Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2014, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2014, Blaðsíða 25
Vikublað 25.–27. nóvember 2014 Neytendur 25 Þ eim fjölgaði sem fóru ferða sinna gangandi, á reiðhjóli eða með strætó á höfuð- borgarsvæðinu í sumar sam- anborið við fyrri ár. Nokkuð hefur dregið úr notkun á einkabíln- um. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun Land-ráðs sf. um sumarferðir 2014 sem unnin var fyrir Vegagerðina. Einkabíllinn fær högg Árið 2007 ferðuðust 87 prósent yfir- leitt með einkabíl á höfuðborgar- svæðinu en þeim fækkaði jafnt og þétt til ársins 2012. Í sumar, eins og þá, ferðuðust 75 prósent yfirleitt með einkabíl á tímabilinu júní til ágúst. Þessi samdráttur á þessu tímabili er kannski skiljanlegur í ljósi þess að algengt verð á bensíni í sjálfs- afgreiðslu í júlí 2008 var 177 krónur lítrinn en er nú 227,6 krónur. Meðan allt annað hefur líka hækkað í verði er greinilegt að margir velja að nota bíl- inn frekar sparlega. DV skoðaði verð- þróunina og árið 2008 var bíleigandi sem ók 20 þúsund kílómetra á árinu, á bíl sem eyðir 8 lítrum á hundraði, að verja 283 þúsund krónum í eldsneyti. Árið 2014 er sami einstaklingur að verja 363 þúsund krónum í bens- ín miðað við sömu forsendur. Þó að þetta sé hækkun um rúm 28 prósent þá hefur bensín lækkað að raunvirði á sama tímabili miðað við vísitölu neysluverðs sem hækkað hefur um 36 prósent. Gengið og hjólað í miðbænum Sem dæmi um aðra ódýrari ferða- máta en einkabílinn má nefna reiðhjólið. Samkvæmt niðurstöðu könnunar Land-ráðs, sem unnin er í samstarfi við MMR ferðuðust rúmlega 8 prósent á hjóli í sumar samanborið við aðeins 5 prósent árið 2010 og 2 prósent árið 2008. Hjólreiðar hafa því verulega sótt á. Gjaldskrá Strætó hefur hækkað verulega undanfarin ár en þrátt fyr- ir það er mun ódýrara að kaupa sér strætókort en bíl og bensín. Í sum- ar fóru 7,6 prósent með strætis- vögnum en hlutfallið var 4 prósent árið 2010 og 5 prósent 2008. Fótgangandi fóru tæp 6 prósent, eða jafnmargir og árið 2010. Þrjú prósent sögðust yfirleitt fara fót- gangandi árið 2008. Svarendur í könnuninni sem bjuggu í eða nærri miðborginni bæði ganga og hjóla meira en aðrir svarendur á höfuðborgarsvæðinu. Skagamenn nota strætó mest út fyrir bæinn Fleiri áhugaverðar niðurstöður könnunarinnar voru að heldur dró úr meðalfjölda ferða út fyrir búset- usvæði sumarið 2014 samanbor- ið við fyrri kannanir. Sérstaklega ferðir frá höfuðborgarsvæðinu. Sömuleiðis hefur notkun á einka- bílnum við ferðir út fyrir sveitarfé- lag dregist verulega saman og fleiri ferðast sem farþegar í bíl. Átta pró- sent nota strætó í ferðir út fyrir bú- setusvæði, meðalfjöldi ferða er 4,5 á tímabilinu en notkunin var mest frá Akranesi, átta ferðir að meðal- tali, og 7,5 frá Árborg en aðeins 1,7 ferðir frá Reykjanesbæ. Hægt er að nálgast ítarlegri upplýsingar um niðurstöður könnunarinnar á vef Vegagerðar- innar. n Í slenska hamborgarafabrikkan hefur í ljósi ábendinga frá við- skiptavinum og dræmrar sölu ákveðið að taka, foie gras, eða franska andalifur, af matseðli sín- um. Þetta kemur fram í svari Jó- hannesar Ásbjörnssonar, eiganda Fabrikkunnar, á Facebook-síðu veitingastaðarins. Svar Jóhannesar kemur við fyrir spurn Sæunnar Ingibjargar Marinósdóttur frá 16. nóvember þar sem hún spyr hvort Fabrikkan sé til í að hætta að taka þátt í „einu hörmulegasta dýraníði veraldar“ og taka foie gras af matseðli sínum. Með fyrirspurninni fylgir hlekkur á umfjöllun um hrollvekjandi að- ferðir sem notaðar eru við fram- leiðslu á andalifur. Gæsir og endur eru fóðraðar nauðugar nokkrum sinnum á dag þar sem rör er þving- að ofan í fuglana og fóðri og fitu dælt ofan í þá til að stækka og fita á þeim lifrina, sem síðan er seld dýr- um dómum á veitingahúsum. „Frönsk andalifur er vissu- lega mjög umdeilt hráefni og það vissum við þegar við tókum það inn á matseðil hjá okkur á sínum tíma. Ástæðan var sáraeinföld: Pörun nautakjöts og andalifrar er vinsæl og algeng á veitingastöð- um víðs vegar um heiminn. Við höfum hins vegar ákveðið, í ljósi góðra ábendinga frá viðskiptavin- um okkar, og eins sökum þess að andalifrin selst lítið á Fabrikkunni, að taka hana af matseðlinum. Það er vissulega svo að mörg sjónar- mið eru uppi um allan heim sem tengjast framleiðsluaðferðum á ýmiss konar matvælum. Við sem framreiðum mat getum ekki ann- að en staðið við val okkar á hrá- efnum, en að sama skapi reynt að vera opnir og móttækilegir fyrir ábendingum viðskiptavina okkar. Þannig höfum við starfað fram að þessu og munum gera áfram,“ seg- ir í svari Jóhannesar. n mikael@dv.is Fabrikkan hættir með umdeildan rétt n Lætur undan þrýstingi og bregst við dræmri sölu n Fjarlægir foie gras af matseðli Þvinguð fóðrun Það er ógeðfeld aðgerð þegar röri er troðið ofan í kok fuglanna til að dæla í þá fóðri og fitu. Einkabíllinn á undanhaldi n 75 prósent ferðast samt yfirleitt á bíl í höfuðborginni yfir sumartímann Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Allt í hnút Þó að erfitt sé að ímynda sér það þegar maður er sjálfur staddur í umferðarteppu þá eru talsvert færri sem ferðuð- ust með einkabílnum í sumar en mörg fyrri ár. 14.24 12.00 09.36 07.12 04.48 00.00 02.24 2007 09.30 2010 11.00 12.45 11.10 2012 2014 Meðalferðatími á höfuðborgarsvæðinu 2008–2014 90% 87% 86% 84% 81% 75% 75% 85% 80% 75% 65% 70% 2007 2008 20102009 2012 2014 Hlutfall þeirra sem ferðast yfirleitt með einkabíl á höfuðborgarsvæðinu 2007–2014 Dregið úr notkun Verulega hefur dregið úr notkun einkabílsins á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Síðustu tvö ár hefur samdrátturinn þó staðið í stað. Ferðatími lengist Samkvæmt þessum könnunum er meðal ferðatími milli heimilis og vinnustaðar á virkum degi að lengjast. Var um 9 og hálf mínúta 2007 og 12 mínútur og 45 sekúndur sumarið 2014. Einkabíllinn enn með yfirburði Þrátt fyrir að notkun á einkabílnum sé á einhverju undan- haldi þá hefur hann samt yfirburði samanborið við aðra samgöngumáta á höfuðborgarsvæðinu. 70% 80% 60% 50% 40% 30% 20% 0% 10% Eigin bíl Reiðhjól Strætó Gangandi Farþegi í bíl 8,2% 74,9% 7,6% 5,9% 3,0% Ferðamáti á höfuðborgarsvæðinu sumarið 2014

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.