Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Page 31
Helgarblað 31. október–3. nóvember 2014 Fólk Viðtal 31
úr viðjum og til þess að kveikja í nýj-
um elementum í hausnum á sér. Og
ég er ekkert frá því að ég hafi fundið
listamanninn í mér. Ég var búinn að
týna honum þegar ég kom þarna til
Kaupmannahafnar. Eða hann hafði
aldrei fengið að þrífast í mér.“
Í hlutverki þorpsfíflsins
Bjarni rifjar upp barnæskuna í þessu
samhengi, en hann hafði alltaf haft
gaman af því að skrifa og teikna og
var ávallt efstur í bekknum í mynd-
list. „Ég átti erfiða bernsku og það
spáði mér eiginlega enginn neinu í
lífinu. Ég kem af stóru heimili, við
vorum fátæk.“ Bjarni ólst upp á Sel-
fossi þar sem hann var einn af tólf
systkinum. „Ég varð fyrir ákveðnu
einelti og til að verja mig í þessu
þorpi þá tók ég mér hlutverk hálf-
gerðs þorpsfífls. Það var svona vörn
gegn því að fá á sig áföll.“
Ýmsir urðu vitni að eineltinu,
þar á meðal kennarar, en enginn
brást við. „Ég veit ekki hvernig ég
hefði verið meðhöndlaður í dag en
sjálfsagt á einhvern annan hátt. Það
þótti ekkert athugavert við einelti
í gamla daga. Ég er ekki viss um að
þetta orð hafi verið til í málinu þá
– einelti,“ segir Bjarni og hlær. „Ég
vildi aldrei taka þátt í skólalærdómi
og opnaði aldrei námsbækurnar. Ég
hraktist á endanum úr skóla.“ Við
tóku ár á sjónum, í bland við bó-
hemlíf í bænum, þar til hann elti
fiðringinn í maganum og þrána eft-
ir einhvers konar frelsi til fríríkisins
Kristjaníu.
Í Ljónahúsinu
„Kristjanía var upphaflega þýsk her-
stöð en yfirherstjórnin hafði verið
til húsa í svokölluðu Ljónahúsi. Ég
bjó í Ljónahúsinu.“ Bjarni fann fyr-
ir mikilli frelsistilfinningu í fríríkinu.
„Þarna var mikið um tónleikahald
og í fyrstu slakaði maður á, kynnt-
ist umhverfinu og lifði gróskumiklu
hippalífi.“
Bjarni minnist þess þegar þrír
Íslendingar komu frá Amsterdam
með fullu sultukrukku af grænni
sýru. „Þetta var mjög sterk sýra, kall-
aður pýramídi, mikið sterkari sýra
en fyrirfinnst í dag,“ segir Bjarni og
bætir við að hann hafi lítið vitað um
sýru á þessu tímabili. „En fólk var
að nota þetta og Íslendingar voru
margir hverjir sérstaklega brjálaðir
í að prufa þetta. Menn vildu sko lifa
hratt og fá allt sem í boði var á þess-
um stutta tíma. Vildu fá allan pakk-
ann á meðan þeir voru úti í Kaup-
mannahöfn.“
Bjarni segist hafa upplifað
ákveðið stjórnleysi í neyslunni. „Ég
var svolítið glannalegur í inntökum
á sýrunni. Ég var alveg kaldur að
taka stóra skammta og tók kannski
tvöfalt á við það sem mér var ráð-
lagt. Þarna í Ljónahúsinu, þar byrj-
aði sýrutrippið fyrir alvöru og það
var algjör tryllingur og ég droppaði
aftur og aftur og ég fríkaði út, nátt-
úrlega, auðvitað ...“
Upplifði ógn af Danaveldi
Við tók mikið sturlunarástand.
„Þetta stóð í nokkrar vikur og und-
ir lokin var ég farinn að upplifa það
að mér stæði ógn af öllu Danaveldi.
Auðvitað voru það ranghugmynd-
ir en ég upplifði það sem veruleika.
Þarna kallaði ég fram í mér geðklofa
með of mikilli sýrunotkun.“ Bjarni
tekur fram að hann hafi ekki haft
vott af geðklofa áður en hann fór
til Kaupmannahafnar. Bjarni sá sig
knúinn til þess að fara til Noregs, til
að leita uppi friðinn.
„Ég var að ráfa um kajann, svo-
lítill strandaglópur með sjálfan mig,
og vissi ekki hvaða stefnu ég ætti
að taka inn í borgina þegar fíkni-
efnalögreglan hirti mig upp og
kom mér fyrir á fíkladeild Ulleval-
sjúkrahússins í Osló. Þar var ég í
hálfan mánuð þar til ég var fluttur
inn á Kleppspítala. Þá var ég enn
mjög brjálaður og lengi vel alveg
galinn.“
Eins og fram hefur komið lagði
Bjarni drög að sinni fyrsti ljóðabók
á Kleppi. Dagur Sigurðarson ljóð-
skáld og Margrét, kona hans, unnu
að því að fá hann lausan af Klepp-
spítala og fékk Bjarni inni hjá þeim
þegar hann losnaði. „Ég var nú alltaf
með annan fótinn á því heimili.“
Líf í myrkri
Hann var að reyna að finna sjálf-
an sig á þessum árum og þrátt fyrir
að sýran hafi kallað fram geðklofa í
honum þá upplifði hann samt sem
áður einhvers konar frelsun í gegn-
um hana. „Að nokkru leyti – ég segi
alltaf að sýran hafi bjargað lífi mínu
að nokkru leyti. Líf mitt hafði ver-
ið myrkur. Ég upplifði mig í hlekkj-
um fortíðar og var að brjóta af mér
hlekkina – komast út úr myrkrinu.
Það má segja að það hafi tekist með
sýrunni en böggull fylgdi skamm-
rifi vegna þess að það hafði sín-
ar afleiðingar, það var mikill fórn-
arkostnaður sem átti síðar eftir að
koma í ljós – eins og þú kannski
veist.“
Við tók tímabil sem litaðist að
miklu leyti af paranoju og sturl-
un. Bjarni var ekki einn um það
að verða sýrunni að bráð á þess-
um árum. „Það voru svo margir
að fara sér að voða á þessu. Fólk
var að henda sér út um glugg-
ann, drekkja sér, fríka út og verða
aumingjar, grænmeti. Það fyrirfóru
sér margir hér á Íslandi. Það var ein
deild á Kleppi sem var full af þess-
um sýrufríkum. Þeir gengu nokkrir
í hafið þarna við sundin. En sumir
urðu bara grænmeti og komu aldrei
til baka. Það var orðtak á þessum
tíma: Að koma aldrei til baka af
Woodstock.“
Á Austurvígstöðvunum
En Bjarni upplifði líka heiðskíra
kafla á milli geðklofakasta og óhóf-
legrar sýrunotkunar. „Eins og þegar
ég kynntist konunni minni ´76 og
þegar börnin fæddust .“ Samt sem
áður hafi hann alltaf upplifað mikla
þráhyggju gagnvart sýrunni – þrá-
hyggju sem ágerðist með árun-
um. „Maður vissi það að síðasta
sýra hafði sett mann út af sporinu
einhvers staðar og maður hélt að
næsta sýra myndi koma manni á
sporið aftur.“ Bjarni hlær eins og sá
sem veit betur.
„Það var alltaf þessi undirliggj-
andi tryllingur í mér, í heil 14–15 ár.
1981 fór ég með fjölskyldu, tvö börn
og konu, til Kaupmannahafnar.
Konunni leist ekki á karlinn þegar
hann var farinn að daðra við þær
hugmyndir að fá sér sýru svo hún
fóru heim með krakkana. Nema
ég var einn í íbúð þarna á Austur-
brú og þá byrjaði þessi tryllti dans
sýrunnar aftur og stóð yfir vetur-
inn.“
Eftir flakk um Evrópu þar sem
Bjarna tókst að hægja á tryllingn-
um fór hann í áfengismeðferð á
Vogi, „en þó ég hafi reynt að stoppa
þarna og bremsa mig niður, þá
fylgdi tryllingurinn alltaf á eftir. Ég
tók ein fimm geðklofaköst þarna á
níunda áratugnum, þau stóðu alltaf
yfir í tvo, þrjá mánuði. Það var bara
eins og maður væri á Austurvíg-
stöðvunum. Þetta var algjör tryll-
ingur og ég varð að fara í gegnum
þetta alveg einn og óstuddur.“
Sár út í kerfið
Bjarni upplifði mikla paranoju í
geðklofanum og sá óvini í hverju
horni. „Ég þorði ekki út á götu
vegna þess að fyrir öðru fólki væri
ég bara framandi vera í þessum bæ
– Reykjavík – og óvinirnir voru á
hverju strái. Ég átti von á lögreglu-
innrás og það var allt tekið úr sam-
bandi og keðja sett fyrir dyrnar. Svo
var ég alltaf að makka einhverja
pólitískar lausnir vegna þess að –
rétt eins og í dag – stóð heimurinn
á heljarþröm og maður var sérstak-
lega viðkvæmur fyrir því.“
Árið 1988 var ástand Bjarna
orðið mjög alvarlegt eftir rúman
áratug á vígvelli geðveikinnar. „Það
má segja að ég hafi stöðugt verið
að endurupplifa eða flassa sýruna.
1988 var ástandið svo orðið stjórn-
laust. Ég var í felum með sjálfan
mig og mér tókst að fela þetta fyr-
ir öðrum upp að vissu marki. Ég
gat til dæmis stjórnað ökutæki eft-
ir umferðarreglum lýðveldisins og
var reyndar mjög góður ökumað-
ur í miklu geðklofakasti. En þarna
var geðklofinn kominn á það harð-
an snúning að ég réði ekki neitt við
neitt,“ segir Bjarni og á móti tekur
þögnin í bland við slátt klukkunnar.
„Ég er svolítið ósáttur við eitt, get ég
sagt þér, Jón, að mér skuli ekki hafa
verið komið til hjálpar. Ég er ósáttur
við það. Þá hefði aldrei farið svona
eins og fór. Það vissu margir hvern-
ig ástandið var orðið en það skipti
sér enginn af mér. Ég er reyndar
sár út í kerfið, eða hvað maður á að
segja, að það skuli ekki hafa gripið
þarna inn í, það hefði þurft að gera
það.“
Var ekki umflúið
Bjarni segir að öllum sem þekktu
til hefði mátt vera það ljóst á haust-
mánuðum ársins 1988 að Bjarni
ætti eftir að fara sjálfum sér eða
öðrum að voða. „Ég komst eigin-
lega ekkert út úr þessum vítahring
fyrr en ég var handtekinn þarna
1988 eftir að hafa orðið manni að
bana í ofboðslegu geðklofakasti.“
Bjarni var dæmdur ósakhæfur sök-
um geðbilunar og til að sæta ör-
yggisgæslu á „viðeigandi hæli“. Þar
sem ekkert slíkt hæli var þá til á Ís-
landi var hann fyrst um sinn send-
ur til Svíþjóðar en eftir að réttargeð-
deild var stofnuð á Sogni árið 1992
var hann færður þangað.
„Ég segi: Þetta manndráp var
ekki umflúið eins og staðan var
orðin. Ég var kominn út á ystu nöf
og það var ekki nema tvennt í dæm-
inu: Annaðhvort hefði ég kálað sjálf-
um mér eða einhverjum öðrum. Ég
varð að brjóta upp dyrnar. Ég var al-
veg lokaður inni í myrkri geðklof-
ans og það má segja að þarna hafi
ég brotið upp dyr. Það hafði enginn
gert sig líklegan til þess að grípa inn
í, ekki þá frekar en áður. En þarna,
loksins þarna, þegar ég hafði framið
þennan hroðalega glæp, þá gat
kerfið ekki lengur setið hjá og látið
sem ekkert væri. Þeir urðu náttúr-
lega að handtaka mig fyrir glæpinn,
taka mig úr umferð. „Það er helvíti
harkalegt að tala þannig en það má
segja að þarna hafi ég höggvið á
hnútinn í sjálfum mér.“
Anno 1986 Áferð: akrýl á striga, stærð: 60 x 80, ár: 2012 MynD BjArni BernhArðUr
Undirdjúpin Áferð: akrýl á striga, stærð: 76 x 76 cm, ár : 2007 –14 MynD BjArni BernhArðUr
Framhald á næstu síðu
Salt jarðar Áferð: olía á striga, stærð: 50,5 x 60,5 cm, ár: 2006 Mynd Bjarni Bernharður