Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2014, Blaðsíða 37
Fólk 37Vikublað 25.–27. nóvember 2014
„Minna fólk á að
líta ekki undan“
n Tjarnargatan gerði mynbandið Örugg borg n Elísabet Ronaldsdóttir aðstoðaði við klippingu
V
ið vildum færa þessa óhugn-
anlegu upplifun nær ein-
hverju sem flestir geta
tengt við,“ segir Einar Ben
hjá framleiðslufyrirtækinu
Tjarnargatan ehf. en fyrirtækið vann
mynbandið Örugg borg fyrir herferð
UN Women sem ýtt var úr vör í síðustu
viku. Þar á Einar við það þegar einhver
nýtir sér varnarleysi einstaklings til að
vinna honum mein á einhvern hátt.
Um er að ræða
alþjóðlegt verk-
efni UN Women,
en borgaryfirvöld
átján landa hafa
heitið því að gera
borgirnar sínar
öruggari fyrir alla.
Eins og staðan er
í dag upplifa átta
af hverjum tíu ís-
lenskum konum
sig óöruggar í mið-
borg Reykjavíkur
að næturlagi.
Hjálpa með því
að ýta á takka
Einar bendir á að
blessunarlega hafi
færri en fleiri lent í
því að fá pillu í glasið sitt eða að verða
fyrir árás að næturlagi. En flestir þekki
það að verða hræddir, óöruggir og
ósjálfbjarga í ákveðnum aðstæðum.
Hugmyndin er að sýna fram á hvern-
ig þessar ákveðnu aðstæður fram-
kalla þessar tilfinningar. En mynd-
bandið sýnir hvernig karlmenn nýta
sér varnarleysi kvenna, við aðstæð-
ur þar sem þær ættu undir eðlileg-
um kringumstæðum að vera öruggar.
Í kjölfarið eru konurnar ýmist sýnd-
ar detta, að drukkna eða innilokað-
ar. Áhorfendur geta hins vegar kom-
ið þeim til hjálpar með því að ýta á
ákveðinn takka á lyklaborðinu.
Leituðu í reynslu kvenna
Einar segir þetta hafa verið verðugt
verkefni að takast á við. „Við þurftum
að leggjast undir feld, hugsa og vinna
mikið. Við vorum kölluð að borðinu
til að koma með óhefðbundna upp-
lifun á aðstæð-
um og til að
vekja athygli
á erfiðum og
alvarlegum
málstað, sem
þarft er að
vekja athygli á.
Eftir töluvert
langan tíma
þá komumst
við að þessari niðurstöðu, að
tengja við þessar tilfinningar raun-
verulega. Við leituðum meðal annars
í reynslubanka kvenna innan fyrir-
tækisins sem könnuðust undantekn-
ingarlaust allar við að upplifa vafa-
samar aðstæður í þessu samhengi,“
útskýrir Einar.
Dýrmætt að passa
upp á hvert annað
Hann segir þau strax hafa lagt upp
með gagnvirka hugmynd þar sem fólk
gæti á einhvern hátt lagt hönd á plóg-
inn og hjálpað til. „Hugmyndin okkar
þar er að margt smátt gerir eitt stórt.
Bara með því að byrja á litlu hlutun-
um, til dæmis með því að bregðast
við þegar einhver segir eitthvað óvið-
eigandi, eða segja frá því ef þú veist
af óviðeigandi hegðun gagnvart ein-
hverjum.“
Hugmyndin er að sýna fram á það
á huglægan hátt að með mörgum litl-
um skrefum getur unnist stór sigur.
„Með því að ýta á þennan takka þá
ertu að hjálpa. Svo í lokin sýnum við
fram á hvernig þú getur raunverulega
hjálpað með því að leggja þessu mál-
efni lið. Við viljum líka minna fólk á
að líta ekki undan og halda að næsti
maður komi til hjálpar. Það er mjög
dýrmætt að við pössum upp á hvert
annað.
Vildi leggja sitt af mörkum
Elísabet Ronaldsdóttir, færasti klipp-
ari landsins, lagði þeim hjá Tjarnar-
götunni lið við gerð myndbandsins.
Einar segir það hafa verið mikinn
happafeng fyrir fyrirtækið að njóta
starfskrafta hennar á lokametrun-
um. Sjálf vildi Elísabet leggja bar-
áttunni fyrir bættu öryggi kvenna lið
með þessum hætti. „Ég á börn sem
eru úti á lífinu og auðvitað skipt-
ir það mig máli að þau séu örugg.
Óöryggið liggur frekar þar en hjá
mér sjálfri,“ segir Elísabet aðspurð
hvort hún upplifi sig óörugga í mið-
borg Reykjavíkur að næturlagi.
„Mér finnst líka mikilvægt að
við útilokum ekki þann möguleika
að það séu börnin okkar sem hugs-
anlega brjóta gegn öðrum. Þetta er
ekki einstefna. Við þurfum að reyna
að halda börnunum okkar öruggum
og innprenta í þau gildi sem gera
það að verkum að það hvarflar ekki
að þeim að brjóta gegn öðrum.“ El-
ísabet tekur þó skýrt fram að hún sé
ekki að varpa ábyrgðinni á foreldra.
„Þetta er bara samfélagsleg ábyrgð
okkar allra og mín aðkoma að þessu
myndbandi er að mér gefst færi á
þennan hátt að leggja mitt að mörk-
um og geri það með glöðu geði.“ n
„Við leituðum með-
al annars í reynslu-
banka kvenna innan fyr-
irtækisins sem könnuðust
undantekningarlaust
allar við að upplifa vafa-
samar aðstæður í þessu
samhengi.
Leggðu þitt
af mörkum
Hægt er að leggja verkefninu lið með
því að fara inn á síðuna oruggborg.is
eða senda sms-skilaboð með textanum
oruggborg í númerið 1900.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrun@dv.is
Aðstoðaði við klippingu Elísab
et vildi
leggja verkefninu lið. MynD ELíSAbET
RonALDSDóTTiR
Gerir grín
að Omaggio-
vasaþörf
Fatahönnuðurinn Guðmundur
Jörundsson gerði í síðustu viku
grín að þeim sem biðu í biðröð
fyrir utan verslunina Modern til
að kaupa svokallaðan Omaggio-
vasa frá Kähler. Smartland greindi
frá því að 200 stykki af vasanum
hefðu selst upp á stundinni, en
verslunin var opnuð klukkan sex
að morgni til að svala vasaþörf
viðskiptavina sem beðið höfðu
óþreyjufullir eftir sendingu af
þessum vinsælu vösum.
„Hvernig gengur? Eru bara all-
ir á landinu með Omaggio vasa,
í nike free skóm að dást að Tolla
verkinu sínu?“ Skrifaði Guð-
mundur á Facebook-síðu sína og
birti tengil á frétt Smartlandsins.
Eins og sjá má gerði hann jafn-
framt grín að fleiri tískubylgjum
sem gripið hafa landann á síðustu
misserum.
Verðugt verkefni Við gerð
myndbandsins var meðal
annars leitað í reynsluheim
kvenna hjá Tjarnargötunni.
MynD SigTRygguR ARi
P
rófið var bara að detta í hús fyrir
nokkrum mínútum,“ segir Bald-
ur Kristjáns ljósmyndari sem
á mánudaginn fékk bifhjóla-
réttindi. En hann var nánast að stíga af
mótorhjólinu í verklega prófinu þegar
blaðamaður náði tali af honum. „Ég
kláraði bóklega prófið klukkan níu í
morgun og svo fór ég beint í það verk-
lega.“ Baldur rúllaði báðum prófunum
upp og er nú handhafi prófskírteinis
sem hann gleymdi þó næstum á próf-
staðnum af spenningi, að eigin sögn.
Hálfflökurt eftir sígarettuna
Að bón móður sinnar tók Baldur
mynd af sér við hjólið eftir prófið og
birti á Instragram. Hann fékk lánaða
sígarettu til að hafa í munnvikinu á
myndinni til að gera sig vígalegri, en
leðurjakkann vantaði. „Leðurjakk-
inn er tilbúinn heima en ég mátti
ekki vera í honum í prófinu,“ útskýrir
Baldur. Hann tekur líka fram að hann
reyki ekki, heldur hafi verið um hálf-
gerðan einkahúmor að ræða. „Mér
er eiginlega hálfflökurt eftir þessa
myndatöku,“ segir Baldur hreinskil-
inn. „Leðurjakkinn var samt alveg
það fyrsta sem ég græjaði. Það var al-
gjört forgangsatrði,“ bætir hann kím-
inn við. Reykingarnar ætlar hann
hins vegar að láta eiga sig.
Ætlar að hjóla með pabba
Faðir Baldurs er á mótorhjólaferða-
lagi um heiminn og ætlar Baldur að
hitta hann í Suður-Ameríku eftir ára-
mót og ferðast með honum í eina til
tvær vikur. Það var ein helsta ástæð-
an fyrir því að hann dreif sig í að
taka prófið núna. Aðspurður hvort
það sé langþráður draumur að aka
um á mótorhjóli segir Baldur svo
ekki vera. „Þetta er frekar nýtilkom-
ið. Eftir að hafa séð gamla karlinn fá
svarta fiðringinn og fylgst með hon-
um, þá kveikti þetta í mér,“ segir Bald-
ur og þar á sjálfsögðu við föður sinn.
„Ég ákvað þetta fyrir mjög stuttu og
er búinn að vera alla daga í nettöku-
skóla að gera allt á síðustu stundu.“
Hann segir mjög heppilegt hve hlýtt
hafi verið í veðri, annars hefði hann
líklega ekki náð að taka prófið núna.
Næsta skref hjá Baldri er svo að
fá sér mótorhjól. „Ég fæ mér alveg
hundrað prósent hjól. Ég er bara að
fara með prófgögnin til sýslumanns
og svo skoða ég þetta. Jafnvel bara á
eftir eða síðar í vikunni,“ segir Baldur
að lokum. n
solrun@dv.is
„Prófið var bara að detta í hús“
baldur Kristjáns fékk bifhjólaréttindi í vikunni og ætlar að fá sér hjól
Vígalegur Baldur fékk lánaða sígarettu fyrir myndatökuna. Hann reykir hins vegar ekki og
var hálfflökurt eftir myndatökuna.
Úfinn
borgarstjóri
Hinn hárprúði borgarstjóri, Dag-
ur B. Eggertsson, er orðinn mun
hárprúðari en venjulega og hár-
ið er nokkuð úfnara en fólk á að
venjast. Á því er einföld skýring.
Dagur neitar að hirða um hár sitt
fyrr en konan hans, Arna Dögg
Einarsdóttir, hefur tök á að klippa
það. Tilkynnti hann vinum sín-
um þetta á Facebook um helgina.
„Hef gripið til örþrifaráða – og
ákveðið að hirða ekki um hár mitt
fyrr en Arna klippir mig – hún
verður að sætta sig við að búa
með Bobby í Dallas þangað til!“
Færslan vakti eðlilega mikla
lukku á Facebook en henni fylgdi
mynd af mjög úfnum borgar-
stjóra. Á fimmta hundrað manns
lýstu velþóknun á færslunni og
margir tjáðu sig um hárið. Einn
Facebook-vinur benti Degi á að
safna bara hári og skarta falleg-
um slöngulokkum.