Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Side 35
Helgarblað 31. október–3. nóvember 2014 Fólk Viðtal 35 einkuninn að lækka í réttu hlutfalli við stuðið. Allt eins og það átti að vera. Þetta var mikið fjör.“ Engin skýr stefna Hann segist hafa byrjað að semja texta í MH. „Ég var aðeins að fikta við þetta. Var í misgáfulegu hljóm- sveitabrölti og þá kom það í minn hlut að stússast í textasmíð. Svo vatt þetta upp á sig. Maður fór að gera texta fyrir hina og þessa og svo sjálfan sig. Ekkert af þessu var sér- staklega skipulagt, það var engin skýr stefna sett í upphafi. Þetta fékk bara að fljóta.“ Aðspurður seg- ir hann aðra í fjölskyldunni ekki stunda mikla textasmíði. „Allavega ekki popptextasmíð. Þetta fólk er vissulega duglegt að lesa og margir eru vel pennafærir. Annars hef ég aðallega séð um að semja, af fólk- inu í nærumhverfinu. Ætli ég hafi ekki fengið tiltölulega menningar- legt uppeldi svona miðað við allt og allt. Ég var í tónlistarskólanum á Ísafirði og var kaffærður í bókum. Ég spændi þær í mig en mamma vann á bókasafninu um tíma og þar komst ég á bragðið. Ég las og las og las.“ Enginn málfarsfasisti Þrátt fyrir hrifningu sína á málinu vill hann ekki gangast undir það að vera málfarsfasisti. „Mér er ekki alltof vel við þetta orð. Það er ekki gott að bendla fasista við bless- að tungumálið. Ætli ég sé ekki til- tölulega íhaldssamur; íhaldssamur anarkisti, hvernig sem það fer saman. Ég var stífari hér áður fyrr en hef mýkst eftir því sem á líður. Mér finnst þó ágætt að fólk læri reglurn- ar áður en það fer að fikta í þeim. Annars hefur aldrei farið í taugarn- ar á mér þegar fólk talar vitlaust, eins og það heitir. Ég á þó erfitt með orðaofnotkun eins og þegar maður flettir blaði og sér orðið „frábært“ í hverri einustu auglýsingu. En það er bara áunninn pirringur, eitthvað til að vera á móti. Ég er ekkert að hella mér yfir fólk úti á götu ef það segir „mér langar“. Annars eru flestir hættir að segja nokkurn skapaðan hlut í kringum okkur Brynju og halda að við séum orðnir svo miklir íslenskupáfar. Ég held að það sé misskilningur. Við erum frekar sendiboðar,“ segir hann og viðurkennir að eiga sjálfur til að skrifa vitlausan texta. „Ég er skelfi- legur, innsláttarvillurnar sem læð- ast inn hjá mér! En ef ég truntast til að lesa yfir lagast það yfirleitt. Svona er það þegar maður er alltaf að flýta sér.“ Aldamóta- og tónlistarpar Bragi er kvæntur Þórdísi Heiðu tón- listarkennara og eiga hjónin þrjár stúlkur. „Ég kynntist konunni minni í kórnum í MH en þessi kór er mikil hjónabandssmiðja. Það var þó tölu- vert eftir að ég byrjaði í háskólan- um að við fórum að stinga saman nefjum. Eigum við ekki að segja að við séum aldamótapar,“ segir hann en neitar því að þótt þau séu bæði tónelsk þá syngi þau mikið saman. „Ekki nema í örvæntingu til að svæfa einhver nærliggjandi börn. En svo, þegar búið er að hella í gamla kórfé- laga, losnar aðeins um söngbeinið. Við erum samt ekki mikið að taka einhverja dúetta hérna.“ Dæturn- ar, Inga Margrét, Þórdís og Brynja, eru níu, fjögurra ára og eins og hálfs árs. „Það þýðir ekkert að slá slöku við, maður verður að efla þjóðina. Ætli það komi ekki þríburar næst? Við sjáum til í hvað maður hefur út- hald. Við verðum að fá að anda að- eins á milli,“ segir hann og bætir við að honum þyki ljómandi gaman að vera pabbi. „Ég vona bara að það heppnist vel. Það er stórkostlegt að sjá einhver krumpukríli verða að einhverju. Þetta er bara það sem það er og það veit það enginn fyrr en hann verður það. Og svo bætist bara í hópinn og þá verður þetta meira fjör. Aðeins meiri lykt og fleiri kúka- bleiur, en líka meira fjör.“ Stoltur Hnífsdælingur Hann segist ekki syrgja það að dæt- urnar fái ekki að alast upp í róleg- heitunum úti á landi. „Þetta er allt svo breytt. Ég er ekkert að reyna að koma þeim í sveit til að bíta gras. Við erum bara mjög sátt í borginni. Annars er ég ekkert að leiða hugann að því. Maður montar sig bara á því á tyllidögum að hafa verið þarna. En kannski flytjum við einhvern tí- mann, skellum okkur vestur,“ segir hann og útskýrir að hann líti hvort tveggja á sig sem Reykvíking og Vestfirðing. „Ef það er gengið á mig er ég stoltur Hnífsdælingur þótt ég hafi búið töluvert lengur í Reykjavík. Þetta er bara eins og það er; þar sem maður elst upp eru taugar. Og ein- hverjar rætur.“ Giftu sig í Las Vegas Bragi og Heiða létu pússa sig saman í fyrra. „Við brugðum okkur til Las Vegas og hittum hann Elvis. Þetta var tvöfalt brúðkaup með vinum og alveg sjúklega gaman. Þessu fylgir heilmikil pappírsvinna og var því svona undirbúið skyndiflipp þann 7.9.13. Allt svo flippað. Svo héldum við upp á það í ár fyrir þá sem voru enn í fýlu yfir því að hafa ekki fengið að mæta í brúðkaupið. Það eru allir ánægðir núna, allar frænkur sáttar.“ Hjónakornin dvöldu í nokkra daga í Las Vegas en áður hafði Bragi verið í Nashville við upptökur á grínkántrí- plötu. „Svo flaug Heiða út á vængj- um ástarinnar. Þetta var lítil kapella þar sem fólki var skóflað í gegn, kort- er á mann, við fengum hálftíma þar sem við vorum tvö pör. Eftir athöfn- ina var myndataka þar sem Elvis pósaði sem aldrei fyrr. Allt mjög viðeigandi,“ segir hann og bætir við að athöfnin hafi verið rómantísk. „Maður þurfti að hafa svolítið fyrir því að gera þetta rómantískt, róma þetta aðeins upp. Við skemmtum okkur allavega konunglega,“ segir hann og játar því að nýgiftu hjónin hafi litið í spilavíti þar sem þau voru stödd í borginni. „Maður kemst ekkert hjá því en þessi spilavíti eru ekki alveg jafn töff og í bíómynd- unum. Þarna eru aðallega lífeyr- isþegar og ógæfufólk í joggingföt- um að hanga utan í spilakössum og unglingar í skólafríum sem ráfa um göturnar. Við settum einhver sent í spilakassa en forðuðum okkur svo – ofan í næsta kampavínsglas. Þessi víti eru ekki alveg nógu smart en þarna er mikið af ljósum svo mað- ur horfir bara upp frekar en niður.“ Hann viðurkennir að það sé dálítið sérstakt að deila jafn persónulegum viðburði og giftingu með vinum. „En samt bara ótrúlega gaman. Það var hægt að kjafta um þetta enda- laust, hlæja og stússast í þessu öllu. Ég mæli endilega með því að fólk gifti sig meira í hópum,“ segir hann brosandi. Varðandi bónorðið segir hann það hafa farið fram einhvern tímann í fyrndinni. „Það var voða- lega huggulegt þegar því var loksins stunið upp, en síðan hefur hringur- inn bara beðið á hendinni.“ Ánægður með Brynju Eins og áður sagði hefst ný sería af Orðbragði á sunnudaginn. Bragi segir samstarfið við Brynju mjög gott en þau þekktust ekkert þegar þau ákváðu að vinna saman að þættinum. „Ekki baun í bala. Hún bara hringdi í mig upp úr áramót- um og spurði hvort ég vildi koma að gera þætti um íslensku. Ég var afskaplega ánægður og af mörg- um hringingum sem ég fékk var ég ánægðastur með þetta. Ég stökk á þetta hinn kátasti. Þessi þáttur hentar mínu áhugasviði afskaplega vel og svo fæ ég líka að vera í sjón- varpinu, sem er mikill kostur. Það er gott að vinna með Brynju. Hún drífur þetta áfram sem hentar mér mjög vel. Það er mikið að gera hjá mér og þá er það oftast sá sem er frekastur sem nær einhverju af viti úr mér. Þetta hefur gengið mjög vel hjá okkur og nú er að koma út bók- in Orðbragð sem við unnum líka saman þótt Brynja hafi verið aðeins duglegri við að skófla efni í hana.“ Í meðallagi snertifús Ummæli um snertifælni Braga sem Brynja lét hafa eftir sér í blaðavið- tali hafa valdið honum töluverð- um vandræðum. „Ég held að ég hafi aldrei verið snertur jafn mikið og eftir þessi ummæli, er faðmað- ur og knúsaður í kaf. Ég kemst alveg af án faðmlaga, en ég held að ég sé í meðallagi snertifús, svo við finn- um nýtt orð á móti fælninni. Ég er allavega snertifús í góðra vina hópi. Það liggur við að hún hafi hengt um hálsinn á mér „Snertið ekki“-skilti. Og nú eru allir að reyna að pota í mig. Ég held líka að ég sé ekkert jafn antisósíal eins og hún vildi meina. Fólk má gjarnan snertast sem mest og oftast. Það káfar ekkert upp á mig.“ Ekki ríkir Baggalútar Hann segir jafnframt alltaf jafn skemmtilegt að starfa með félögum sínum í Baggalúti. „Þetta er stór- kostlegur hópur og góð og gömul vinátta. Samstarfið hefur alltaf ver- ið mjög ljúft, það er enginn sem brjálast eða skellir hurðum. Nú erum við orðnir pabbar svona eins og gerist og þegar menn þroskast og stofna sínar fjölskyldur þá gefst minni tími til að sitja og skrifa grín- fréttir á vefinn. En einhvern veg- inn hafa aldrei verið neinar kröfur á neinn í þessum hópi, það er enginn skilaskylda á gríni. Menn gera bara það sem þeir gera,“ segir hann en neitar því að Baggalútur hafi gert þá félaga ríka. „Ég vona samt að við verðum það í ár. Við erum bara svo margir og svo höfum við lagt aðeins of mikið í plöturnar okkar. Þótt þær seljist skrambi vel þá er ekki hægt að mæla með því að menn leggi grínkántrítónlist eingöngu fyrir sig. Allavega ekki í svona stórum hópi. En þetta mjatlast. Kosturinn við Baggalút er að við höfum ekki verið að láta peninga flækjast fyrir.“ Framkvæmdaglaðir fag- mannafíklar Hann segir hugmyndaræði ríkja innan Baggalúts, frekar en lýðræði. „Við höfum verið ótrúlega heppn- ir með hljóðfæraleikara og erum fagmannafíklar í þessu og reynum að hafa besta mannskapinn með okkur. Svo ræður bara sá sem er frekastur hverju sinni eða sá sem kemur með skemmtilegustu hug- myndina. Við erum ekki mikið að funda og hittast og ekki mjög upp- teknir af að liggja yfir hlutunum. Við erum frekar framkvæmdaglað- ir. Ef hugmyndin er góð er vaðið af stað og þá er gott að vera með mann eins og Kidda meðferðis. Hann er jafn rauður og drífandi og eldgosið í Holuhrauni og því lífsnauðsynleg- ur þessu batteríi.“ Bragi hefur starf- að innan auglýsingageirans síð- ustu átta árin en fyrir tveimur árum stofnaði hann, ásamt fleirum, aug- lýsingastofuna Brandenburg. „Við vildum gera eitthvað nýtt og það er óneitanlega kostur að vera með sitt eigið, eins og í flestu. Það hentar mér mjög vel að ráða ferðinni sjálf- ur.“ Aðspurður segir hann ekki mik- ið pláss fyrir önnur áhugamál. „Það hefur ekki gefist mikill tími fyrir út- saum og skákiðkun en mér finnst voðalega gott að fara upp í sveit með fjölskyldunni og slá gras. Það má reyndar segja að það sé áhuga- mál; að böðlast með sláttuvélina úti í náttúrunni. Það er hressandi. Verst hvað ég er með mikið grasofnæmi samt. Það er helsti gallinn við það áhugamál.“ Ofsóttur af hagyrðingum Hann segist hafa gaman af því að starfa í sjónvarpinu og neitar því að finna fyrir frægð. „Ég er tiltölu- lega mikið látinn í friði nema þá helst af eldri hagyrðingum. Þeir eiga það til að ofsækja mig. Annars hef ég ekki mikið orðið var við að á mig sé glápt en fer reyndar alltaf út í mjög vönduðu dulargervi,“ segir hann brosandi og neitar því að Orð- bragðið hafi gert íslenskunörda töff. „Íslenskunördar hafa alla tíð verið gríðarlega töff, það vita allir. Tungumálið er eitthvað sem við notum öll, þó mismikið. Okkur á að finnast það skemmtilegt og við eig- um að vera óhrædd við það og alls ekki að segja fólki að það geti ekki talað. Við eigum að nota þetta á meðan það er til. Það er ekki sjálf- gefið að svona sérviskutungumál sé í fullu fjöri,“ segir hann og bætir við að hann hafi vissar áhyggjur af fram- tíð tungunnar. „Ég hef ekki áhyggj- ur af slettum sem festast í málinu en hef meiri áhyggjur af breyting- um á málkerfinu sjálfu og ekki síst að fólk læri ekki íslensku heldur skipti hreinlega yfir í annað tungu- mál. Það er hætta á því. Í grunninn þykir okkur vænt um íslenskuna en við verðum að passa hana. Þetta er sérkennilegt mál sem þarf að hlúa að. Það eru mál að hverfa á hverj- um degi,“ segir hann og bætir við að hann hafi gaman af því að heyra ný orð. „Fólk hefur verið ótrúlega dug- legt við að búa til orð og ég held að við ættum tvímælalaust að halda því áfram. Ég er ekkert að missa þvag þótt orð eins og „app“ festist í mál- inu. Ég er alveg rólegur og sit ekkert einn niðri í kjallara og pirra mig á þessu. Sumir eru góðir nýyrðasmið- ir og sum orð sem koma einu sinni fram festast strax á meðan stundum þarf að lobbía aðeins fyrir önnur.“ Hressandi diskótek í desember Það er í nógu að snúast hjá Braga sem skiptir sér á milli stórs heimil- is, fyrirtækjareksturs, sjónvarpsþátt- argerðar og Baggalúts en senn renn- ur upp sá tími sem hljómsveitin hefur sem mest að gera. Í ár eru 13 jólatónleikar í Háskólabíó en sem betur fer er Bragi mikið jólabarn. „Ég er allavega mjög áhugasamur um jólin. Það er eitthvað mjög hressandi við þetta diskótek þarna í desember sem allir taka þátt í,“ segir hann og játar því að vissulega hafi hátíðin breyst eftir að dæturnar komu í heiminn. „Núna er það ekki ég sem er að rífa utan af pökkunum heldur meira að taka saman um- búðir sem búið er að rífa af. Það er ný vídd í þessu að fylgjast með stelp- unum á jólunum, allt annar vinkill. Þá skilur maður jólin loksins, sér hvað þetta er ótrúlega gaman fyrir börn og þar af leiðandi gaman fyrir þá sem eru í kring.“ Ekki tími fyrir óhamingju Þrátt fyrir annríki segir hann þetta allt hafast einhvern veginn. „Þetta er oft flókið mál en við hjónin erum tiltölulega skynsamt fólk og leysum yfirleitt úr helstu hnútum með smá skipulagi. Ég er líka smám saman að læra að segja nei sem mér þykir erfitt þegar ég fæ tilboð um að gera eitt- hvað skemmtilegt. Ég reyni að valda ekki vonbrigðum og klára yfirleitt það sem ég byrja á þótt fólk sé oft orðið dálítið langeygt eftir því,“ seg- ir hann og bætir við að hann reyni að taka sér tíma fyrir fjölskylduna af og til þótt hann mætti vera dug- legri að slökkva á símanum á slíkum stundum. „Hamingjusamastur er ég líklega þegar það er nóg að gera og allir eru glaðir. Þá er ég kátur. Ég er ljómandi hamingjusamur svona dagsdaglega. Gef mér ekki tíma til að vera óhamingjusamur. Ég er ró- lyndismaður og ekki með margar stillingar í skapinu. Annaðhvort er ég rólegur eða mjög rólegur.“ n „Annars eru flestir hættir að segja nokkurn skapaðan hlut í kringum okkur Brynju og halda að við séum orðnir svo miklir íslenskupáfar Kaffærður í bókum „Ég las og las og las,“ segir Bragi sem spændi í sig bækur sem barn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.