Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Síða 34
Helgarblað 31. október–3. nóvember 201434 Fólk Viðtal
É
g vissi að þetta væri býsna
skemmtilegt en ætli vinsæld-
irnar hafi ekki farið fram úr
okkar svokölluðu björtustu
vonum. Það hefur líka verið
gaman að sjá hversu breiður hóp-
ur hefur verið að horfa – ekki bara
íslenskunördarnir heldur hið ótrú-
legasta fólk. Það sannar það sem við
héldum og vissum; það hafa allir
gaman af tungumálinu,“ segir Bragi
Valdimar Skúlason um sjónvarps-
þáttinn Orðbragð sem hann stjórn-
ar ásamt Brynju Þorgeirsdóttur en
ný sería hefst nú á sunnudaginn.
Óttalegur bókagrís
Bragi Valdimar íslenskufræðingur,
sjónvarpsmaður, textasmiður, aug-
lýsingamaður og Baggalútur með
meiru, segist alltaf hafa haft áhuga
á tungumálinu. „Ég var óttalegur
bókagrís þegar ég var yngri en það
að leika sér að tungumálinu eða
hugsa sérstaklega um það kom til-
tölulega seint. En ég skellti mér í ís-
lensku í háskólanum svo einhver
áhugi hefur verið orðinn þá,“ segir
hann en neitar því að hafa haft ís-
lenskuþáttarstjórnadrauma í mag-
anum. „Ég er ekki enn búinn að
ákveða hvað ég ætla að verða svo ég
var ekki búinn að ákveða það þegar
ég fór í námið. Íslenskan hentaði
mér. Ég hef alltaf haft gaman af því
að pæla í tungumálinu en held að ég
hafi ekki haft neinar sérstakar von-
ir um að námið myndi nýtast mér
eitthvað en það gerði það. Þetta er
bara eins og með allt nám, það er
það sem maður gerir við námið sem
skiptir máli. Maður þarf kannski að
hafa meira fyrir því að nýta sér þetta
en ýmislegt annað.“
Ryksugaði upp bókasöfn
Bragi Valdimar var alinn upp fyrir
vestan, nánar tiltekið í Hnífsdal þar
sem hann bjó til 1991 þegar hann
flutti suður til að fara í Menntaskól-
ann við Hamrahlíð. „Það var ljóm-
andi gott að búa fyrir vestan – svona
þegar það var rafmagn og maður
komst út úr húsi fyrir snjó. Þessi ára-
tugur var veðurfarslega mjög snjó-
þungur og þar af leiðandi var gaman
að leika sér úti. Þetta var afskaplega
góður staður fyrir krakka til að ráfa
um og rasa út fram eftir aldri,“ segir
Bragi sem gekk vel í skóla. „Ætli það
sé ekki óhætt að segja það, jafnvel
opinberlega. Ég var alltaf voðalega
duglegur í heimanáminu og ótta-
legur bókabéus, ryksugaði upp hin
og þessi bókasöfn.
Það var heilmikill uppgangur
þarna í kringum 1980 og í mínum
bekk voru alveg tólf nemendur, sem
þótti gott. Það var mikið sprellað.
Þarna voru komin bæði vídeó- og
sódastreamtæki svo þetta var mikið
menningarbæli.“
Stjórnaði heimilinu
Foreldrar Braga eru þau Ingibjörg
Valdimarsdóttir og Guðmundur
Skúli Bragason. Bragi á tvær hálf-
systur en þar sem þær bjuggu á
Raufarhöfn var hann að mestu alinn
upp sem einbirni og naut þess að
stýra heimilinu, ásamt heimilisk-
ettinum. „Auðvitað hefði örugg-
lega verið gaman að hafa systkini
meira innan seilingar en ef mann
vantaði félagsskap var hoppað út í
næsta skafl og þá var fljótlega kom-
inn snjóbolti í hausinn á manni. Ég
var svo sem ekkert mikið að íhuga
mína samfélagslegu stöðu á þessum
árum – ekki frekar en nokkurn tím-
ann.“
Óheppinn með tísku
Þegar hann nálgaðist unglingsár-
in var stefnan sett á MH eftir að
hafa heillast af Rocky Horror-sýn-
ingu skólans sem hann fékk veður
af í sjónvarpsþættinum Á tali með
Hemma Gunn. Fyrsta hálfa árið bjó
hann hjá ömmu sinni en svo komu
foreldrar hans á eftir honum suður.
„Ég held að þau hafi ekki haft neinar
áhyggjur af mér enda var ég ekki til
mikilla vandræða. Stefnan hjá þeim
var alltaf að flytja aftur til baka.
Ég var í afskaplega lítilli upp-
reisn nema maður telji axlasítt hár
mikla félagslega yfirlýsingu. Ég var
aðallega að hlusta á þungarokk og
láta mömmu setja bætur á galla-
jakkann minn með misgeðsleg-
um þungarokkhljómsveitum. Ég
var ákaflega óheppinn með tísku
þessi ár sem fólst að mestu í því að
klæðast gallajökkum og ganga með
skjalatösku í skólann,“ segir hann
og játar því að höfuðborgin hafi ver-
ið spennandi staður fyrir saklausan
dreng að vestan. „Það voru við-
brigði að komast í borgina en þetta
gekk allt. Það stóð aldrei til hjá mér
að fara að drekka, en það hafðist –
og eftir það voru nokkur böll í ein-
hverri móðu. Ég held að mér hafi
ekki orðið neitt voðalega meint af
því.“
Hann viðurkennir að það hafi
verið umbreyting að koma úr skóla
þar hann þekkti alla í skóla þar sem
hann þekkti engan. „Ég þekkti ná-
kvæmlega engan þegar ég kom
og hefði eiginlega þurft að grípa
með mér nafnspjald; Bragi Valdi-
mar Hnífsdælingur. Þetta voru að-
allega viðbrigði, en það bjargaðist
með stofnunum eins og leikfélaginu
og kórnum. Ég tók virkan þátt í fé-
lagslífinu og við það fór stærðfræði-
Íhaldssamur
anarkisti og
bókabéus
Þrátt fyrir að Bragi Valdimar Skúlason hafi ávallt verið mikið
íslenskunörd þvertekur hann fyrir að vera svokallaður málfarsfasisti. Bragi
Valdimar ræðir hér um tungumálið sem hann ann, sjónvarpsþáttinn Orðbragð,
dæturnar þrjár, æskuárin á Vestfjörðum, Baggalútsævintýrið og eiginkonuna
sem hann kvæntist í Las Vegas.
Indíana Ása Hreinsdóttir
indiana@dv.is
„Það liggur
við að hún
hafi hengt um
hálsinn á mér
„Snertið ekki“-
skilti