Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2014, Blaðsíða 14
Vikublað 25.–27. nóvember 201414 Fréttir
Nýtt sjálfstætt
starfandi apótek
í Glæsibæ
Opnunartími
Virka daga: 8:30 til 18:00
Laugardaga: 10-14
Okkar markmið er að veita þér og þínum
framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf
Deilur gjósa upp
um sáttaleið
Þ
ótt nýtt frumvarp Sigurðar
Inga Jóhannssonar sjávar-
útvegsráðherra um stjórn
fiskveiða hafi ekki verið lagt
fram á Alþingi er þegar farið
að ræða og deila um einstök grund-
vallaratriði. Í veðri hefur verið látið
vaka að frumvarpið taki mið af svo-
nefndri samningaleið sem meirihluti
starfshóps um endurskoðun á stjórn
fiskveiða skilaði í skýrsluformi í sept-
ember árið 2010. Starfshópurinn
var stundum kenndur við Guðbjart
Hannesson sem stýrði nefndinni
þegar hún lauk störfum sínum.
Meðal þeirra sem aðhylltust svo-
kallaða samningaleið var bærilegur
skilningur á því að þörf væri á nýt-
ingarsamningum eins og nú er ráð-
gert að gera við útgerðirnar til meira
en 20 ára. Tekist var á um stærð svo-
kallaðra potta, það er kvóta, sem rík-
ið hefði til úthlutunar samkvæmt
sérstökum reglum í þágu byggða og
ýmissa veiðiaðferða. Þeir eru inni í
myndinni einnig nú.
Eina meginbreytingin sem raun-
verulega var lögfest í tíð síðustu
ríkis stjórnar var veiðigjald. Það varð
feikilega umdeilt og brást útgerðin
og stjórnarandstaðan afar hart við
verulegri hækkun þess. Í frumvarpi
Sigurðar Inga er veiðigjaldið á sín-
um stað en búist við talsverðri lækk-
un þegar á heildina er litið. Stór hluti
þess verður afkomutengdur og því
breytilegur.
Engin framrétt sáttahönd
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona
VG, átti sæti í Guðbjartsnefndinni
sem lagði fram títtnefnda samn-
ingaleið haustið 2010. Hún segir að
niðurstaða nefndarinnar hafi alls
ekki verið einhlít. „Þar eru alls kyns
fyrirvarar og breiða sátt var ekki um
að ræða. Það sem ég hef séð af þessu
í fjölmiðlum sýnist mér felast í því
að það eigi að festa núverandi kerfi
í sessi um ókomna framtíð. Ég hef
barist fyrir því að kerfið verði opnað,
möguleikar á nýliðun verði auknir
og réttur byggðanna til veiðiheim-
ilda verði treystur. En mér sýnist vera
meginstefið að treysta núverandi
kerfi í sessi. Hér er ekki verið að fara
neina sáttaleið ef ætlunin er að styðj-
ast við samningaleiðina.“
Með samningaleiðinni var ætlun-
in að stækka svonefnda potta, gefa
ríkinu meira svigrúm til ráðstöfunar
kvóta með tilliti til ýmissa hagsmuna,
til dæmis byggðahagsmuna. „En um
það var heldur engin sátt. Kannski
voru það mistök síðustu ríkisstjórnar
að reyna ekki að koma inn ákvæði í
stjórnarskrá um þjóðareign á auð-
lindum frekar en að reyna að setja
nýja stjórnarskrá í heilu lagi. Það
hefði mikið verið unnið með því nú.
Á síðasta kjörtímabili hótuðu útvegs-
menn reglulega að fara með slíkar
breytingar á kerfinu fyrir dómstóla og
gera skaðabótakröfur á hendur rík-
inu. Við hefðum staðið betur að vígi
nú með auðlindaákvæði í stjórnar-
skrá sem ver eignarrétt þjóðarinnar.
Nú er verið að njörva niður kerfið til
langs tíma og binda hendur manna í
framtíðinni.“
Samningaleiðin er grunnur
Arnar Sigurmundsson sat einnig í
Guðbjartsnefndinni, þá fyrir Samtök
fiskvinnslustöðva, sem nú hafa sam-
einast Landssambandi íslenskra út-
vegsmanna undir einum hatti. „Þegar
við sátum í nefndinni voru skiptar
skoðanir um það til hve langs tíma
ætti að gera nýtingarsamninga á auð-
lindinni við útgerðirnar. Menn töl-
uðu um 15 til 30 ára samninga, jafn-
vel allt upp í 40 ár. Þetta var eitt af
þeim málum sem ekki voru kláruð í
nefndinni en þó þannig að menn sáu
nauðsyn nýtingarsamninga. Hvernig
þetta kæmi svo heim og saman við
nýtt auðlindaákvæði í stjórnarskrá
var ekki svo mikið rætt í nefndinni.
Það er kannski ekki stóra málið í
augnablikinu heldur hitt að ná sátt
um breytingar og mér sýnist að gæti
stefnt í þá átt nú. Síðasta ríkisstjórn
var líka með hugmyndir um slíka sátt
en kannski ekki jafn útfærðar og ráð
er fyrir gert hjá núverandi ríkisstjórn.
Nú er rætt um breytingar á veiði-
gjaldi og lækkun þess. „Ef ég skil
þetta rétt er annars vegar talað um
eins konar grunngjald sem tæki mið
af einhverju lágmarks veiðigjaldi
án tillits til afkomu í greininni. Hins
vegar er talað um afkomutengt veiði-
gjald og þá þurfa að liggja fyrir upp-
lýsingar um afkomuna hverju sinni
og tryggja að þær séu réttar og nýjar,
en það skiptir máli. Ég veit ekki hvort
þetta leiðir til lækkunar veiðigjalds-
ins en þykir það þó líklegra en hitt.“
Arnar og margir aðrir hagsmunaaðil-
ar í nefndinni lögðust hart gegn fyrn-
ingarleiðinni sem einnig var kölluð
markaðs- eða uppboðsleið. „Þetta
er ekkert auðvelt mál en ég vona svo
sannarlega að það takist á yfirstand-
andi þingi eða því næsta að ljúka
þessu máli vegna þess að óvissan
hefur skaðað greinina og framtíðar-
sýn hennar.“ n
n Óbirt frumvarp um stjórn fiskveiða veldur ýfingi n Langtíma nýtingarréttur umdeildur
„Með fyrirvara um að hafa ekki séð
frumvarp Sigurðar Inga um stjórn fiskveiða,
þá sýnist mér að þessi ríkisstjórn sé að
falla í sama pyttinn og sú síðasta að
ætla að leysa málið með því að afhenda
útgerðarmönnum réttindi til að nýta
auðlindina til mjög langs tíma án þess að
ganga frá því hvað við taki að þeim tíma
liðnum. Auk þess verði útgerðin ekki á þeim
tíma látin greiða fullt verð fyrir aðganginn
að auðlindinni. Það segir sig sjálft að þessi
aðferð getur aldrei gengið upp og stangast
á við það ákvæði sem þjóðin samþykkti
í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir ekki löngu
síðan að sett yrði í stjórnarskrá,“ segir
Jóhann Ársælsson, fyrrverandi þingmaður
Samfylkingarinnar.
„Eðlilegasta og einfaldasta leiðin til
að leysa þetta var og er fyrningarleiðin.
Útgerðarmenn sjálfir myndu ákveða veiði-
gjaldið. Nú eru þeir hvort eð er að ákveða
veiðigjald alla daga sín á milli en greiða
hverjir öðrum, eða greiða öllu heldur þeim
sem ætla út úr útgerðinni veiðigjald.
Þetta gerist í formi kvótasölu
en eigandinn, þjóðin, kemur
hvergi nærri þeim viðskiptum.
Það er þetta innihald sem
þyrfti að vera í frumvarpinu.
Fyrningarleiðin eins og hún
var hugsuð var slegin út af
borðinu með áróðri. Menn
voru tilbúnir að veita langan
aðlögunartíma að þessari leið.
Auðvitað þurfti að hafa aðlögun að þessu
fyrir þá sem keypt höfðu veiðiheimildir.
Fyrningarleiðin gerði ráð fyrir að ríkið tæki
5 prósent til sín ár hvert og byði upp þann
hluta heimildanna. Kvótanum er ekkert
kippt undan neinum með því. Auk þess var
gert ráð fyrir að útgerðirnar gætu keypt
kvóta hver af annarri. Fyrningarleiðin
fól þannig ekki í sér neinar breytingar.
Menn sögðu að ef þetta yrði innleitt
færu útgerðirnar á hausinn.
Hvers vegna fara þær þá ekki á
hausinn nú þegar þær þurfa að
kaupa kvóta á fullu verði hver
af annarri? Útgerðin í heild er
alltaf að bera þann kostnað.
Það er bara ekki eigandinn, þjóð-
in, sem fær peningana. Samherji
keypti kvóta fyrir milljarða á þessu ári.
Fyrirtækið þarf að greiða þann pening en
hvað verður um þann pening? Þeir fara út
úr útgerðinni. Er það ekki veiðigjald? Hvað
er hægt að kalla það annað en veiðigjald.“
Jóhann Hauksson
johannh@dv.is
Ósættið skaðar Arnar Sigurmundsson
sat í starfshópnum sem lagði fram samn-
ingaleiðina. Hann bíður óþreyjufullur eftir
sátt um fiskveiðistjórnina.
Fyrningarleið leysir marga hnúta í senn
Margir fyrirvarar Lilja Rafney Magnús-
dóttir (VG) segir marga fyrirvara hafa verið
í niðurstöðu Guðbjartsnefndarinnar um
svonefnda samningaleið.
Sterk hagsmunavarsla Stórútgerðin vill
langtímasamninga og lágt veiðigjald og hefur
haldið fast á hagsmunum sínum. Mynd Sigtryggur Ari