Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Page 46
46 Lífsstíll Helgarblað 31. október–3. nóvember 2014 Vinnur að opnun Kínasafns n Elskar að vinna með börnum n Tók þátt í alþjóðlega bangsadeginum A lþjóðlegi bangsadagur- inn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um heim þann 27. október síðastliðinn og voru börn sérstaklega hvött til þess að mæta með bangsa með sér í ýmsa skóla. Dagurinn er haldinn á afmælisdegi Theodors Roosevelt, forseta Bandaríkjanna, en enskt nafn tuskubangsanna, „Teddy Bear“, er tengt við hann. Gaf bangsa Dansarinn og athafnakonan Unn- ur Guðjónsdóttir tók þátt í deginum með því að fara með bangsa í aðal- safn Borgarbókasafnsins en hún hef- ur alltaf haft gaman af því að gleðja börn. „Ég hef alltaf tekið þátt í barna- menningarhátíð Reykjavíkurborgar frá byrjun. Á síðustu barnahátíð varð ég mér úti um fjölda bangsa og tók þátt í dagskránni í Iðnó þar sem fjöldi barna kom. Þau fengu svo öll að eiga einn bangsa. Það var æðisleg upplifun. Börnin voru mjög ákveðin í hvaða bangsa þau langaði, það var engin leið að fá þau til að skipta um skoðun. Það skemmtilega við það að eiga svona marga bangsa er að maður sér hversu mismunandi persónuleika þeir eru með. Ekkert er neins virði nema samanburður sé. Ekkert lítið nema eitthvað stórt sé líka. Eftir uppákomuna í fyrra átti ég um 50 bangsa eftir. Mér datt í hug að alþjóðlegi bangsadagurinn væri til- valinn til þess að losa sig við eitthvað af þeim.“ Mikilvægt fyrir börn „Ég bý líka í Svíþjóð og hef mikið farið á elliheimili og aðrar stofnan- ir til að skemmta. Þar hef ég oft séð gamla fólkið með bangsa þegar það er eiginlega gengið aftur í barndóm. En það eru bangsarnir sem það sæk- ir í, ekki dúkkur. Skógarbirnir eru líka til í Svíþjóð þannig að það er dýr sem allir þekkja.“ Henni finnst mik- ilvægt að nota svona daga þar sem það vantar gleðifréttir í fréttamiðla og þá sérstaklega eitthvað fyrir börn. „Stærstur hluti frétta er um stríð og morð og því finnst mér mikilvægt að nota svona daga, þar sem er hægt að gera eitthvað skemmtilegt. Ég er að reyna að losa mig við þá bangsa sem ég á enn, en þó ekki alla, á sama tíma og ég reyni að skemmta mér sjálfri.“ Veggjatítlur átu hús í sundur Unnur á eignina við Njálsgötu 33, sem var fyrsta parhús Íslands. Hún á allt húsið og er búin að opna í gegn. „Það er byggt árið 1907 og er mjög áhugavert arkitektúrlega séð. En ég er búin að eyðileggja það því ég opn- aði á milli íbúðanna. Ég keypti tvær litlar lóðir sem liggja bak við hús- ið en þar stóðu tvö hús. Annað hús- ið var byggt 1910 og hitt 1907. Eldra húsið var úr timbri og ég hafði ætl- að mér að gera það upp til að leigja en það var því miður ekki hægt því það var sundurétið af veggjatítlu. Byggingarmeist- arinn fór með eina fjöl úr hús- inu upp í Náttúrufræðistofnun ríkisins og fjölin kom eiginlega bara labbandi aftur heim,“ segir hún og hlær. Stofnar fyrsta Kínasafn Íslands Verið er að breyta steinhúsi bak- lóðarinnar í fyrsta safnið á Íslandi sem sýnir asíska muni. „Ég stefni að því að opna safnið 18. febrúar, sem er ný- ársdagur Kínverja, þá byrjar ár geitar- innar. Þetta verð- ur hreinlega fyrsta safn á Íslandi sem sýnir hluti frá Asíu. Það er hvergi hægt að sjá þá hér á landi. Ég ætla bara að hafa hluti frá Kína, þar sem það er í raun suðupottur menningar á þessu svæði. Öll löndin í kring, hvort sem það er Kórea, Filippseyjar, Búrma, Kambódía og þau öll, eru undir menningarlegum áhrifum frá Kína. Mér finnst þess vegna athyglisvert að fyrsta asíska safnið á Íslandi sýni bara muni frá Kína.“ Sjö milljóna króna rúm Hún leggur mikinn metnað í aðeins góðir munir verði til sýnis. „Í fyrra keypti ég aðalnúmer safnsins en það er lokrekkja. Hún er svo stór að fjórir fullorðnir geta sofið í henni. Rúmið er 200 ára gam- alt og með sendingarkostnaði og tollum kostaði það rúmar sjö milljónir. Þetta er svo fín mubla, öll útskorin, og jafnvel þótt ég væri ekki með ann- að en þetta þá er það þess virði. Lokrekkjur sjást ekki í Evrópu lengur í antíkbúð- um og mjög sjald- an í Kína. Ég var búin að sjá þetta rúm í þrjú ár í sömu antíkbúð- inni í Kína, en það keypti það enginn. Svona rúm eru líka af- skaplega dýr og fáir sem tíma að kaupa þau, því mað- ur er ekki að fara að nota þetta. Salurinn er alveg ferkant- aður. Rúmið verður upp við vegg fjærst dyrunum, þar sem ég fer eft- ir kínverskum hugsunarhætti í sam- bandi við uppröðun á herberginu. Miðpunktur herbergisins er alltaf eins langt frá dyrunum og hugsast getur. Þannig að þegar maður kem- ur inn í þetta rými mun rúmið draga augu manns beint að því.“ Tónleikastaður í sýningarsalnum Ætlun Unnar er að hafa sýn- ingarsalinn þannig að hægt sé að halda kammertónleika þar. Hún mun geta tekið við dúettum, tríóum, kvar- tettum og kvintettum en ekki flyglum þar sem þeir komast ekki inn í hús- ið. „Ég ætla að vera með allra fínasta ljósabúnaðinn og bestu græjurnar. Ég hef sérfræðinga til þess að finna það út. Hljóðið þarf að vera gott á svæð- inu, og kósí. Mér finnst vanta einmitt svona sali í Reykjavík. Ég er fyrrver- andi dansari og hef unnið með tónlist alla mína ævi. Ég var atvinnudansari í Svíþjóð og síðar ballettmeistari hjá Þjóðleikhúsinu um tíma, þannig að ég veit alveg hvernig tónlist og hljóð- burður eiga að vera.“ Fólk getur ánafnað safninu muni Unnur segist eiga nóg af hlutum á safnið en hana langi samt að fá fleiri og ætli því að auglýsa eftir þeim þegar nær dregur opnun. „Ég ætla bæði að óska eftir að fá að kaupa forna muni frá Kína og líka bjóða fólki að ánafna safninu. Ég er alveg viss um að eitt og annað sé til á landinu sem fólk hafi lítinn eða engan áhuga á að eiga. Það hringdi í mig maður um daginn einmitt sem sagðist eiga fullt af dóti frá Kína sem hann langaði að losna við. Þetta var mestmegnis ferða- mannadót, en ég hafði samt gaman af því. Hann hafði verið í viðskiptum við Kínverja og fengið frá þeim gjaf- ir. Þær voru allar í pökkunum enn- þá. Þeir sem ánafna hlutum munu fá nafnið sitt birt í safnabæklingi sem ég gef út. Þetta er mjög algengt fyr- irkomulag á söfnum úti í heimi. Þeir munu auðvitað líka fá ævilangan ókeypis aðgang að safninu. Ég er að vonast til að mér muni bjóðast fal- legir munir sem ég mun hafa mikinn áhuga á. Af því að það skal vandað til verks,“ segir Unnur að lokum. n Helga Dís Björgúlfsdóttir helgadis@dv.is Bangsi Unni finnst gaman að gleðja börn og tók þátt í alþjóðlega bangsadeginum á mánu- daginn síðasta. Nýtt sjálfstætt starfandi apótek í Glæsibæ Opnunartími Virka daga: 8:30 til 18:00 Laugardaga: 10-14 Okkar markmið er að veita þér og þínum framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf „Þetta verður hreinlega fyrsta safn á Íslandi sem sýnir hluti frá Asíu. Unnur Guðjónsdóttir Unnur vinnur nú að byggingu nýs safns í bakgarðinum hjá sér og að sögn hefur hún ekki einu sinni tekið lán fyrir því. MynD SiGTryGGUr Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.