Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Page 36
36 Neytendur Helgarblað 31. október–3. nóvember 2014 Hollráð fyrir Heimilissaltið n Þú getur notað salt í fjölmargt annað en matargerð n Ótal snjöll húsráð til að prófa Þ að er alltaf gaman að upp- götva ýmiss konar gagnleg húsráð sem oftar en ekki eru falinn fjársjóður, nyt- samlegir hlutir sem fæst- ir eru meðvitaðir um. Hvern hefði til dæmis grunað að nota mætti salt til að leysa margvísleg hvers- dagsleg vandamál á heimilinu á hagkvæman og umhverfisvænan hátt og þannig komast hjá kaupum á sértækum og dýrum spilliefnum sem síðan eru sjaldan eða aldrei notuð aftur og taka skápapláss. Salt er til á flestum heimilum og þekkja það margir að kaupa stór- an dunk af borðsalti sem þeir eiga síðan til svo árum skiptir þrátt fyrir hófsama notkun í eldhúsinu. Salt er tiltölulega ódýrt þó að vissulega megi fá það í fínum og dýrum út- gáfum eins og sjávarsaltsflögum og öðru fíneríi. DV rakst á áhuga- verða grein um notagildi salts á vef Consumer Reports á dögunum og fór á stúfana. Þá kom í ljós að til er aragrúi af húsráðum fyrir salt. Hér er brot af því besta, sumt af þessu hefði manni aldrei dottið í hug að prófa. Fjölmörg virt tímarit á borð við Reader's Digest og fleiri ábyrgj- ast þessi bráðsnjöllu húsráð. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Blettahreinsun og hreingerning n Kaffikannan fær nýtt líf Til að fjarlægja þráláta kaffibletti úr glerkaffikönnum getur þú sett fjórar teskeiðar af salti, einn bolla af ísmulningi og eina matskeið af vatni. Hrærðu í þar til kannan er hrein og skolaðu síðan. Kannan þarf að vera við stofuhita áður en hún er hreinsuð með þessum hætti, ekki nota þetta ráð ef hún er brotin. n Brotið egg ekkert vandamál Þeir sem lent hafa í því að missa egg í gólfið vita að það getur verið þrautin þyngri að ná gumsinu upp. Vandamálið er úr sögunni ef þú hellir salti yfir eggið. Svo þarftu bara að þurrka það upp með eldhúsþurrku. n Fjarlægðu ryð Með réttu blöndunni virkar salt vel til að fjarlægja ryð. Til að hreinsa ryð af t.d. ryðguðu stýri á reiðhjóli og dekkjagjörðum getur þú blandað saman sex teskeiðum af salti og um tveimur matskeiðum af sítrónusafa þar til efnin mynda mauk. Berið maukið á ryðgaða yfirborðið með þurrum klút og nuddið. Skolið og þurrkið. Sömu aðferð má nota á ryðgað- an borðbúnað og fleira, t.d. ryðguð skæri. Búið til mauk með einni teskeið af salti og sítrónusafa og berið á og þrífið. n Silkiblómin gleðja á ný Það er auðvelt að henda bara fallegum silkiblómum þegar þau verða rykfallin og óaðlaðandi með tímanum. En það er óþarfi. Settu blómið í plastpoka, helltu rúmum 200 grömmum af salti í pokann og hristu svo hraustlega. Blómið er nú hreint. n Vínblettinn úr fötunum Það er erfitt að njóta þess að drekka gott vín ef það eyðileggur þína fínustu skyrtu í kjölfarið. Til að nota salt sem blettahreinsi á bómullarefni helltu strax nægu salti beint á blett- inn til að láta efnið draga í sig vökvann. Að því loknu skaltu láta skyrtuna liggja í bleyti í hálf- tíma í köldu vatni. Skelltu svo í þvottavélina. n Bjargaðu teppinu Þú þarft heldur ekki að örvænta ef þú hellir rauðvíni á hvítt teppi. Það er von um að bjarga því með því að hella strax smá hvítvíni á blettinn til að þynna út litinn. Þrífðu svo blettinn með svampi og köldu vatni. Stráðu salti yfir og láttu standa í um 10 mínútur. Ryksugaðu allt saman upp og vonaðu það besta. n Málmhreinsir Hlutir úr kopar eða látúni geta orðið dauflegir með tíman- um. Það getur komið græn slikja á gamla koparpotta svo dæmi sé nefnt. Til að ná aftur gljáanum getur þú búið til þitt eigið hreinsiefni með blöndu af salti, hveiti og ediki í jöfnun hlutföllum þannig að úr verði mauk. Notaðu mjúkan klút til að bera maukið á stássið, skolaðu svo með heitu sápuvatni og fægðu loks gripinn til að ná fram gamla góða gljáanum. n Svampurinn eins og nýr Litlir svampar og skúringasvampar geta orðið skítugir og ógeðslegir löngu áður en þeir syngja sitt síð- asta. Til að endurnýja ástand svampsins settu ríflega 50 grömm af salti í lítra af vatni og láttu liggja yfir nótt. n Ekki láta matinn harðna í ofninum Þegar þú eldar eitthvað í ofninum, t.d. lasanja, þá getur það gerst að það flæði upp úr eldfasta mótinu og niður á ofnbotninn. En það er óþarfi að láta sullið bakast og harðna. Skelltu smá salti á gumsið meðan það er enn í fljótandi formi og þegar ofninn kólnar getur þú strokið það burtu með tusku. Sama á við ef þetta gerist þegar þú ert að matreiða á hellu. n Fjarlægðu svitabletti Salt er lausnin við þessum þrálátu gulu svitablettum sem myndast geta í handarkrikanum á bolum og skyrtum. Leystu fjórar teskeiðar af salti upp í lítra af heitu vatni og strjúktu yfir blettinn með lausninni þar til hann hverfur. Endalaust notagildi Það má nota salt til ótrúleg- ustu verka. Það er hreinsiefni, bletta-, lyktar- og stíflueyðir og arfaskelfir svo eitthvað sé nefnt. Mynd ShuttErStock

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.