Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2014, Blaðsíða 26
Vikublað 25.–27. nóvember 201426 Sport
Þegar njósnastarfið skilar góðum árangri
n Njósnarar gegna ótrúlega mikilvægu hlutverki n 12 dæmi um njósnastarf sem heppn-
Ö
ll stærstu knattspyrnufélög
heims leggja mikið upp úr
því að koma upp góðu njósn
aneti til að tryggja sér unga
og hæfileikaríka leikmenn á
góðu verði. Starf þessara njósnara
er mikilvægt enda geta þeir tryggt
vinnuveitendum sínum hundruð
milljóna, ef ekki milljarða, ef
þeir veðja á réttan hest.
Breska blaðið Tele
graph tók á dögunum
saman nokkur dæmi
þar sem bent er á hversu
mikilvægt það er að hafa
góða njósnara á sínum
snærum. Margir þessara
leikmanna voru keyptir fyrir hálf
gerða skiptimynt en margfölduðu
síðan verðmæti sitt á skömmum
tíma. n
Yohan Cabaye
Keyptur til: Newcastle
Keyptur frá: Lille
Upphæð: 3,6 milljónir punda
Forsagan: Graham Carr, yfirnjósnari
Newcastle, fékk það verkefni að finna
hæfileikaríka leikmenn utan Englands.
Þetta hljómar einfalt en skilyrðið var að
þessir leikmenn gerðu ekki kröfu um of há
laun og væru nálægt því að klára samning
sinn hjá félagsliðum sínum svo hægt væri að
fá þá ódýrt.
Eigandi Newcastle, Mike Ashley,
dáðist að starfi Arsene Wenger
hjá Arsenal sem ósjaldan hef-
ur gert einmitt þetta; keypt
unga og efnilega leikmenn
fyrir lítinn pening og selt þá
síðan fyrir stórfé nokkrum
árum síðar.
Carr fékk veður af
stöðu Cabaye sem var
lykilmaður í velgengni
Lille sem varð Frakk-
landsmeistari tímabilið
2010/2011. Cabaye,
sem á þessum
tíma var á barmi
þess að komast í
landsliðið, stóð
í stappi um
nýjan samning
hjá Lille en
samkvæmt
honum
fékk hann
einungis
sex
þús-
und
pund
á
viku,
1,1 millj-
ón á núverandi
gengi. Newcastle
bauðst til að
þrefalda launin hans og fór
svo að Newcastle og Lille
komust að samkomulagi
um kaupverð sem hljóðaði
upp á 3,6 milljónir punda, um
700 milljónir króna.
Hvað svo?
Cabaye sló strax í gegn í enska
boltanum og varð mikilægasti
leikmaður Newcastle-liðsins
sem endaði í 5. sæti deildarinnar.
Cabaye hafði fengið þau skilaboð frá
forsvarsmönnum Newcastle að með
góðri frammistöðu myndi hann vekja
athygli stærri liða. Hann varð ekki sáttur
þegar Tottenham bar víurnar í hann og
Newcastle neitaði. Þá fór hann í eins konar
verkfall þegar tilboði frá Arsenal var neitað.
Cabaye komst í sitt besta form aftur og það
leiddi til þess að Paris St. Germain keypti
kappann og borgaði 19 milljónir punda, tæpa
fjóra milljarða króna, í janúar á þessu ári.
Cabaye hefur þó ekki tekist að vinna sér fast
sæti í Parísarliðinu og gæti mögulega snúið
aftur til Englands áður en langt um líður.
Simon Mignolet
Keyptur til: Sunderland
Keyptur frá: Sint-Truden
Upphæð: 1,6 milljónir punda
Forsagan: Markvarðaþjálfari Sunderland,
Nigel Spink, var í fríi í Belgíu þegar hann ákvað
að skella sér á leik með Sint-Truden í belgísku 2.
deildinni. Frammistaða markvarðarins Simons
Mignolet vakti athygli Spinks sem lét þáverandi
stjóra, Steve Bruce, strax vita að hann hefði
mögulega rambað á demant. Spink ákvað að
halda áfram að fylgjast með Mignolet sem átti
stóran þátt í því að Sint-Truden komst upp í
úrvalsdeildina þetta tímabil. Spink sannfærði
Bruce um að þetta væri rétti maðurinn til að
standa á milli stanganna hjá Sunderland-liðinu
og árið 2010 gekk hann í raðir félagsins.
Hvað svo?
Mignolet var fljótur að vinna sér fast sæti í
Sunderland-liðinu og var valinn maður leiksins
í sínum fyrsta leik sem var gegn Birmingham.
Næstu þrjú tímabil á eftir átti Mignolet eftir að
verða jafnbesti leikmaður liðsins, fyrst undir
stjórn Bruce og svo Martins O'Neill.
Hann var valinn í landsliðið eftir fína
frammistöðu með Sunderland og var svo seldur
til Liverpool á síðasta ári fyrir níu milljónir
punda.
Morgan Schneiderlin
Keyptur til: Southampton
Keyptur frá: Strasbourg
Upphæð: 1,2 milljónir punda
Forsagan: Schneiderlin var aðeins átján ára
þegar hann gekk í raðir Southampton fyrir
tilstuðlan Georges Prost, fyrrverandi þjálfara í
akademíu Southampton. Prost hafði reyndar
látið fleiri vita af hæfileikum Schneiderlins en
stjórnarformaðurinn Rupert Lowe sá sér leik á
borði og var fyrstur til að bregðast við.
Þetta var sumarið 2008 en þá var Sout-
hampton á slæmum stað, glímdi við fjárhags-
erfiðleika og lék í neðri deildunum. Þá var
gott að geta fengið ungan en efnilegan – og
algjörlega óþekktan – leikmenn fyrir lítið fé.
Hvað svo?
Morgan Schneiderlin hefur skipað sér sess
meðal bestu miðjumanna ensku úrvalsdeildar-
innar með frábærri frammistöðu. Southampton
hefur komið allra liða mest á óvart á tímabilinu
og Schneiderlin á stóran þátt í þeirri velgengni.
Fjölmörg stórlið vilja kaupa kappann en næsta
víst er að hann verður langt í frá ókeypis.
Nicolas Anelka
Keyptur til: Arsenal
Keyptur frá: Paris St. Germain
Upphæð: 500.000 pund
Forsagan: Eins og allir vita hefur Arsene
Wenger, stjóri Arsenal, alltaf verið lunkinn
við að finna unga, ódýra en stórefnilega
leikmenn – sérstaklega frá Frakklandi.
Þegar Wenger var tiltölulega nýtekinn við
Arsenal-liðinu fékk hann ungan Frakka til
liðsins, Nicolas Anelka, sem sýnt hafði lipra
takta með unglingaliði Paris St. Germain.
Anelka var ekki alls óþekktur enda hafði
hann vakið athygli með yngri landsliðum
Frakklands. Svo fór að Wenger keypti leik-
manninn í febrúar 1997 og greiddi Arsenal-
liðið aðeins hálfa milljón punda fyrir.
Hvað svo?
Anelka skoraði níu mörk tímabilið 1997–
1998 og 19 mörk tímabilið 1998–1999. Eftir
það tímabil var hann seldur til Real Madrid
fyrir 22,3 milljónir punda sem þótti stórfé á
sínum tíma. Anelka hefur verið á talsverðu
flakki síðan þá og leikið með Liverpool,
Manchester City, Fenerbache, Chelsea,
Bolton og West Brom svo dæmi séu tekin.
Seamus Coleman
Keyptur til: Everton
Keyptur frá: Sligo Rovers
Upphæð: 60 þúsund pund
Forsagan:
Mick Doherty, njósnari Everton, kom auga á Seamus Coleman í írsku
deildinni þar sem hann lék með Sligo Rovers. Seamus var lærisveinn Pauls
Cook, sem á sínum tíma lék með Wolves og Tranmere. Það kann að hljóma
ótrúlegt en sannleikurinn er sá að forsvarsmenn Sligo íhuguðu alvarlega
að rifta samningnum við Coleman. Hann var ungur að árum og að mati
félagsins var ólíklegt að hann myndi ná langt.
Þetta breyttist þegar Cook tók við og undir hans stjórn tók Colemen
miklum framförum. Cook lét kollega sína hjá Liverpool og Everton vita af
stráknum. Þó svo að ljóst væri að hægt yrði að fá Coleman fyrir hálfgerða
skiptimynt var það aðeins Everton sem ákvað að líta betur á leikmanninn.
Þetta var árið 2009 og leist njósnurum Everton ágætlega á leikmanninn.
Félagið ákvað loks að festa kaup á Coleman og greiddi 60 þúsund pund
fyrir, tæpar 12 milljónir króna.
Hvað svo?
Coleman er í dag einn besti hægri bakvörður úrvalsdeildarinnar. Hann
er fastamaður í liði Everton og frábær bæði í vörn og sókn. Coleman er í
dag líklega metinn á yfir 15 milljónir punda. Þá er hann fastamaður í írska
landsliðinu.
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is Raheem Sterling
Keyptur til: Liverpool
Keyptur frá: QPR
Upphæð: 1 milljón punda
Forsagan: Þegar Sterling var 14 ára fékk hann tækifæri til
að láta ljós sitt skína með 18 ára liði QPR. Mark Anderson,
njósnari Liverpool, var á umræddum leik og var furðu lost-
inn. „Ég trúði ekki mínum eigin augum. Hann var einn besti
ungi leikmaður sem ég hafði séð,“ sagði Anderson síðar.
Tottenham og Fulham höfðu einnig augastað á Sterling en
það varð lokum Liverpool sem hafði betur í kapphlaupinu.
Sterling samdi við Liverpool rétt fyrir 15 ára afmæli sitt.
Hvað svo? Sterling lék með unglingaliði Liverpool fyrst
um sinn þar sem hann vann meðal annars vel í að auka
líkamlegan styrk sinn. Hann var þó ekki lengi að brjóta
sér leið inn í aðalliðið og á
síðustu leiktíð blómstraði
þessi stórefnilegi leikmaður
í kringum leikmenn eins og
Luis Suarez, Daniel Sturridge og
Steven Gerrard. Sterling er í dag lyk-
ilmaður í liði Liverpool þrátt fyrir
að vera ekki orðinn tvítugur.