Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Qupperneq 16
Helgarblað 31. október–3. nóvember 201416 Fréttir Þ eir lögreglumenn sem DV hefur rætt við í kjölfar af- hjúpunar á að til stæði að koma fyrir MP5 hríðskota- byssum í flest alla lögreglu- bíla hafa haft orð á því að mesta hneykslið sé hlægilega létt skotpróf sem ætlast er að lögreglumenn nái. Að þeirra sögn viti þeir ekki til að neinn hafi fallið á prófinu og að elstu lögreglumenn, sem séu í raun í engu formi, nái prófinu. „Það pirrar okkur lögreglumenn að aðilar sem eru ekki í formi fái aðgang að þessum vopnum. Ef lögreglan á að vopnast þá þarf að þjálfa menn miklu betur og prófa þá undir álagi. Þetta er gert til dæm- is með því að láta menn hlaupa 500 metra og síðan skjóta af byssunni. Menn þurfa að læra að hægja á hjartslættinum og róa sig niður svo þeir skjóti ekki bara út í loftið,“ segir einn af þeim lögreglumönnum sem DV ræddi við. Líkt og DV hefur greint frá fóru fram umfangsmikil námskeið á dögunum meðal lögreglumanna í notkun á MP5 hríðskotabyssum. Í heildina voru um 200 lögreglumenn sem sóttu nýverið námskeið á æf- ingasvæði sérsveitarinnar á öryggis- svæði Keflavíkurflugvallar. Þurfa að hæfa A3-blað Samkvæmt heimildum DV innan lögreglunnar þá er prófið fyrir MP5- vélbyssuna fremur einfalt. Lögreglu- menn taka sér stöðu 15, 20 og 25 metrum frá skotmarkinu sem er A3 blað, 297 millimetrar á breidd og 420 millimetrar á lengd. Þess má geta að síðan sem þú ert að lesa nú er örlítið minni en skotmarkið. Engin tíma- mörk eru á prófinu en lögreglumenn þurfa að hæfa A3-blaðið fjórum sinnum og hafa til þess fimm skot. Lögreglumennirnir þurfa ekki að gangast undir nein önnur próf, hvorki þolpróf eða gangast undir geðmat. Sérsveitarmenn þurfa hins vegar að gangast undir mun erfiðari próf og eru þeir bæði álags- og þol- prófaðir. „Þetta próf er bara algjört djók. Þú þarft í raun og veru litla sem enga þjálfun til þess að ná skotprófinu. Glock-skotprófið er tekið í 7 og 10 metra fjarlægð en þar er notast við A4-blað. Að sama skapi höfum við fimm skot og þurfum að hitta fjórum þeirra í blaðið.“ Tveggja daga námskeið Þjálfun lögreglumanna stendur nú yfir en samkvæmt heimildum DV hafa um 200 lögreglumenn sótt sérstakt tveggja daga námskeið þar sem farið var yfir notkun á þess- um vopnum. Fyrir hádegi var farið í handtökuæfingar og eftir hádegi fræðslu og þjálfun í notkun MP5. Daginn eftir var enn og aftur far- ið í handtökuæfingar fyrir hádegi og eftir hádegi fræðslu og þjálfun á Glock, þessa sígildu hálfsjálfvirku skammbyssu sem flest lögregluyf- irvöld í hinum vestræna heimi not- ast við. Annar lögreglumaður sem DV ræddi við sagði skotprófið „barna- leik“ og að nánast hver sem er gæti staðist slíkt próf eftir að hafa að- eins skotið tvisvar sinnum úr byssu undir handleiðslu kennara: „Þér er kennt að taka öryggið af og skjóta á blað.“ Aldurstakmark í lögregluna er 20 ár og því gætu mjög ungir lög- reglumenn þurft að taka upp vopn við erfiðar aðstæður. Þess má geta að ítrekuðum fyrir- spurnum DV til ríkislögreglustjóra hefur ekki verið svarað. Próf veiðimanna erfiðara Til að sýna fram á hve auðvelt sé að standast skotpróf lögreglunn- ar er hægt að bera prófið saman við það sem hreindýraveiðimenn þurfa að standast til að fá að fara á veiði. Að vísu er notkun á riffli prófuð hjá veiðimönnum meðan lögreglumenn eru prófaðir á MP5 hríðskotabys- sum, sem vissulega eru frábrugð- in vopn. Samanburðurinn felst fyrst og fremst í því hve mikill munur er á erfiðleika að hitta skotmark miðað við vopn. Meðan nokkuð algengt sé að veiðimenn falli á sínu prófi er hið sama óþekkt meðal lögreglumanna. Meiri nákvæmni Á vef Umhverfisstofnunar er ræki- lega farið yfir framkvæmd skotprófs fyrir hreindýraveiðimenn sem og ströng skilyrði sem nauðsynleg eru til að ná því. „Skotið er á 100 m færi og þú átt að skjóta fimm skotum á innan við fimm mínútum. Öll skot- in eiga að snerta eða hafna innan hrings á skotskífunni sem er 14 sm að þvermáli,“ segir á vefnum. Líkt og sjá má er ætlast til talsvert meiri ná- kvæmni af hreindýraveiðimönnum en lögreglumönnum; veiðimenn mega ekki missa marks ólíkt lög- reglumönnum. n S íðastliðinn miðvikudag fór fram opinn fundur um vopnaburð lögreglu í Stúd- entakjallaranum. Einn þátt- takenda var Katrín Oddsdóttir lög- maður og færði hún rök fyrir því að ekki væri lagaleg heimild hjá lögreglu til vopnaburðar. „Þetta er á mjög gráu svæði. Sérstaklega þar sem einu fyrirmælin sem eru til um þetta eru reglur frá ráðherra sem eru ekki birtar, og það er í al- gjörri andstöðu við stjórnarskrá og lög sem segja að allar reglur eigi að birta, annars séu þær ekki bindandi fyrir borgarana, þannig að ef lögreglan byggir byssueign sína á einhverjum reglum sem hvergi eru birtar þá er hún á ein- hverju lagalega mjög gráu svæði vegna þess að það er ekki hægt að sjá hvort það sem hún gerir sé í raun og veru í samræmi við reglurnar eða ekki, og borgurun- um bara ætlað að treysta henni blint og því að eftirlit sé til staðar. En það er í andstöðu við megin- reglur réttarríkisins,“ segir Katrín í samtali við DV. Nauðsynlegt að birta reglur Katrín segir enn fremur að ekki sé heimild til að halda lögum um vopnaburð lögreglu leyndum frá almenningi. „Það sem er svo alvar- legt við það er að í þessari 3. grein vopnalaga þar sem er talað um að löggan og Landhelgisgæslan og fleiri falli ekki undir þetta, né vopn í þeirra eigu, þar stendur „Ráð- herra setur sérstakar reglur um þessa vopnaeign“ en það eru þess- ar reglur sem eru óbirtar. En það stendur ekkert í lögunum að þær megi vera leynilegar og almenna reglan í landinu er sú að það verði að birta allar reglur. Þannig að þetta er bara beint á skjön við allt sem stjórnarskráin segir okkur og þar kemur fram í 26. grein að það á að birta lög. Það sama á við um lög og reglugerðir. Þannig að það er ekki einu sinni heimild til þess að halda þessu leyndu sérstaklega í lögum,“ segir Katrín og telur hún mikilvægt að búinn sé skýr lagara- mmi um hvaða vopn lögreglan megi beita, við hvaða tilefni, sem og verklag komi til þess að þeim sé misbeitt. D V leitaði til Guðmund- ar Kr. Gíslasonar, fram- kvæmdastjóra Skotfélags Reykjavíkur og skotmanns ársins 2003, til að kanna hversu auðvelt próf lögreglumanna væri samkvæmt sérfræðingi í skotvopn- um. „Þetta er færi sem við inn- an íþróttahreyfingarinnar þekkj- um ekki mjög til því við skjótum á 25 metra færi að lágmarki. Þannig að eins og þetta er hjá skotveiðifé- lögum þá er sjö metra færi notað til að kynna fólki skammbyssum til að byrja með. Það er voðalega erfitt að bera það saman, MP5 eru níu millimetra byssur, sama og Glock, þannig að þetta verður aldrei lang- drægt varðandi nákvæmni. Fæst- ir okkar myndu treysta okkur til að skjóta af nokkurri nákvæmni á lengra færi,“ segir Guðmundur. Símenntun nauðsynleg Hann leggur mikla áherslu á að tveggja daga námskeið sé ekki nægileg þjálfun til að viðkomandi geti notað byssur svo sem MP5 af nokkurri nákvæmni. „Auðvitað, til að þjálfa fólk í svona skotvopnum, þá þurfa menn að vera í því sem við getum kallað símenntun, þú verð- ur að skjóta reglulega til að ráða við þetta almennilega. Ég er enginn sérfræðingur í svona tólum en ég veit að þessar kúlur sem þau eru að nota, sem sagt í Glockinn og MP5, það er bara helvíti erfitt á þessu færi, hvað þá lengra,“ segir Guðmundur. Engin síun Spurður um hvað honum finnist um að ekki sé vit- að um neitt fall í skotveiðiprófi lögreglumanna segir Guðmundur það merki um að það sé ekki raun- verulegt próf. „Ef það er ekkert fall í prófi þá veistu það jafn vel og ég að það er eitthvað að því. Breyturn- ar verða að vera þannig að það sé fall. Við höfum mjög mikla reynslu af próftöku í skotfimi, þá erum við að tala um hreindýraprófin sem eru haldin á höfuðborgarsvæð- inu hjá Skotfélagi Reykjavíkur. Þar er bara mjög algengt hjá flestum próftökum um allt landið að fallið sé í kringum 30 prósent. Ég myndi halda það að ef lögreglan ætlaði að fá fólk til að kyngja því að viðkom- andi væri hæfur til að nota þetta þá hafi hann farið í gegnum síun sem ekki allir hafa komist í gegnum,“ segir Guðmundur. Erfitt að ná leikni Hann telur að ef lögreglumenn ætli að nota skotvopn við störf sín þá verði að efla þjálfun. „Við höf- um rætt þetta innan okkar hóps, sérstaklega eftir að þetta MP5 mál kom upp, að við vitum að það er erfitt að skjóta af þessu og til þess að ná leikninni þá verðurðu að mæta oftar. Þú ferð ekki á helgar- námskeið og ætlar svo að svara kalli eftir tvö ár þar sem þú þarft að beita henni. Nei, það virkar ekki svona,“ segir Guðmundur. AuðveldArA Að fá leyfi til Að skjótA menn en dýr n Lögreglumenn voru ekki þol- eða álagsprófaðir á tveggja daga byssunámskeiði Atli Már Gylfason Hjálmar Friðriksson atli@dv.is / hjalmar@dv.is Leynd í andstöðu við meginreglur réttarríkis Engin síun í skotprófi lögreglunnar n MP5 vandmeðfarið skotvopn n Regluleg þjálfun undirstaða skotvopna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.