Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Blaðsíða 30
Helgarblað 31. október–3. nóvember 201430 Fólk Viðtal L jóðskáldið og myndlistar- maðurinn Bjarni Bernharður Bjarnason er mörgum kunn- ur. Hann hefur selt ljóða- bækur sínar á horni Póst- hússtrætis og Austurstrætis allt frá árinu 2003. Bjarna telst til að hann hafi samið 28 bækur um ævina en hyggst nú skilja alfarið við ljóða- formið. Nýlega gaf hann út ljóða- bókina, Tímasprengja, 232 blað- síðna ljóðaúrval sem myndskreytt er með málverkum eftir hann sjálf- an – þá síðustu á ferlinum, að eig- in sögn. Á brjálaðri plánetu „Veistu það, Jón, ég er hættur ljóða- gerð – ég er hættur ljóðagerð alfar- ið,“ segir Bjarni og færir mér kaffi þar sem við sitjum við eldhús- borðið heima hjá honum. Heimil- ið er notalegt. Veggir hlaðnir lista- verkum og hillur fylltar bókum og músík. Klukkan tifar og minn- ir okkur á tímann sem þýtur með hröðum slætti í heiminum fyrir utan – hér inni er eins og allt standi í stað. Fyrir ofan okkur hangir fígúratíft málverk eftir gestgjafann. Á því stendur: Anno ´86 / Það ár / hafði hann / vetursetu / á brjálaðri / Plánetu / Dauðinn / var félagi / hans. Ég segi Bjarna að þetta verk hafi lengi verið í mínu uppháhaldi. „Þetta var árið 1986. Þá var ég part úr vetri í ákaflega slæmu geðklof- akasti. Súkkósa hét þessi brjálaða pláneta. Dauðinn var félagi hans. Já ...“ Bjarni horfir út í loftið á meðan þögnin tekur yfir. Við fírum upp í tóbakinu og ég spyr Bjarna hvað komi til, hvers vegna hann hafi ákveðið að hætta ljóðagerð alfarið? „Ekki neitt. Það kom ekkert sérstakt til. Mér fannst ég bara vera kominn hringinn. Það er líka þannig að ég er málari og ég ætla að gefa málverkinu meiri tíma. Ég er 64 ára gamall og spurningin er: Hvað verð ég gamall? Því get ég ekki svarað sjálfur en ég held samt að mér muni takast að klára eitt- hvað í málverkinu áður en ég verð allur.“ Yrkir fyrir vindinn Ljóðið hefur tekið allan hans tíma síðustu ár. „Það þurfti svo mikla vinnu. Þetta er svo mikil nákvæmn- isvinna – ljóðagerð – maður er að elta hvert orð og blæbrigði þeirra. Ég var mikið í þessum myndhverfing- um og þær eru ofsalega viðkvæmar ef þær eiga að standast, ef myndin á að ganga upp.“ Bjarni kveðst þó ekki vera alfarið hættur að yrkja. „Ég er ekki hættur að yrkja þó ég sé hættur að skrifa það niður. Núna yrki ég bara fyrir vindinn. En svona hendingar, svona ljóðlínur sem koma í hugann, það nota ég í hugleiðingabókina,“ seg- ir Bjarni sem hefur hug á því að gefa út eins konar lífsviskubók áður en það verður um seinan. „Það yrði þá kannski síðasta bókin á mínum ferli. Ég get gefið mér nokkur góð ár í það.“ Bjarni var 25 ára gamall þegar hann gaf út sína fyrstu ljóðabók, Upp og ofan, árið 1975. „Það var sýrubókmennt,“ segir hann, hlær kumpánlega, og greinir frá því að á hippatímabilinu hafi komið út ógrynni svokallaðra „sýruhausa- bóka“ í Reykjavík. „Það er erfitt að finna þetta núorðið. Fólk hefur bara hent þessu – þessu hefur bara ver- ið kastað eins og hverju öðru drasli. Þetta eru dýrar bækur núna ef þær eru á lausu.“ Fann listamanninn í sér Bjarni lagði drög að bókinni á Kleppi árið 1974. „Þá var ég nýkominn af miklu sýrutrippi í Kaupmannahöfn. Þá fór unga fólkið í ævintýraleit til Kaupmannahafnar. Auðvitað bara til að dópa sig – ekkert annað – og lifa villtu lífi. Ég elti hóp af krökkum – kunningja mína sem höfðu far- ið á undan mér og hafði svo uppi á þeim í húsi sem þau höfðu yfirtek- ið í Norðurbrú – hústökufólk. Stuttu síðar kom ég mér svo fyrir í Kristj- aníu. Þetta var auðvitað gríðarlegt ævintýri fyrir mig sem hafði verið sjómaður árin á undan.“ Bjarni segist hafa verið í hálf- gerðu reiðileysi á þessum tíma og raunar týndur í heiminum. „Það má segja að ég hafi verið í ákveðnum hlekkjum áður en ég fór til Kaup- mannahafnar. Ég hafði átt ákaflega erfiða bernsku og það hafði slitnað upp úr ástarsambandi sem var mér mikils virði. Ég var eiginlega á hálf- gerðu eyðilandi með sjálfan mig og vissi ekki hvað ég átti að gera. Þá var ég aðeins byrjaður að reykja hass og hafði einu sinni notað sýru. Það var mikið um þessi efni í bænum og þetta var eiginlega driffjöðurin í kúltúrnum. Það var nú líka uppi sú hugmynd að málarar og listamenn þyrftu að taka sýru. Mörgum var ráðlagt það – bara til þess að brjótast „Á mínum síðasta séns“ Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is Lífshlaup Bjarna Bernharðs Bjarnasonar hefur verið þyrnum stráð. Hann varð fyrir einelti í barnæsku og tók mikið af sýru á hippaárunum með skelfilegum afleiðingum. Með neyslunni kallaði hann fram geðklofa í sjálfum sér sem endaði með því að hann varð manni að bana 28 ára gamall. Hann segir morðið alltumlykjandi enn þann dag í dag, en mögulega sé hann sá eini sem hafi öðlast frelsi gagnvart því. Bjarni kveðst hamingjusamur og hyggst einbeita sér að myndlistinni næstu árin. Jón Bjarki Magnússon heimsótti Bjarna á heimili hans í Bjarnaborg á sólríkum októberdegi og ræddi við hann um listina, geðveikina og lífið sjálft. „Ég er svolítið ósáttur við að mér skuli ekki hafa verið komið til hjálpar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.