. Þau mál eru nú á borði heilbrigðisráðherra. DV sendi fyrirspurn til ráðuneytisins með beiðni um upplýsingar um stöðu málsins og í skriflegu svari kom eft- irfarandi fram: „Hafa ber í huga að kostnaður vegna launa ebóluteym- isins virkjast ekki nema til þess komi að veita þurfi smituðum einstaklingi meðferð. Það sama á við um aukna tryggingavernd en þörf á aukinni tryggingavernd verður skoðuð sér- staklega á grunni mats sóttvarna- læknis á þeirri auknu áhættu sem meðhöndlunin getur falið í sér, ef til kemur.“ Að sögn Ólafs Skúlasonar, for- manns Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga, eru dæmi um að hjúkr- unarfræðingar hafi ekki verið tilbúnir að taka þátt í verkefninu fyrr en skýrt verði með kjör og tryggingar. „Það verður að vera kristaltært fyr- irfram hver kjörin verða og hvern- ig tryggingar fólk hefur komi eitt- hvað upp á,“ segir hann. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Ís- lands, tekur í sama streng og seg- ir mikilvægt að tryggingar liggi fyrir áður en til þess kæmi að ebólusmit- aður sjúklingur kæmi til landsins. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formað- ur Sjúkraliðafélags Íslands, segir al- gjört grundvallaratriði að búið sé að ganga frá stöðu þeirra sem taka þátt í ebóluteymi, komi til þess að virkja þurfi starfskrafta þeirra við um- önnun ebólusjúklings. Hildur Helgadóttir, verkefnisstjóri teymisins, segir að þrátt fyrir óvissu um tryggingar og kjör hafi gengið vel að manna teymið. „Þegar fólk tekur slíka ákvörðun eru það ekki alltaf pen- ingar sem skipta mestu máli. Þetta er fagfólk sem valdi sér þessi fög til að leggja lið í vá. Það er þessi neisti sem kviknar í brjósti ákveðins hluta hóps- ins þegar mikið liggur við,“ segir hún. Fleiri sjúkraliða vantar Í upphafi var talið að um þrjá- tíu starfsmenn þyrfti til að manna teymi til meðhöndlunar ebólusjúk- lings en að sögn Hildar er nú ljóst að fleiri þurfi til enda sé verið að undirbúa til langs tíma. „Við erum komin upp í 30 manns núna en það eru fleiri að bætast við. Upphaflega var áætlað að aðeins yrðu læknar og hjúkrunarfræðingar í teyminu en við höfum ákveðið að bæta líka geislafræðingum og sjúkraliðum í hópinn og erum við núna að leita að fleiri sjúkraliðum.“ Komi ebólusmit- aður sjúklingur til landsins myndu nítján heilbrigðisstarfsmenn sinna honum á hverjum sólarhring. „Þetta er því mikill viðbúnaður og við vilj- um fara eftir ýtrustu kröfum og hafa öryggi starfsmanna og sjúklingsins í fyrirrúmi.“ 200 manns koma að undirbúningi Á Landspítala koma um 200 manns að undirbúningi hugsanlegr- ar komu ebólusjúklings og hefur starfsfólk á bráðamóttöku í Fossvogi og á bráðamóttöku barna, Hjarta- gátt, sjúkraflutningamenn og sótt- varnalæknar um landið fengið þjálf- un í að klæðast sérstökum búningi. Á Landspítala hefur húsnæði verið breytt, lagnir settar upp og verkferl- ar skipulagðir um urðun sorps og líns, svo fátt eitt sé nefnt. Hildur seg- ir undirbúninginn þann flóknasta sem ráðist hafi verið í á Landspít- ala. „Það koma öll svið og margar einingar að þessu og við höfum velt fyrir okkur öllum mögulegum sviðs- myndum.“ n n Hluti starfsfólks vill vita um kjör og tryggingar fyrirfram n Leita sjúkraliða í teymið „Það verður að vera kristaltært fyrir- fram hver kjörin verða og hvernig tryggingar fólk hefur komi eitthvað upp á. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagny@dv.is Ebóla Undirbúningur á Landspítala. MynD Frá LanDspítaLa Ekki peningarnir „Þegar fólk tekur slíka ákvörðun eru það ekki alltaf peningar sem skipta mestu máli,“ segir Hildur Helgadóttir. R eynir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Strætó bs., ekur um á glænýjum tæplega tíu milljóna króna Mercedes Benz-jeppa. Skráningarnúmer bíls- ins er LUR34 og er í eigu Strætó bs. Samkvæmt ökutækjaskrá CreditInfo var bíllinn nýskráður hinn 28. febrú- ar á þessu ári en Strætó keypti bílinn 2. október síðastliðinn. Áður hafði Reynir til umráða Jeep Grand Cherokee-jeppa, 2005 árgerð, en hann var tekinn úr umferð í ágúst síðastliðnum og er nú í eigu Parta- geirans ehf. Heimildir DV herma að bíllinn hafi skemmst í umferðar- óhappi en engin gögn eru til um það í gagnagrunni Umferðarstofu. DV greindi frá því í vikunni að mikil óánægja væri með Reyni með- al vagnstjóra Strætó. Hann er meðal annars sagður beita hörku, óréttlæti og lítilsvirðingu í samskiptum sínum við vagnstjóra. Einnig kom fram að vagnstjórar væru ósáttir með kjara- mál sín hjá fyrirtækinu. Samkvæmt tekjublaði DV frá því í júlí síðastliðn- um er Reynir með rúma 1,1 millj- ón krónur í mánaðarlaun sem framkvæmdastjóri Strætó bs. Það eru rúm fimmföld grunnlaun bílstjóra, sem eru samkvæmt kjarasamningi með 204 þúsund krón- ur á mánuði. „Það er ekki furða að hann eigi erfitt með að skilja launakjör bílstjóra,“ segir viðmælandi DV. Fjöldi starfsmanna hjá Strætó hefur haft samband við blaðamann frá því fréttin birtist í DV í vikunni og tekið undir með viðmælend- um DV. Ljóst er að óánægjan er því ekki bundin við einn starfsmann og aðila honum tengdum, líkt og Reynir heldur fram. n aslaug@dv.is Á tíu milljóna króna jeppa Framkvæmdastjóri Strætó bs. ekur um á glænýjum Benz í eigu fyrirtækisins Framkvæmdastjóri á Benz Bíllinn sem Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., hefur til umráða. VIÐ ERUM GÓÐIR Í DÆLUM Knarrarvogi 4 104 Rvk Sími 585 1070 vov@vov.is www.vov.is Þýsk gæðavara G ra fik a 1 1 • Þrepadælur • Miðflóttaaflsdælur • Borholudælur • Skolpdælur • Hringrásardælur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.