Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2014, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2014, Blaðsíða 30
Vikublað 25.–27. nóvember 201430 Lífsstíll Þ ótt lítið hafi verið um snjó það sem af er vetri er ágætt að rifja upp hvernig best er að moka snjó án þess slasast alvarlega eða láta lífið við það. Veturinn hefur verið óvenju snjó- þungur í Bandaríkjunum en þar í landi deyja um það bil 100 manns á ári hverju við snjómokstur ef marka má hjartasérfræðinginn Barry Franklin við hjartadeildina á William Beaumont-sjúkrahúsinu í Michigan. Franklin segir snjómokstur reyna meira á heilbrigða unga karlmenn en æfing á hlaupabretti. „Og þegar kalt loftið er komið með í reikninginn herpast æðarnar saman og minnka þannig blóðflæðið sem er hin full- komna blanda fyrir hjartaáfall.“ Að sögn Franklins ættu þeir sem eru 55 ára og eldri og stunda litla eða enga hreyfingu að láta snjómokstur alveg eiga sig en Franklin segir mokstur- inn einnig hættulegan þeim sem reykja og eru haldnir hjartasjúkdóm- um. Þeir sem verði að moka ættu að muna eftir því að anda og ýta snjó- num frekar en að lyfta honum og forðast mokstur frá klukkan 6–10 um morguninn þar sem viðkvæmum er hættara við að fá hjartaáfall á þeim tíma vegna hormónaójafnvægis. Bandarísku hjartasamtökin American Heart Association ráð- leggja fólki einnig að klæða sig vel og taka reglulega pásur við mokstur- inn. Samtökin ráðleggja fólki líka til að moka ekki eftir stórar máltíðir, nota minni skóflur og forðast áfengi á meðan mokað er. n Snjómokstur 101 Mokaðu án þess að láta lífið Snjómokstur drepur Árlega deyja um það bil 100 Bandaríkja- menn sökum snjómoksturs. Drykkjuhrútar en ekki alkar Fæstir sem drekka til að verða fullir eru alkóhólistar. Þetta kem- ur fram í nýrri rannsókn sem birt er á vefsíðu Centers for Disease Control and Prevention. Í ljós kom að 29% Bandaríkjamanna drekka mikið en 90% af þeim eru þó ekki alkóhólistar. Niðurstöð- urnar stangast á við fyrri kenn- ingar þar sem fullyrt er að þeir sem drekki oft og mikið hljóti að vera háðir áfengi. Árlega má tengja um 88 þúsund dauðsföll í Bandaríkjunum til mikillar drykkju. Dr. Robert Brewer segir niðurstöðurnar gefa til kynna að taka megi á mikilli drykkju með öðrum leiðum en þeim sem not- aðar eru við áfengissýki. Ekki þrífa eyrun með eyrnapinna Flestir líta á eyrnapinna sem hið fullkomna tæki til að þrífa á sér eyrun og margir hreinsa þau af miklum móð á hverjum morgni sem hluta af daglegri rútínu. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt fram á að notkun eyrna- pinna eykur líkur á skemmdum á innra eyra og jafnvel varanleg- um heyrnarskemmdum. Það er nefnilega mikill miskilningur að að fara eigi með eyrnapinnann inn í eyrun til að þrífa þau. Eyrna- pinninn á nefnilega aldrei að fara inn í sjálf eyrnagöngin, eins og margir vilja halda. Hann á aðeins að nota til að þrífa ytra eyrað. Þeir sem treysta sér ekki til að fara var- lega með pinnann geta fengið sér- staka barnaeyrnapinna sem eru þykkari á endunum og komast ekki nema rétt inn í eyrnagöngin. Það getur laskað eyrnagöngin að stinga eyrnapinna inn á eyrað og eyrnamergurinn sem er þar inni er bestur geymdur þar. Hann smyr hlustina og verndar hana fyrir óæskilegum utanaðkomandi áhrifum. Ef eyrnamergurinn verður hins vegar það mikill að hann fer að valda hellu og dregur tímabundið úr heyrn þá er hægt að þrífa eyrun á einfaldan og skaðlausan hátt. Til dæmis með því að blanda saman ediki og vatni og láta nokkra dropa drjúpa í eyrun með dropateljara. „Ég Er algjör SkvíSa, Sko“ Tinna Rut Traustadóttir er lögreglukona og bikarmeistari í kraftlyftingum É g hlakka alltaf til að fara á æfingu,“ segir lögreglu- og kraftlyftingakonan Tinna Rut Traustadóttir sem sigraði í sínum flokki á bikarmótinu í kraftlyftingum sem fram fór á Akur- eyri um helgina. Lyftir „á kjötinu“ Tinna Rut hefur æft kraftlyftingar í eitt ár undir stjórn Ingimundar Björgvinssonar, kraftlyftingaþjálf- ara í World Class á Seltjarnarnesi. „Ég keppi oftast í klassískum kraft- lyftingum, það er án búnaðar, eða á kjötinu, eins og það er kallað. Þetta mót var bikarmót í búnaðar- kraftlyftingum en ég keppti samt án búnaðar. Ég verð alltaf klass- ískur lyftari en vildi nota þetta mót sem æfingu,“ segir Tinna Rut sem lyfti 137,5 kílóum í réttstöðu, 102,5 kílóum í hnébeygju og 72,5 kíló- um í bekkpressu sem gaf henni Wilks-töluna 365,7 og þriðja sætið á öllu mótinu. „Það er hæsta Wilks- tala sem sett hefur verið á Íslandi í klassískum kraftlyftingum en þar sem ég var að keppa á búnaðarmóti fékk ég hana ekki skráða. Eins setti ég átta Íslandsmet á mótinu en fæ þau heldur ekki skráð.“ Litlar, nettar og heilbrigðar Tinna Rut kemur úr fimleikum en hún þjálfar og dæmir fimleika í dag. „Ég var búin að æfa fimleika frá sjö ára aldri en var svo bara að æfa í World Class á Seltjarnarnesi þegar Ingimundur kom auga á hvað ég væri sterk og vildi fá mig í kraftlyft- ingar. Það tók hann fimm ára suð að fá mig á æfingu en loksins ákvað ég að prófa. Ég fann mig strax í þessari íþrótt. Það er svo ótrúlega gaman að bæta sig og sjá árang- ur,“ segir hún og bætir við að ímynd kraftlyftinga sé óðum að breytast. „ Sumir halda kannski að þarna séu bara stórar og sterkar konur en flestar erum við litlar, nettar og heilbrigðar,“ segir Tinna Rut sem stefnir á að keppa á alþjóðlegu kraftlyftingamóti á næsta ári. Fjölbreytt starf Tinna Rut gerir þó fleira en að lyfta lóðum og keppa á mótum því hún er í lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu og hefur starfað þar í tvö og hálft ár. Þegar hún er spurð að því hvort hún sé svokölluð „stráka- stelpa“ segir hún svo ekki vera. „Ég er algjör skvísa, sko. Vil vera á hæl- um og til höfð þegar ég er ekki í löggubúningi eða íþróttafötum,“ segir hún hlæjandi og bætir við að hún finni ekki fyrir því að karl- menn séu hræddir við hana. „Það getur vel verið að það ógni þeim að ég sé lögga og kraftlyftingakona en ég finn allavega ekki fyrir því. Ég held að þeim finnist það frekar bara flott,“ segir hún brosandi og bætir við að hún sé alsæl í starfinu. „Það var aldrei neinn draumur í æsku að verða lögga heldur frekar eitthvað sem ég fór að hugsa um þegar ég varð unglingur. Þetta er ótrúlega fjölbreytt starf, það er enginn dag- ur eins og það er svo spennandi.“ n Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Lögga Tinna Rut hefur verið í lögreglunni í tvö og hálft ár. Töffari Tinna Rut er lögreglukona og bikarmeistari í kraftlyft- ingum. Mynd SIgTRygguR ARI nautsterk Tinna lyfti 137,5 kílóum í réttstöðu um helgina. Mynd SIgTRygguR ARI „Það getur vel verið að það ógni þeim að ég sé lögga og kraftlyft- ingakona en ég finn allavega ekki fyrir því Betra að sofa hjá einhverjum Einhverjir sem eru einhleypir kannast eflaust við þá tilfinn- ingu að fara að sofa og vakna með hálfgerða tómleikatil- finningu, því það er enginn í rúminu hjá þeim. Þessi tilfinn- ing er ekkert óeðlileg ef marka má niðurstöður rannsókna sem nýlega birtust í Wall Street Journal, en samkvæmt þeim hefur það á margan hátt jákvæð áhrif að deila rúmi með einhverjum. Því er jafn- vel haldið fram að fólk sem er nánum langtímasamböndum og sefur að jafnaði með ein- hvern við hlið sér sé mun heilsuhraustara og lifi lengur en þeir sem sofa einir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.