Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Blaðsíða 44
Helgarblað 31. október–3. nóvember 201444 Lífsstíll
Gerðu daginn betri
n Það skiptir miklu máli hvernig þú nýtir fyrstu mínútur dagsins
F
yrstu mínúturnar á hverjum
morgni setja gjarnan tóninn
fyrir daginn. Hvernig þú nýt-
ir þessar fyrstu mínútur og í
hvað, segir mikið til um það
hvernig restin af deginum verður.
Hvort þú heldur inn í hann uppfull/
ur af jákvæðni og framkvæmda-
gleði, eða hundfúl/l og neikvæð/ur.
Það getur vissulega farið í skapið á
mörgum þegar óþolandi vekjara-
klukkan rýfur mjúkan draumsvefn-
inn. En ef farið er vel með þær mín-
útur sem fylgja í kjölfarið má bjarga
skapinu fyrir horn. Prófaðu þessar
aðferðir sem lýst er hér á eftir og
sjáðu hvort dagurinn verður ekki
betri.
Ekki skoða tölvupóstinn
Ef þú notar símann þinn sem
vekjaraklukku reyndu þá að stand-
ast freistinguna að kíkja á tölvu-
póstinn. Þá er líka sniðugt að
slökkva á tilkynningarhljóðum á
Facebook fyrir svefninn svo að þú
hrökkvir ekki upp af værum blundi
ef einhver sendir þér skilaboð eða
setur athugasemd á vegginn þinn.
Það gæti jafnvel verið betra að
ganga enn lengra og stilla símann
þannig að þú fáir ekki tilkynningar
frá Facebook á upphafsskjáinn á
símanum. Þannig kemur þú frekar
í veg fyrir að þú freistist til að kíkja
á Facebook í morgunsárið. Það er
í raun mikilvægt að ná korteri af
tölvu- og símalausum tíma áður en
amstur dagsins tekur við með til-
heyrandi áreiti.
Slepptu kaffinu
Það eru eflaust fleiri en færri sem
þurfa að fá sér kaffibolla áður en
þeir gera nokkuð annað á morgn-
ana. En það er ekki endilega það
besta sem líkaminn fær til að koma
sér í gang. Prófaðu að skipta kaffi
út fyrir volgt sítrónuvatn. Það kem-
ur efnaskiptum líkamans af stað.
Til þess að sítrónuvatnið virki sem
skyldi má þó hvorki borða né bursta
tennurnar fyrr en hálftíma eftir
að það er drukkið. Þetta gæti ver-
ið erfitt fyrir kaffifíklana, en alveg
þess virði að prófa ef skapið verð-
ur betra.
Farðu rétt fram úr rúminu
Hver kannast ekki við að fara öfug-
um megin fram úr rúminu og vera
fyrir vikið önugur allan daginn. Yfir-
leitt er þetta þó sagt í gríni, en öllu
gríni fylgir alvara. Það getur nefni-
lega verið ákveðin kúnst að fara
rétt fram úr rúminu. Besta aðferðin
er að velta sér yfir á hægri hliðina
og ýta sér varlega upp í setstöðu.
Standa svo rólega upp og gæta þess
að bakið sé beint. Með þessari að-
ferð tekur þú þrýsting af hjartanu og
bakinu, fyrir utan hvað þetta er góð
athöfn til að hefja daginn.
Settu þér markmið
Á meðan þú ferð rétt fram úr rúm-
inu eða undirbýrð sítrónuvatnið
þitt er frábært að setja raunhæf
markmið fyrir daginn. Gættu þess
þó að fara ekki fram úr þér. Miðaðu
við að setja þér aðeins þrjú mark-
mið og ekki hafa þau háleit. Þú gæt-
ir til dæmis sett þér það markmið að
útbúa nesti í stað þess að borða úti í
hádeginu og þannig sparað pening.
Þú gætir ákveðið að fara í jóga eft-
ir vinnu eða pantað tíma hjá lækni
sem þú hefur frestað allt of lengi.
Teygðu úr þér
Teygðu úr þér áður en þú byrjar
daginn, jafnvel bara á meðan þú
liggur ennþá í rúminu. Teygðu
hendurnar upp fyrir höfuð og réttu
vel úr fótunum. Þetta hljómar
kannski eins og algjörlega tilgangs-
laus athöfn, en líkaminn er bú-
inn að vera kyrr alla nóttina, jafn-
vel boginn og í keng. Hann þarf því
á því að halda að teygt sé aðeins á
honum áður en hann tekst á við
daginn.
Stundaðu hugleiðslu
Hugleiddu. Já, þetta er gömul klisja,
en hún virkar. Hugleiðslan þarf ekki
að taka nema nokkrar mínútur.
Sestu niður í þægilega stöðu í hljóð-
látu umhverfi og reyndu að tæma
hugann. Það er frábært að byrja
daginn með tóman huga, en ekki
fullan af áhyggjum gærdagsins. n
Ertu hress á
morgnana? Það
er í rauninni hægt
að fara öfugum
megin fram úr
rúminu. Lærðu að
gera það rétt.
Mynd PhoToS
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrun@dv.is
Fleiri bólfélagar
draga úr líkum
á krabbameini
Karlmenn sem hafa sofið hjá yfir
tuttugu konum eru ólíklegri til að
fá krabbamein í blöðruhálskirtli en
þeir sem sofið hafa hjá færri kon-
um, ef marka má niðurstöður nýrr-
ar rannsóknar vísindamanna við
University of Montreal. Geta lík-
urnar á því að fá blöðruhálskirtil-
skrabbamein minnkað um allt að
28 prósentum. Er þetta fyrsta rann-
sóknin sem sýnir fram á að fjöldi
bólfélaga skipti máli frekar en hve
oft kynlíf er stundað eða sjálfsfró-
un. Ekki er þó hægt að segja ná-
kvæmlega til um ástæðuna.
Einn vísindamannanna, Marie-
Elise Parent, segir að mögulegt sé
að þeir karlmenn sem eigi marga
bólfélaga á lífsleiðinni stundi oftar
kynlíf en þeir sem eru með sömu
konunni alla ævi. En áður hefur
verið sýnt fram á að því oftar sem
karlmenn fá sáðlát, því minni líkur
eru á því að þeir fái krabbamein í
blöðruhálskirtilinn á lífsleiðinni.
Þá eru getgátur uppi um hvort
regluleg ástundun kynlífs geti
dregið úr kalkmyndun í blöðru-
hálskirtlinum, sem dregur þá úr
líkum á krabbameini.
Þróar þrívíddarbúnað á myndavélar
Íris Ólafsdóttir hefur þróað hugbúnað og tæki sem gerir fólki kleift að taka þrívíddarmyndir
V
ið vorum búin að hanna
þrívíddarbúnað fyrir stórar
ljósmyndavélar og í síðustu
viku sendum við frá okkur
þrívíddarbúnað fyrir snjallsíma,“
segir Íris Ólafsdóttir, rafmagnsverk-
fræðingur, uppfinningamaður og
stofnandi nýsköpunarfyrirtækisins
Kúla, sem þróað hefur búnaðinn.
Til að fjármagna framleiðsluna
fór Kúla með verkefnið á hópfjár-
mögnunarsíðuna Kickstarter.com
og á einni viku höfðu safnast um 70
prósent af þeirri upphæð sem áætl-
að var að safna, en lagt var upp með
að safna 4,8 milljónum íslenskra
króna.
Á þriðjudaginn var verkefnið
svo valið tækniverkefni dagsins á
Kickstarter, en var þá vakin sérstök
athygli á þrívíddarbúnaðinum á
síðunni. „Verkefnið var valið
úr 847 verkefnum og það
er að skila sér mjög vel,“
segir Íris að vonum
stolt af verkefninu.
Varan seld í
new york
Að sögn Írisar er Kúla
eina fyrirtækið sem
framleiðir nettan þrí-
víddarbúnað á snjallsíma.
„Lausnin okkar er speglakerfi. Þetta
eru fjórir speglar sem varpa tveim-
ur sjónarhornum hlið við hlið inn
í linsuna. Svo er það hugbúnaður-
inn sem vinnur myndirnar og hann
býr til hvaða þrívíddarformat sem
er.“ Það er því hægt að nota mis-
munandi tæki til að skoða mynd-
irnar, eins og þrívíddarsjónvarp,
þrívíddargleraugu og sér-
stakan kassa sem hægt er
að setja síma inn í til að
skoða myndirnar sam-
stundis.
Íris segir vera
mikla eftirspurn eft-
ir búnaðnum. „B&H
Photos, sem er stærsta
ljósmyndavöruverslun
í New York, er byrjuð að
selja vörurnar okkar á netinu.
Við erum með samning við hana.
Þrátt fyrir að eftirspurnin hafi verið
mikil þá hefur okkur vantað fé til að
framleiða vörurnar,“ útskýrir Íris. Ef
fjármögnunarverkefnið á Kickstart-
er gengur upp er það vandamál
hins vegar leyst og hægt er að fram-
leiða vöruna og koma í almenna
sölu í ljósmyndavöruverslunum.
Prófaði sig
áfram með
þrívíddar-
myndir
Fyrirtækið
Kúla var
stofn-
að
árið
2011
í kring-
um hug-
myndina að þrívíddar-
búnaðinum, en hugmyndin er
alfarið Írisar. Hún segir verk-
efnið eflaust aldrei hafa orðið að
veruleika nema vegna styrkja frá
Tækniþróunarsjóði. Það sé erfitt að
vera launalaus uppfinningamaður
til lengri tíma.
Aðspurð segir Íris erfitt að segja
til um hvernig hugmyndin varð til.
„Mér finnst gaman að taka myndir
og hafði prófað að taka tvær mynd-
ir hlið við hlið og búið til þrívíddar-
myndir úr þeim. Einhvern veginn
datt mér þetta í hug í kjölfarið.“ n
solrun@dv.is
Þrí-
víddarbún-
aður Eins
og sjá má á
myndinni
er um mjög
nettan og
meðfærilegan
búnað að ræða.
Klónaðu
hundinn fyrir
12 milljónir
Sooam Biotech í Suður-Kóreu
býður fólki upp á að klóna hund-
inn sinn fyrir rúmar 12 milljónir.
Dr. Hwang Woo Suk, sem vinnur
fyrir Sooam Biotech, leiddi rann-
sóknarteymið sem klónaði fyrsta
hundinn árið 2005. Síðan hef-
ur hann ræktað um 550 klónaða
hvolpa og fullkomnað aðferðina
svo að hann getur ábyrgst það
að hvolpurinn verði nákvæm eft-
irmynd upprunahundsins, svo
lengi sem hann hefur heilbrigð-
an líkamsvef að vinna úr. Klón-
uðu hvolparnir geta margfaldað
upphæðina sem þeir kostuðu, til
dæmis ef þeir koma undan fá-
gætum tegundum.