Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2014, Blaðsíða 24
Vikublað 25.–27. nóvember 201424 Neytendur
B
ibi-snuð frá Nuggi hafa verið
innkölluð vegna þess að af
þeim stafar veruleg köfn-
unarhætta fyrir lítil
börn þar sem túttan á
snuðunum getur lons-
að við sogkraft eða bit
barnsins.
Samkvæmt upp-
lýsingum frá Neyt-
endastofu er um að
ræða nýja tegund af
Bibi-snuðum, svokölluð
All New Generation Soothers,
sem er frekar gegnsætt og ekki með
snuðhaldi. Umboðsaðili Bibi hef-
ur innkallað öll snuð úr verslun-
um hér á landi en talið er að fjögur
eintök hafi hugsanlega verið seld
áður en til innköllunarinnar kom.
Þá vekur Neytendastofa athygli á
því að varan kunni að hafa borist
til landsins með öðrum leiðum, til
að mynda ef einhver keypti þau er-
lendis.
Er mælst til þess notkun
þessara snuða verði hætt
umsvifalaust.
Aldrei er of varlega
farið þegar kemur að
snuðum fyrir börn því
reglulega hafa komið
upp mál þar sem kemur
í ljós að þau séu hreinlega
hættuleg börnum.
Árið 2005 létu markaðsgæslu-
yfirvöld á Norðurlöndunum fram-
kvæma prófun á fimmtán ólíkum
tegundum snuða þar sem niður-
staðan var að þrjár tegundir mættu
teljast hættulegar börnum. Voru
þær tegundir teknar af markaði en
tvær þeirra höfðu verið seldar hér á
landi fyrir það.
Það var eins með þessar þrjár
tegundir og Bibi-snuðin nú að tút-
tan losnaði frá snuðinu í tilfelli
tveggja þeirra en hjá því þriðja
losnaði snuðhaldan frá snuðinu.
Rétt er að vekja athygli foreldra
á því að snuð hafa takmarkaðan
endingartíma, sérstaklega eftir að
börn fá tennur. Þá þarf að skipta
þeim út reglulega en ágæt regla fyr-
ir foreldra og forráðamenn er að
toga í túttu snuða fyrir notkun til að
athuga hvort þau séu orðin slitin. n
mikael@dv.is
Túttan getur losnað og kæft lítil börn
Hættuleg ný Bibi-snuð innkölluð vegna köfnunarhættu
Hættuleg snuð Hætta
er á að túttan losni frá
snuðinu með mikilli köfn-
unarhættu fyrir börn.
Vandræðagangur
vegna Winslows
n Svikull umboðsmaður n Svekktir miðaeigendur n Furðulegar frestanir á uppistandi
V
erulegur vandræðagang-
ur hefur verið vegna komu
grínistans Michaels Winslow
hingað til lands en hann er
líklega frægastur fyrir leik
sinn í Police Academy-myndunum og
er kallaður maður hinna tíu þúsund
hljóðbrellna. Í tvígang hefur uppi-
standi hans hér á landi verið frestað.
Á föstudag fóru margir miðaeigend-
ur fýluferð í Háskólabíó þar sem þeir
bjuggust við að berja Winslow augum
eins og auglýst hafði verið. Þeim hópi
hafði einhverra hluta vegna ekki ver-
ið tilkynnt að búið væri að fresta við-
burðinum til 4. desember og að auki
færa hann úr Háskólabíói yfir á sport-
bar í Stórhöfða. Aðdragandinn hefur
verið svo furðulegur að miðaeigend-
ur velta fyrir sér hvort Winslow komi
yfirhöfuð.
Frestað fyrirvaralaust
Uppistand Winslows var upphaflega
auglýst 9. maí í sumar og fór miðasala
fram á Miða.is. Fyrirvaralaust og án
skýringa var viðburðinum hins vegar
frestað til 21. nóvember. Tilkynning
um þá frestun barst hins vegar ekki
fyrr en 5. maí, fjórum dögum áður en
auglýst uppistand átti að fara fram. Á
Facebook-síðu viðburðarins má sjá að
miðaeigendur voru farnir að ókyrrast
verulega og í lok október var einhverj-
um hætt að lítast á blikuna. Þá hafði
viðkomandi farið inn á heimasíðu
Winslows og séð að hann var bókað-
ur á sýningu á grínklúbbi í Jacksonville
í Flórída. Hann var því aldrei líklegur
til að vera á leið til Íslands samdægurs.
Þegar ósáttir miðaeigendur, sem
mættu upp í Háskólabíó á auglýst-
um tíma á föstudaginn var, fóru að
grennslast fyrir um málið kom í ljós
að búið var að fresta viðburðinum til
4. desember. Nema nú yrðu herleg-
heitin á Hendrix sportbar í Stórhöfða.
DV spurðist fyrir um málið hjá eiganda
Hendrix sem vísaði blaðamanni á fé-
laga sinn, Hauk Vagnsson sem segir
að það sé afar leitt að einhverjir hafi
ekki fengið tilkynningu um frestun-
ina, en það hafi þeir átt að fá frá Miða.
is. Vandræðagangurinn skrifist hins
vegar að mestu á fyrri uppistands-
haldara og svikulan umboðsmann
Winslows.
Yfirtóku viðburðinn
„Það er ekki nógu gott. Við höfum ekk-
ert með viðburðinn að gera sem hafði
verið auglýstur,“ segir Haukur í samtali
við DV. Hann segir að hann hafi séð
myndskeið með Winslow á netinu fyr-
ir um fimm, sex vikum og fundist það
svo gott að hann hafi fengið þá hug-
mynd að flytja hann inn til að halda
sýningu hér.
„Svo ég setti mig í samband við
hann. Hann hafði mikinn áhuga á að
koma til Íslands svo ég fékk þá sam-
band við umboðsmann hans sem er
í Ástralíu. Þegar ég fer síðan að gúgla
betur þá sé ég að það hafði verið aug-
lýstur viðburður með honum í vor
sem hafði verið seinkað fram á haust.
En það var á vegum allt annars aðila.
Við höfum ekkert með það að gera.
Við buðumst til að yfirtaka það og það
átti að hafa verið sendur tölvupóst-
ur frá Miða.is á alla sem voru með
miða á viðburðinn og þeim boðið að
fá miða á viðburðinn hjá okkur í stað-
inn.“
Haukur segir að þegar hann hafi
kannað málið nánar þá hafi komið í
ljós ástæða þess að fyrri sýningar hafi
fallið um sig sjálfar.
Umboðslaus umboðsmaður
„Þá kom í ljós að það hafði einhver
umboðsmaður Winslows sem var að
vinna fyrir hann samið við annan ís-
lenskan aðila án þess að láta hann
vita eða hafa til þess nokkurt umboð.
Til að það yrði ekkert vesen þá buðu-
mst við til að yfirtaka það sem hafði
verið selt af miðum og þeim tilkynnt
um breytingarnar og að nýta miðann
sinn hjá okkur.“
Um ástæður þess að viðburðurinn
var færður úr Háskólabíói yfir á
Hendrix segir Haukur að Winslow
þurfi mjög öflugt hljóðkerfi og skjái
og Hendrix því hentað betur en bíó-
ið. Staðnum verður skipt í þrjú svæði,
A,B og C og þeir sem voru búnir að
kaupa miða í Háskólabíó fara sjálf-
krafa í bestu sætin næst sviðinu á
Hendrix að sögn Hauks.
Miðaeigendur fengu sárabætur
Svo virðist því sem nokkur fjöldi Ís-
lendinga hafi keypt sér nokkuð dýra
miða á uppistand með Winslow í vor
sem aldrei yrði haldið vegna þess að
aðstandendur viðburðarins höfðu
samið við umboðslausan umboðs-
mann. Þrátt fyrir að á einhverjum
tímapunkti hafi aðstandendum mátt
vera þetta ljóst þá var frekar ákveðið
að fresta viðburðinum um rúma sex
mánuði en að fella hann niður. Á þeim
tímapunkti komu Haukur og félagar á
inn í málið og tóku yfir viðburðinn.
„Þetta er mjög óheppilegt og okkur,
og Michael Winslow, þykir mjög leitt
að það hefði verið auglýstur viðburð-
ur án þess að umboðsmaður hans
fyrrverandi hefði nokkurt umboð til
að gera samning fyrir hans hönd. Ein-
hver misskilnngur lá þar að baki. Ég
vona að við getum bætt fólki það upp
og við sendum þeim sem voru búnir
að kaupa miða meira að segja smá gjöf
til viðbótar í sárabætur. Það er vont
mál að ekki hafi komist tölvupóstur til
allra, ég veit ekki hver skýringin getur
verið á því.“ n
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is Samið við
umboðs-
lausan
Vandræðin í
tengslum við
komu Winslows
eru næstum því
jafnmörg og
hljóðin sem hann
getur framkall-
að. Svo virðist
sem upphaflega
hafi verið gerður
samningur við
umboðslausan
umboðsmann,
án vitneskju
Winslows.
Áhyggjufullir miðaeigendur Hér má sjá brot úr nýlegri umræðu á Facebook-síðu við-
burðarins eftir að tilkynnt var um hálfs árs frestun á honum. Þarna bendir einn á að Winslow
sé bókaður í Flórída þegar hann átti að vera hér. MYnd Facebook
Mengun í
matvælum
Matvælastofnun heldur fræðslu-
fund um efni og hluti í snertingu
við matvæli þriðjudaginn 2. des-
ember, að Stórhöfða 23. Á fundin-
um verður fjallað um þær reglur
sem gilda um snertiefni matvæla
og þær körfur sem gerðar eru til
matvælafyrirtækja. Fyrirlesari er
Katrín Guðjónsdóttir, sérfræðing-
ur hjá MAST. „Flest matvæli kom-
ast í snertingu við efni og hluti
meðan á framleiðslu og sölu þeirra
stendur. Snertingin getur verið
við framleiðslubúnað, vinnslu-
tæki, umbúðir, áhöld o.fl. og geta
þessi snertiefni verið uppruni
mengunar í matvælum. Öll efni
og allir hlutir sem eru í snertingu
við matvæli eða er ætlað að kom-
ast í snertingu við matvæli þurfa
að uppfylla reglur um snertiefni
matvæla,“ segir í tilkynningu Mat-
vælastofnunar vegna fundarins.