Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2014, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2014, Blaðsíða 4
Vikublað 25.–27. nóvember 20144 Fréttir Maðurinn fannst látinn Maðurinn sem björgunar­ sveitarmenn höfðu leitað að á Suðurnesjum síðan aðfaranótt mánudags fannst látinn í hádeg­ inu á mánudag á Miðnesheiði. Um það bil 110 björgunarsveitar­ menn tóku þátt í leitinni en mað­ urinn, sem er pólskur, var í heim­ sókn hjá ættingja hér á landi. Ættinginn leitaði til lög­ reglunnar í Keflavík á sunnu­ dagskvöld eftir að hann óttað­ ist um manninn og hófst þá leit í kjölfarið þar sem meðal annars var notast við þyrlu Landhelgis­ gæslunnar. Sandgerðis- bær kaupir upp eignir Sandgerðisbær samþykkti á dögunum að kaupa upp þær eignir í Sandgerði sem eftir voru í Eignarhaldsfélaginu Fasteign. Kaupin eru að stærstum hluta fjármögnuð með láni frá Íslands­ banka, einum milljarði króna. Þegar kaupin ganga í gegn síðar í mánuðinum verður Sand­ gerðisbær ekki lengur aðili að Fasteign, þar sem allar eignir í Sandgerði sem voru í eigu fé­ lagsins komast nú í eigu bæjar­ félagsins. „Það má segja að þetta sé skuldbreyting. Þannig að í stað þess að skulda Fasteign þessa fjárhæð, þá erum við að færa eignirnar yfir til okkar og verð­ um með lán í okkar nafni. Þetta er tilfærsla á skuldbindingu, þannig að ekki er verið að auka skuldirnar,“ segir Sigrún Árna­ dóttir, bæjarstjóri Sandgerðis. n Framkvæmdastjóri réð bróður sinn n Fær andvirði jeppans fyrir að hætta S trætó bs. hefur greitt Gagnalausnum ehf., fyrir­ tæki í eigu bróður Reynis Jónssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Strætó bs., rúmar tuttugu milljónir króna fyrir fjögur verkefni á síðastliðn­ um fimm árum. Ekkert þessara ver­ kefna fóru í útboð en kostnaður vegna þeirra telst undir við­ miðunarfjárhæðum fyrir opinber útboð. DV sendi Strætó fyrirspurn um viðskiptin í síðustu viku en á mánudag var tilkynnt um starfslok Reynis. Ástæðan fyrir starfslokun­ um er sögð trúnaðarbrestur milli stjórnar og framkvæmdastjóra. Bryndís Haraldsdóttir, stjórnarfor­ maður Strætó, segir að til standi að fara í rekstrarúttekt á Strætó sem og innri endurskoðun á fyrirtæk­ inu. Hún segir úttektirnar ótengd­ ar starfslokum Reynis og vildi ekki tjá sig frekar um þau þegar eftir því var leitað. Ekki náðist í Reyni Jóns­ son við vinnslu þessarar fréttar. Tuttugu milljónir á fimm árum Strætó bs. hefur greitt Gagna­ lausnum ehf. samtals 20.880.856 krónur fyrir fjögur verkefni á ár­ unum 2010–2014. Mest voru við­ skiptin við fyrirtækið árið 2012 en þá námu þau tæpri átta og hálfri milljón. Gagnalausnir ehf. eru í eigu Jóns Sævars Jónssonar, bróð­ ur Reynis Jónssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Strætó. Þau fjögur verkefni sem um ræðir eru; ráðgjöf vegna innleiðingar á raun­ tímastaðsetningu strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu, uppsetning hugbúnaðar vegna sjóðsvéla í strætisvögnum utan höfuðborgar­ svæðisins, þjónusta vegna sjóðs­ véla í strætisvögnum utan höfuð­ borgarsvæðisins og ráðgjöf við uppsetningu tæknibúnaðar í strætisvögnum. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Strætó bs. við fyrirspurn DV. Að auki var fyrirtækið Tego ehf., en Jón Sævar situr í stjórn þess fyrirtækis, fengið til að annast skráningu vörumerkis Strætó bs. hjá Einkaleyfastofu árið 2012. Fyr­ ir þá vinnu og skráninguna greiddi Strætó bs. Tego ehf. alls 680.425 krónur. Greiðslur Strætó til fyrir­ tækja sem tengjast bróður fram­ kvæmdastjóra Strætó nema því alls 21.561.281 krónum á tæplega fimm ára tímabili. Varð að skila bílnum DV hefur að undanförnu fjallað um óánægju vagnstjóra Strætó með störf Reynis en hann var sagður koma fram af hörku og lítilsvirðingu. Þá greindi DV fyrst frá því að Reynir hefði til umráða tíu milljóna króna Mercedes Benz­ jeppabifreið sem var í eigu Strætó bs. Eftir að DV hafði fjallað um málið ákvað stjórn Strætó að skila jeppanum. Bíllinn var keyptur 2. október síðastliðinn en í bókun stjórnar Strætó kom fram að kaup­ in hefðu hvorki verið borin undir stjórn né stjórnarformann. Í hádegisfréttum RÚV á mánu­ dag sagði Bryndís Haraldsdóttir nokkur atriði hafa komið upp í kjöl­ far kaupanna á bifreiðinni sem séu þess valdandi að stjórnin ákvað að taka þessa erfiðu ákvörðun. Þegar blaðamaður DV innti Bryndísi eftir því hvaða atriði þetta sværu segist hún ekki vilja fara nánar út í það. Aðspurð hvort til standi að láta gera óháða úttekt á rekstri Strætó segir Bryndís: „Það stendur fyr­ ir dyrum að fara í rekstrarúttekt á Strætó, það er bara verkefni sem stóð fyrir dyrum áður á vegum SSH [Samtaka sveitarfélaga á höfuð­ borgarsvæðinu] og einnig höfum við verið að leita að innri endur­ skoðun á Strætó og það er algjör­ lega óháð þessu. Svo þurfum við í stjórninni að fara yfir verklag okkar og verkferla og hvert umfang fram­ kvæmdastjóra er í kjölfarið.“ Andvirði jeppans í starfslok Það kostar Strætó bs. rúmar tíu milljónir krónur að leysa Reyni Jónsson frá störfum. Starfsloka­ samningur Rhans samsvarar níu mánaða launum en samkvæmt tekjublaði DV frá því í júlí síð­ astliðnum var Reynir með alls 1.134.000 krónur í mánaðarlaun sem framkvæmdastjóri Strætó. Níu mánaða laun samsvara því alls 10.206.000 krónum. Til gam­ ans má geta að Mercedes Benz­ jeppinn, sem Reyni var gert að skila, eftir að í ljós kom að kaup­ in höfðu ekki verið borin undir stjórn eða stjórnarformann, kost­ aði 10,2 milljónir króna. Reynir fær því andvirði jeppans fyrir að hætta sem framkvæmdastjóri. Þá nemur þessi upphæð tæpum fernum árs­ launum vagnstjóra hjá Strætó og alls 29.160 strætóferðum. n Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is „Það stendur fyrir dyrum að fara í rekstrar- úttekt á Strætó Bróðir reynis fékk tuttugu milljónir Fól bróður sínum verk- efni Strætó bs. hefur greitt Gagnalausnum ehf., fyrirtæki í eigu bróður Reynis, rúmar tutt- ugu milljónir á síðastliðnum fimm árum. mynd FréTTAblAðið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.