Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Síða 21
Helgarblað 31. október–3. nóvember 2014 Fréttir 21
þessa rentu. Þannig að í staðinn fyr-
ir að eyða öllum þessum kostnaði
í athöfnina að sækja auðlindina þá
viljum við bara búa til þessa rentu.
Þá getum við legið á ströndinni og
spilað á úkúlele á meðan rentunni
er varið í listir og menningu. Þetta
er útópían en í praxís er þetta ofsa-
lega erfitt. Með kvótakerfinu förum
við til dæmis úr þessu ástandi þar
sem er tiltölulega lítil hagnaðarvon í
sjávarútvegi en ofsalega margir sem
starfa við iðnaðinn sem leiðir af sér
að rentan seitlar alltaf út í samfélagið
í gegnum laun og í gegnum umsetn-
ingu. Kvótakerfið skapar rentu með
kvótanum sjálfum. Það verður raun-
ar hægt að fá peninga fyrir ekki neitt.
Þá koma allir þessir erfiðu hvatar.
Það fara að verða miklir hagsmunir í
að spila á kerfið og spila á stjörnvöld
til þess að stilla kerfinu upp þannig
að rentusóknin verði hagstæð.“
Kristinn tekur fram að ekki sé
þó hægt að afskrifa auðlindahag-
fræðinga og vilja þeirra til að há-
marka rentu. Sögulega séu lífsgæði
aukin með hagræðingu og aukinni
framlegð. Það sé einmitt markmið
auðlindahagfræðinnar. Hann nefnir
landbúnað sem skólabókardæmi um
bætt lífsskilyrði sem náð er fram með
hagræðingu og framlegð. Nú starfi
aðeins lítill hluti vinnuaflsins í land-
búnaði en hann framleiði langt um-
fram það sem áður var. Það hafi leitt
til mikillar aukningar í lífsgæðum. - Er
réttmætt að tala um að raunar höfum
við með þessu kerfi skapað tvær auð-
lindir kvótann og fiskinn? „Já, það má
eiginlega segja það. Fiskurinn er nátt-
úrulega þessi frumauðlind og það má
segja að kvótinn sé afleidd auðlind.
Hann er auðvitað bara lagalegt fyrir-
bæri,“ segir Kristinn.
Olían á Íslandi
Olíuvinnsla á sjávarbotni er hátækni-
legri atvinnugrein en olíuvinnsla á
landi. Olíuvinnsla á sjávarbotni krefst
þess að starfsfólk sé menntaðra og
að búnaður sé flóknari og tækni-
legri en ef olíuvinnslan væri á landi.
Það minnkar hættu á að iðnaðurinn
togi fólk úr námi með boðum um
há laun án sérhæfingar. Mörg dæmi
sýna að olíuvinnsla á sjó ber með sér
jákvæðari ytri áhrif en olíuvinnsla
á landi. Væntanlega hefur það haft
nokkur áhrif á velgengni Norðmanna
við að stýra, vinna og njóta arðs af
þeirra olíuauðlind.
Olíusjóði Norðmanna hefur tek-
ist vel til að lágmarka hollensku veik-
ina svokölluðu þar í landi. Hollenska
veikin er það þegar ójafnvægi sem
skapast í hagkerfi ríkis vegna auð-
lindagnægðar dregur úr iðnfram-
leiðni og veldur óeðlilegri hækkun
gengis gjaldmiðilsins. Hollenska veik-
in dregur nafn sitt af gengishækkun
hollenska gyllinisins í kjölfar olíu- og
jarðgasfundanna úti fyrir Hollands-
ströndum í kringum 1960.
Fyrst eftir að olíuvinnsla í Noregi
hófst urðu miklar sveiflur í norsku
hagkerfi. Sveiflurnar mögnuðust
vegna óstöðugs olíuverðs og eyðslu
á fyrirsjáanlegum olíutekjum. Aukin
eyðsla norska ríkisins þrengdi að öðr-
um útflutningsgeirum. Einkaneyslan
jókst verulega sem skapaði bólu sem
sprakk með snarpri lækkun olíuverðs
árið 1986. Olía fannst í Norðursjó árið
1969 en framleiðsla hófst 1971.
Olíusjóðurinn var stofnaður 1990
í kjölfar efnahagsvanda Norðmanna
á árunum áður. Norðmenn náðu
þannig tiltölulega fljótt að hefja mót-
vægisaðgerðir gegn slæmum áhrifum
olíuvinnslu á samfélag, atvinnumark-
að og hagkerfi en í þessu samhengi
teljast tveir til þrír áratugir ekkert
sérstaklega langur tími. Ísland telst
til ríkis með sterkt stofnanakerfi og
þróað lýðræði en það ýtir undir já-
kvæðni um að vel takist til hér á landi.
Almennt skorar Ísland hátt í alþjóð-
legum mælingum um gæði stjórn-
sýslunar, lýðræði og spillingu. Hins
vegar hefur verið bent á að mælingar
eins og Transparency International,
sem mælir spillingu, geri lítið ráð fyrir
þeirri tegund spillingar sem fyrirfinnst
á Íslandi og í fámennissamfélögum.
Þannig dregur rannsóknarskýrsla
Alþingis um aðdraganda og orsak-
ir falls íslensku bankanna upp allt
aðra mynd af íslenskri stjórnsýslu, at-
vinnulífi og stofnanakerfi en alþjóð-
legar mælingar.
Alþjóðabankinn birtir reglulega
mælingu á stjórnunarháttum landa
heimsins. Sé Ísland borið saman við
Norðurlöndin – sem eru þau lönd
sem við berum okkur gjarnan saman
við – en ekki meðaltal allra landa er
niðurstaðan ekki jafn góð. Ísland er
iðulega neðst á þeim lista. Alþjóða-
bankinn leggur áherslu á eftirfarandi
við mælingu sína; áheyrn og ábyrgð
þegna, pólitískan stöðugleika og vald-
beitingu, það er líkur á að stjórnvöld-
um sé steypt af stóli með ólögmætum
hætti, gagnsemi ríkisins og gæði op-
inberrar þjónustu, gæði regluverks
sem er hæfni stjórnvalda til að setja
réttlátar reglur, réttarríkið og umfang
spillingar. Verst skorar Ísland í gæð-
um regluverks en sá flokkur telst afar
mikilvægur þegar spyrna þarf gegn
rentusókn vegna auðlindanýtingar.
Dekkri mynd Alþingis
Rannsóknarskýrsla Alþingis vegna
falls bankanna dregur fram tölu-
vert dekkri mynd af gæðum íslenskr-
ar stjórnsýslu og stofnanakerfis. Höf-
undar skýrslunnar gagnrýna meðal
annars ríkisstjórn, Seðlabankann og
Fjármálaeftirlitið. Þá birtist sláandi
sinnuleysi og flótti undan ábyrgð í
skýrslunni en enginn þeirra sem kall-
aðir voru fyrir nefndina játaði á sig
ábyrgð á mistökum fyrri ára – allir
bentu á aðra. Í skýrslunni eru óform-
legir starfshættir gagnrýndir sem
meðal annars birtust í því að ráðherr-
ar tóku alvarleg mál er vörðuðu mikla
hagsmuni almennings ekki einu sinni
til umræðu á ríkisstjórnarfundum,
þrátt fyrir að kveðið sé á um slíkt í
stjórnarskrá. Þá bendir skýrslan á að
skort hafi fundargerðir og gögn um
mikilvægar ákvarðanir. Þar sem skýr-
slan fjallar um orsök og afleiðingar
efnahagshrunsins árið 2008 er bent á
að þau gögn sem þó eru til séu óform-
leg og yfirborðskennd. Oft séu ekki
til fundargerðir frá fundum þar sem
mikilvægar ákvarðanir voru teknar;
aðeins persónulegir minnispunktar.
Þá eru fundargerðir ríkisstjórnarinnar
sérstaklega teknar sem dæmi enda yf-
irborðskenndar og knappar. Höfund-
ar skýrslunnar segja Fjármálaeftirlitið
ekki hafa verið í stakk búið til að sinna
eftirliti með bankakerfinu og að starfs-
menn þess hafi ekki sýnt nægilega
festu í störfum sínum og ekki sinnt
úrvinnslu og eftirfylgni með málum.
Rannsóknarskýrslu Alþingis er ekki
ætlað að rannsaka regluverk með
auðlindanýtingu en skýrslan dregur
skarpa mynd af vanköntum og van-
þroska íslenskrar stjórnsýslu. Aðrar
rannsóknarskýrslur Alþingis hafa alla
jafna dregið fram sömu mynd; skort
á formfestu, andvaraleysi gagnvart
ábyrgð og hagsmunaárekstra ásamt
sinnuleysi fyrir hagsmunum almenn-
ings. Úrvinnsla skýrslanna og aðgerðir
– eða skortur þar á – til umbóta hefur
um leið vakið athygli.
Íslenskir spillingarhvatar
Árið 2012 voru settar siðareglur fyr-
ir ráðherra og starfsmenn stjórn-
arráðsins. Meginmarkið reglanna var
bætt stjórnsýsla og aukin áhersla á
ábyrgð en um leið að finna og greina
spillingarhvata íslenskrar stjórnsýslu.
Verði Ísland að olíuríki má vænta þess
að vinna sem þessi verði mikilvæg
leiðsögn fyrir íslenska stjórnsýslu.
Markmið siðareglanna eru leiðsögn,
stýring og eftirlit. Leiðsögn er stuðn-
ingur við að komast að réttum niður-
stöðum um aðgerðir, ákvarðanir og
breytni. Stýring er það að stuðla að
aukinni fagmennsku og gagnrýn-
um umræðum innan stjórnsýslunn-
ar. Eftirlitsmarkmiðinu er náð með
því að gera fólki kleift að leggja mat
á eigin hegðun og hegðun samstarfs-
fólks. Almennir spillingarhvatar eru:
tækifæri til að nota stöðu sína í eig-
inhagsmunaskyni, hagsmunaárekstr-
ar, gjafir, boðsferðir og fríðindi sem og
virðingarleysi gagnvart mannhelgi.
Spillingarhvatar sem eiga sérstaklega
við hér á landi eru; fámenni, vina- og
ættartengsl, formleysi – skeytingar-
leysi um formlegar kröfur valda-
mikilla embætta og skortur á fag-
mennsku, það er tilhneigingin til að
gera lítið úr kvöðum sem fylgja emb-
ætti og ábyrgð. Skýrasta dæmið um
skeytingarleysi gagnvart ábyrgð emb-
ætta er væntanlega viðbrögð Geirs H.
Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra,
vegna niðurstöðu landsdóms um af-
glöp hans í starfi. Geir var ákærður og
að lokum dæmdur fyrir að hafa ekki
haldið ríkisstjórnarfundi eða kynnt
fyrir ríkisstjórninni með formlegum
hætti um yfirvofandi hættu. Slíkt er
brot á stjórnarskrá. Geir hefur alla tíð
síðan talað um dóminn á hendur sér
sem hlægilegan og fáránlegan dóm
vegna formsatriða. Í rannsóknarskýr-
slunni segir meðal annars að ráðherr-
ar hafi gjarnan rætt mikilvæg mál-
efni á óformlegum fundum oddvita
stjórnarflokka fremur en á ríkisstjórn-
arfundum. Um þetta sagði Geir með-
al annars að þessir starfshættir væru
„vel þekkt stjórnarfarsleg venja í sam-
steypustjórnum á Íslandi.“ Það hvort
ágóði olíuvinnslu endi að mestu í
höndum íslensks samfélags byggir
væntanlega á því hvort íslensk stjórn-
sýsla hafi látið af þeim óformlegum
fundum og sinnuleysi fyrir ábyrgð
sem lýst er í rannsóknarskýrslunni.
Aðeins með formfestu og meðvit-
und á eigin ábyrgð má vænta þess að
regluverk vinni gegn spillingarhvöt-
um sem olíuvinnsla í litlu hagkerfi
eins og á Íslandi getur leitt af sér.
Noregur og Ísland
Raforka og sjávarauðlindir eru þeir
auðlindageirar sem mest hafa reynt
á setningu regluverks. Hvort vel hafi
tekist til að hámarka samfélagslegan
ávinning þeirra auðlinda er umdeilan-
legt. Sjávarútvegur á Íslandi er afar öfl-
ugur og skapar mikinn auð en dreifing
þess auðs hefur undanfarna þrjá til
fjóra áratugi verið eitt stærsta deilumál
íslenskra stjórnmála og samfélags.
Sama á við um raforku en aðferða-
fræði yfirvalda hefur verið gagnrýnd.
Óhætt er að fullyrða að íslensk yfir-
völd hafa hingað til beinlínis rekið þá
stefnu að selja sem mesta orku, frem-
ur en að fá sem mest fyrir orkuna. Ál-
iðnaður er þannig langsamlega stærsti
kaupandi orku á Íslandi, en miklar efa-
semdir eru um að iðnaðurinn greiði
raunar réttmætt verð fyrir. Í tilfelli sjáv-
arútvegs hafa, eins og áður segir, hvat-
ar til rentusóknar beinlínis verið skap-
aðir með regluverki. - Nú er olíuvinnsla
á sjó flóknari og meiri hátækniiðnaður
en olíuvinnsla landi. Er það Íslending-
um í hag? „Það er erfitt að segja til um
þetta. Ef við skoðum kvótakerfið sem
dæmi þá er það auðvitað ekki þannig
að kvótakerfið hefði endilega þurft að
fara svona. Í prinsippinu hefðum við
alveg getað orðið einhver Noregur þar
sem yrði passað upp á að rentan sem
tekin er út úr greininni færi inn í sam-
félagið en ekki til Lúxemborgar og Tor-
tola,“ segir Kristinn.
„Hér eru það margir samverk-
andi atburðir og, að ég tel, ákveðið
andvaraleysi sem gerir að verkum
að þetta fer alveg á versta veg. Arf-
leið kvótakerfisins er mikil byggða-
röskun, myndun nýrra valdablokka
ásamt miklum og góðum tækifærum
til að koma rentunni úr landi í gegn-
um alls konar milliverðlagningu, mis-
munandi sölugengi og slíkt. Að sama
skapi þá hefði alveg getað gerst að
rentan hefði bara komið í gegnum
laun sjómanna – það hefði alveg verið
möguleiki. Okkar staða er sérstök til
að mynda vegna þjóðarsáttarsamn-
inganna í upphafi tíunda áratugar-
ins, þar sem ákveðið er að halda aftur
af launum fiskverkafólks. Ítrekað eru
sett lög á verkfall sjómanna og á sama
tíma kemur rentan raunar út hjá
eigendum kvótans og útgerðinni. Þá
verður til verðmæti í kvótanum sjálf-
um sem gerir að verkum að fólk get-
ur veðsett kvótann sem leiðir af sér að
aftur er hægt að koma með meiri pen-
inga inn í greinina til þess að keppast
um meiri kvóta svo hægt sé að halda
áfram á þessari leið. Þannig fer hr-
ingekjan af stað en á mörgum stigum
hefði auðvitað verið hægt að halda
aftur af þessari þróun. Ég held samt
að í fyrsta lagi hafi ofsalegt andvara-
leysi hrjáð fólk, ásamt blindri trú á hið
einfalda hámörkunarlíkan.“
Hvað hrjáir það líkan, hvers vegna
er það ekki góður mælikvarði eitt og
sér? „Hámörkunarlíkanið er líkan
sem tiltekur hvorki tekjudreifingu né
landafræði, en einblínir bara á há-
mörkun arðsins. Það er göfugt mark-
mið ef þú trúir því fyrirfram að hon-
um verði ráðstafað vel. Sagan ætti
samt að kenna okkur að vera ekki of
bláeyg,“ segir Kristinn.
Meðvitund og lærdómur
Kristinn segir söguna því miður sýna
okkur að hámörkun á rentu er ein og
sér ekki næg til að samfélagið njóti
ávaxta auðlindavinnslu. „Við erum
ekki Noregur, sagan er bara búin að
sýna það svo oft.“ - Þannig að ef olíu-
vinnlsa hefst hér á landi þurfum við
væntanlega að vera meðvituð um
einmitt þetta? „Já, það á við um olíu-
vinnslu, sjávarútveg og raforku. Við
erum ekki með góðan feril í að reka
auðlindir. Við erum með góðan fer-
il í að nýta auðlindir og gera úr þeim
verðmæti, en fyrir hvern höfum við
gert það?“ n
„Við
erum
ekki Noregur“
að beita bolabrögðum til þess að ná
í rentuna. Það er þetta sem kallað er
rentusókn. Í ýktustu dæmunum eins
og í Kongó og fleiri ríkjum þá stend-
ur auðlindin undir hernaði – hún ýtir
undir stríðsherraástand. Þetta er auð-
vitað að hluta til það sem er að gerast
í Írak núna, þar sem Íslamska ríkið er
að fóðra sig á olíutekjum.“
Hvað með dæmi sem eru nær Ís-
landi? „Eins og ég segi þá brýst þetta
út í Afríku með stríðum. Á Vesturlönd-
um er meiri tilhneiging til þess að fólk
noti þessa peninga til þess að hafa
áhrif á stjórnmálalífið og stjórnkerfið.
Þar er hægt að múta og svo framvegis.
Menn hygla stjórnmálaflokkum sem
vinna með þeim en grafa undan þeim
sem ekki eru spenntir fyrir þessu.
Þannig er hægt að koma á lagaverki
sem vinnur gegn þvi að rentan sé not-
uð í almannaþágu,“ segir Kristinn
Kvótakerfið og auðlindabölvun
Sköpuðu Íslendingar þá auðlindaböl
í fiskiauðlindinni með innleiðingu
kvótakerfis sem fyrst of fremst er ætl-
að að hámarka rentu? „Kvótakerfið er
auðvitað svar við vandamálinu sem
var alltaf, að það var ekki nægilega
mikill hagnaður í greininni. Það var
það sem auðlindahagfræðingarn-
ir voru alveg miður sín yfir vegna
þess að draumurinn er alltaf að
búa til þennan umframhagnað –
„Þá getum við leg-
ið á ströndinni og
spilað á úkúlele á með-
an rentunni er varið í list-
ir og menningu. Þetta
er útópían en í praxís er
þetta ofsalega erfitt.
Reynir á stjórnsýsluna
Olíuvinnsla reynir verulega
á stjórnsýslu ríkja. Sterkt
stofnanakerfi og góð
stjórnsýsla er talin auka
verulega líkur á að samfé-
lagslegur ágóði auðlinda
verði mikill. MyND ReuteRs
Finnst líklega
Útlit er fyrir að olía
finnist á Drekasvæð-
inu annars vegar og
á svæði sem kallast
Gammur hins vegar.